Skráð 27. júní 2022
Deila eign
Deila

Álfhólsvegur 135

ParhúsHöfuðborgarsvæðið/Kópavogur-200
188.1 m2
5 Herb.
4 Svefnh.
2 Baðherb.
Verð
134.900.000 kr.
Fermetraverð
717.172 kr./m2
Fasteignamat
86.800.000 kr.
Brunabótamat
68.740.000 kr.
Byggt 2003
Þvottahús
Garður
Bílskúr
Útsýni
Gæludýr leyfð
Tveir Inng.
Fasteignanúmer
2058374
Húsgerð
Parhús
Byggingarefni
Steypt
Númer hæðar
1
Hæðar í húsi
2
Hæðar í íbúð
2
Númer íbúðar
1
Lóðarréttindi
Eignarlóð
Svalir
Upphitun
Hitaveita
Inngangur
Tveir inngangar
Byggingarstig
7 - Fullgerð bygging
Matsstig
7 - Fullgerð bygging

RE/MAX kynnir glæsilegt parhús við Álfhólsveg 135. Eignin er byggð árið 2003 á frábærum skjólsælum stað miðsvæðis í Kópavogi í rólegum botnlanga sem liggur fyrir neðan Álfhólsveg, með bílskúr og stúdíó íbúð með sérinngangi. Eignin hefur fengið gott viðhald og er garðurinn sérlega fallegur með timburpöllum, stóru grjóti og fjölærum plöntum auk þess er heitur og kaldur pottur. Tvennar svalir eru á eigninni aðrar út frá stofu sem snúa í norður með glæsilegu útsýni yfir borgina, Snæfellsjökul og Esjuna, hinar eru út frá eldhúsinu í suður. Fallegar tröppur eru niður af suðursvölunum niður í garðinn og á veröndina. Eignin er 4ra herbergja, með stúdíó íbúð með sérinngangi frá baklóð. Innangengt er í bílskúr frá forstofu. Fyrir framan húsið er hellulagt bílaplan með snjóbræðslu sem rúmar fjóra bíla. Við hlið hússins er stæði fyrir kerru/tjaldvagn. EIGNIN VERÐUR EKKI SÝND FYRIR OPNA HÚSIÐ NK. MÁNUDAG, 27. JÚNÍ Á MILLI KL. 17-18. VINSAMLEGAST BÓKIÐ Í OPIÐ HÚS Á NETFANGIÐ GUDRUN@REMAX.IS EÐA Í SÍM 820-0490.
Virkilega falleg og fjölskylduvæn eign sem hægt er að mæla með. Allar nánari upplýsingar um eignina veitir Guðrún Þórhalla Helgadóttir, löggiltur fasteignasali í síma 820-0490. 

Nánari lýsing eignar:
Jarðhæð:

Forstofa: Komið er inn í forstofu á jarðhæð. Fallegar dökkar náttúrusteinflísar eru á gólfi og góður fataskápur.
Herbergi I: Þegar komið er inn úr forstofunni er eitt rúmgott svefnherbergi á hæðinni með flísum á gólfi og fataskáp.
Þvottaherbergi: Er með góðri innréttingu og flísum á gólfi.
Auka íbúð: Á jarðhæð hússins er stúdíó íbúð með sérinngangi sem jafnframt er innangengt í. Góð útleigu eining. Gengið er meðfram húsinu til að komast að henni.
Íbúðin samanstendur af opnu rými með flísum á gólfi með gólfhita. Íbúðin rúmar setustofu, eldhús og svefnaðstöðu. Eldhúsinnrétting er hvít með efri og neðri skápum. Baðherbergi er með innréttingu, sturtuklefa, með flísum á gólfi (gólfhiti) og hluta af veggjum.
Bílskúr: Úr forstofu er innangengt í bílskúrinn sem er snyrtilegur, bjartur með góðri vinnulýsingu og flísar á gólfi. Inn af bílskúrnum er geymsla með opnanlegu fagi. Í bílskúrnum er heitt og kalt neysluvatn, hitaveita og sjálfvirkur bílskúrshurðaopnari.
Efrihæð:
Gengið er upp á efri hæðina um fallegan steyptan stiga með parketi á þrepum, hvítu handriði og stórum glugga sem hleypir góðri birtu inn í eignina og stigaopið.
Stofa: Þegar komið er upp á efri hæðina er gott stofurými á vinstri hönd með mikilli lofthæð. Fallegt parket er á gólfi. Gluggar eru stórir og bjartir, glæsilegt útsýni er til norðurs þar sem sólarlagið er einstakt. Útgengi er út á góðar svalir með flísum út frá stofunni.
Eldhús: Eldhúsið er vel skipulagt með borðkrók, góðu vinnurými og hirslum. Hvít rúmgóð innrétting er með viðar borðplötu að hluta. Borðkrókurinn er rúmgóður. Gengið er úr eldhúsinu út á suðursvalir, þaðan er gengið niður í mjög fallegan skjólsælan garð með timburverönd og heitum og köldum potti.
Baðherbergi: Baðherbergið er með fallegri viðar innréttingu með sandlitum flísum á gólfi  og á veggjum. Baðkar er með sturtu með glervegg, salernið er upphengt. 
Herbergi II: Hjónaherbergið er mjög rúmgott með fallegu útsýni og með parketi á gólfi og góðu skápaplássi.
Herbergi III: Er rúmgott með fallegu parketi á gólfi og fataskáp.
Frekari upplýsingar um eignina:
-       Gluggar málaðir að innan árið 2022
-       Allt tréverk var málað árið 2021
-       Stúdíó íbúð var gerð árið 2020
-       Bæði norður- og suðursvalir voru flísalagðar árið 2020
-       Húsið (steyptir fletir) var málað að utan árið 2019
Virkilega falleg fjölskylduvæn eign sem hægt er að mæla með á góðum stað í Kópavogi þar sem er stutt í leik- og grunnskóla. Allar frekari upplýsingar veitir Guðrún Þórhalla Helgadóttir, löggiltur fasteignasali í síma 820-0490.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna: 

1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0,8%(einstaklingar) 1.6% (lögaðilar) af heildarfasteignamati. 
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.500 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar - almennt 45-75 þús.kr. Nánari upplýsingar á heimasíðu lánastofnana. 
4. Umsýslugjald til fasteignasölu kr. 69.900 mvsk.
DagsetningFasteignamatKaupverðStærðFermetraverðNothæfur samningur
31/08/201866.250.000 kr.77.500.000 kr.188.1 m2412.014 kr.
Byggt á upplýsingum úr Þjóðskrá Íslands frá 2006-2022
Byggt 2003
25.3 m2
Fasteignanúmer
2058374
Byggingarefni
Steypt
Númer hæðar
01
Númer eignar
02
Byggingarstig
7 - Fullgerð bygging
Húsmat
0 kr.
Lóðarmat
0 kr.
Fasteignamat samtals
0 kr.
Brunabótamat
6.440.000 kr.
Matsstig
7 - Fullgerð bygging
Mynd af Guðrún Þórhalla Helgadóttir
Guðrún Þórhalla Helgadóttir
Löggiltur fasteignasali
GötuheitiPóstnr.m2Verð
200
208.9
127,2
Fasteignaleitin
Öflugur fasteignaleitarvefur með einföldu og notendavænu viðmóti sem býður upp á ítarlegar upplýsingar um fasteignir, þróun verðlags og fróðleik um fasteignamarkaðinn.
Hafðu samband
© Copyright 2022 - FasteignaleitinPowered by Stellate, the GraphQL Edge Cache