Heimili fasteignasala og Anna Laufey Sigurðardóttir lgf. kynna fallega tveggja herbergja 56,2 fermetra íbúð á jarðhæð í litla Skerjafirði. Íbúðarrýmið er 40,5 fm ásamt geymslu / tómstundaherbergi sem er sérstæður skúr á lóðinni 15,7 fm.
***ÁHUGASAMIR VINSAMLEGAST BÓKIÐ SKOÐUN HJÁ anna@heimili.is eða í síma 696-5055 ***
Eignin telur 56,2 fm samkvæmt þjóðskrá og skiptist þannig, íbúðarrými 40,5 fm. sem skiptist í forstofu, eldhús og stofu í sama rýminu, eitt svefnherbergi og lítið baðherbergi. Rúmgóður geymsluskúr/tómstundaherbergi er á lóðinni 15,7 fm. með rennandi vatni og frárennsli.
Húsið er bárujárnsklætt timburhús. Gengið er inn í íbúðina á jarðhæð, bak við hús. Komið er inn í opna og rúmgóða stofu / eldhús með miklu skápaplássi, eitt svefnherbergi er í íbúðinni með miklu skápaplássi, vel skipulagt baðherbergi með sturtuklefa, þvottavél og þurrkara. Á baðherberginu er nýr vaskur og blöndunartæki, ný sturta og góður skápur fyrir ofan vask. Gólfhiti er í allri íbúðinni.
Tómstundaherbergi (15.7m) er í viðbyggingu með gólfhita, rennandi vatni, og litlum ísskáp. Stór sameiginlegur garður tilheyrir húsinu, helmingur af garði (450fm) er í eigu efstu hæðar, en óheimilt er að byggja þar.
Eign á eftirsóttum stað í rólegu hverfi þar sem stutt er í leikskóla, Háskóla Íslands, World Class og Grósku. Stutt er að ganga út að sjó og strætó stoppar mjög nálægt íbúðinni. Að sögn eiganda var bárujárn utan á húsi ásamt þakjárni og gluggum endurnýjað fyrir rúmlega 20 árum. Ráðstafanir hafa verið gerðar fyrir endurnýjun á gluggum sumarið 2023, ásamt möguleika á hreinsun á þaki og þakrennum. Húsfélagssjóður verður notaður í það, ásamt láni sem húsfélagið tekur. Skólplagnir voru myndaðar í apríl 2021, til er upptaka af skoðuninni.
Það eru leigjendur í íbúðinni með samning út ágúst 2023 með möguleika á framlengingu.