RE/MAX og Guðrún Þórhalla kynna fallega og bjarta 3ja herbergja íbúð við Álfkonuhvarf 31, Kópavogi.
Íbúðin er á 2. hæð í lyftuhúsi, eignin er vel umgengin og með gott skipulag. Stæði í lokaðri bílageymslu fylgir með eigninni. Samkvæmt Þjóðskrá Íslands er eignin 96,0 m², þar af 8 m² sérgeymsla í sameign.
*Stæði í lokaðri bílageymslu.
*Vel umgengin og falleg eign.
*Rúmgóðar svalir sem snúa til suðurs.
Íbúðin er vel staðsett, stutt í alla helstu þjónustu, grunn- og leikskóla og fallegar gönguleiðir.
KÍKTU Í HEIMSÓKN OG SJÁÐU EIGN Í 3D MEÐ ÞVÍ AÐ SMELLA HÉR Frekari upplýsingar veitir Guðrún Þórhalla Helgadóttir, löggiltur fasteignasali í síma 820-0490 eða á netfangið gudrun@remax.is.Upplýsingar um eignina:Forstofa: Komið er inn í forstofu með rúmgóðum fataskáp og fallegum flísum á gólfi.
Eldhús: Snyrtileg u-laga innrétting með góðu skápa- og vinnuplássi. Parket á gólfi.
Stofa/Borðstofa: Samliggjandi bjart og rúmgott rými við eldhúsið. Útgengt er út á góðar suður svalir. Parket á gólfi.
Hjónaherbergi: Rúmgott herbergi með fataskápum. Parket á gólfi. Eitt gluggagler sprungið en verður endurn. fyrir afhendingu.
Herbergi II: Rúmgott með fataskáp, parket á gólfi.
Baðherbergi: Með góðri innréttingu og spegill með lýsingu. Baðkar/sturta og flísar á gólfi og veggjum.
Þvottahús: Snyrtilegt og með upphækkun og geymslurými, tengi og slíkt fyrir þvottavél og þurrkara. Sérgeymsla: Sérgeymsla í sameign, 8 m².
Bílageymsla: Stæði í bílageymslu merkt B13 fylgir íbúðinni. Í bílakjallara er einnig sameiginleg þvottaaðstaða fyrir bíla.
Frekari upplýsingar um eignina:*Allar innréttingar og hurðir í íbúðinni eru lakkaðar.
*Nýtt harðparket var lagt á eignina árið 2022.
*Ofn og helluborð endurnýjað árið 2022.
*Rafmagnstenglar hafa verið endurnýjaðir.
*Hleðslustöð fyrir rafmagnsbíl er í stæði í bílakjallara.
Gott hverfi og fjölbýli með snyrtilegri aðkoma og lóð, bílaplan malbikað.
Allar frekari upplýsingar um eignina veitir Guðrún Þórhalla í síma 820-0490 eða á netfangið gudrun@remax.is.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna: 1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0,8%(einstaklingar) 1.6% (lögaðilar) af heildarfasteignamati.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.700 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar - almennt 45-75 þús.kr. Nánari upplýsingar á heimasíðu lánastofnana.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu kr. 69.900 mvsk.