Borgir fasteignasala kynnir eignina Elliðabraut 18, 110 Reykjavík, nánar tiltekið eign merkt 03-05, fastanúmer 250-7880 ásamt öllu því sem eigninni fylgir, þar með talið tilheyrandi lóðar og sameignarréttindi.
Eignin Elliðabraut 18 er skráð sem hér segir hjá FMR: Eign 250-7880, birt stærð 246.4 fm.
Nánari upplýsingar veitir Bjarklind Þór Löggiltur fasteignasali, í síma 690-5123, tölvupóstur bjarklind@borgir.is.Um er að ræða bjarta og fallega 4 herbergja íbúð á 3. hæð í lyftuhúsi að Elliðabraut 18. Húsið er byggt af Mótex árið 2020, fjöldi íbúða í húsinu eru 20. Mikið er lagt upp úr hljóðvist og loftgæði.
Íbúðin skiptist í anddyri, þrjú svefnherbergi, baðherbergi, þvottahús, eldhús, stofu/borðstofu og geymslu. Norðlingaholt er í nágrenni við Rauðhól, Rauðavatn, Heiðmörk og Elliðavatn en þar eru margar góðar gönguleiðir og stutt í náttúruna. Sameign er rúmgóð og björt. Nýlega opnaði Bónus verslun í göngufæri við eignina. Einnig er Norðlingaskóli og leikskólinn Rauðhóll í göngufæri. Íbúðinni fylgir stæði í lokaðri bílageymslu.
Nánari lýsing :
Anddyri: Vínilparket á gólfi, þrefaldur fataskápur.
Hjónaherbergi: Vínilparket á gólfi, sexfaldur fataskápur.
Barnaherbergi I: Vínilparket á gólfi, þrefaldur fataskápur.
Barnaherbergi II: Vínilparker á gólfi, þrefaldur fataskápur .
Baðherbergi: Baðinnrétting. Hreinlætistæki og handklæðaofn frá Byko. Salernið er upphengt og innbyggt. Gólfið er flísalagt og veggir upp í loft, flísarnar eru með marmaramunstri. Walk in sturta.
Þvottahús: Tengi fyrir þvottavél og þurrkara, vaskur, góð innrétting.
Eldhús: Vínylparket á gólfi , innrétting frá Axis, Grohe blöndunartæki frá Byko. Blástursofn með sjálfhreinsandi kerfi, Örbylgjuofn sem er líka bakarofn eru af gerðinni AEG frá Ormsson. Tengi fyrir uppþvottavél og pláss fyrir tvöfaldan ísskáp búið að tengja fyrir vatni. Eyja með gashelluborði og vínkæli. Yfir eyju er ljósakappi með leddljósi og innfeldri lýsingu.
Stofa/borðstofa: Vínilparket á gólfi, gólfsíðir gluggar sem snúa til suðurs, einnig tveir gluggar sem snúa til vesturs.
Svalir: Gengið út um rennihurð út á rúmgóðar 12 fm svalir með heitum potti með innbyggðum hljómfluttningstækjum og þráðlausu stjórnborði, svalalokun. Uppsettur krani fyrir kalt vatn.
Geymsla: Geymsla er í kjallara.
Bílageymsla: Búið að setja upp rafbílahleðslu, stæðið er sérstaklega rúmgott. Stæði B18. Innangengt er í bílageymsluna.
Vínilparket með fiskibeinamunstri frá Agli Árnasyni er á allri íbúðinni nema baðherbergi og þvottahúsi. Borðplötur í eldhúsi og sólbekkir eru kvartssteinn frá Granítsmiðjunni. Flísarnar á veggjum á baði og á milli eldhúsinnréttinga eru frá Flísabúðinni.
Hvítir skápar upp í loft frá Axis. Innfelld lýsing frá Rafkaup. Potturinn er frá J.Bergssyni.
Keyptir voru auka skápar í barnaherbergin og þvottahúsið.
Annað: Í kjallara eru einkageymslur fyrir hverja íbúð og sameiginleg hjóla- og vagnageymsla. Sérstakt loftræstikerfi er í íbúðinni. Kerfið hefur loftskipti með því að taka loft að utan og dæla því inn í vistarverurnar, herbergi og stofu og soga lofti út úr baði/þvottahúsi og eldhúsi. Kerfið er með varmaendurvinnslu og nýtir við bestu aðstæður 80% af varmanum. Kerfið er með loftsíum og er allt loft sem kemur inn síað. Ekki er þörf á að opna glugga í íbúðinni til loftunar. Öryggiskerfi (myndavélar) er í sameign og í bílakjallara. Úr bílakjallara er greiður aðgangur þar sem bæði er inn- og útkeyrsludyr. Djúpruslagámar eru í jaðri lóðar á tveimur stöðum með flokkun.
Eignin getur verið laus fljótlega.