Fasteignaleitin
Skráð 17. apríl 2023
Deila eign
Deila

Biskupsgata 19

RaðhúsHöfuðborgarsvæðið/Reykjavík/Grafarholt og Úlfarsárdalur-113
168.8 m2
5 Herb.
4 Svefnh.
1 Baðherb.
Verð
119.900.000 kr.
Fermetraverð
710.308 kr./m2
Fasteignamat
101.250.000 kr.
Brunabótamat
70.030.000 kr.
Byggt 2004
Þvottahús
Garður
Bílskúr
Sérinng.
Fasteignanúmer
2267590
Húsgerð
Raðhús
Byggingarefni
Steypt
Númer hæðar
1
Númer íbúðar
1
Vatnslagnir
Upprunalegt
Raflagnir
Upprunalegt
Frárennslislagnir
Upprunalegt
Gluggar / Gler
Upprunalegt
Þak
Upprunalegt
Lóðarréttindi
Leigulóð
Svalir
Nei
Upphitun
Hitaveita
Inngangur
Sérinngangur
Byggingarstig
7 - Fullgerð bygging
Matsstig
7 - Fullgerð bygging
EIGNIN ER SELD MEÐ FYRIRVARA

ALDA fasteignasala og Jón G. Sandholt
löggiltur fasteignasali kynna í einkasölu: Biskupsgata 19, 168,8 fm endaraðhús, þar af 28,6 fm bílskúr, með mikilli lofthæð á einni hæð með fallegum aflokuðum grónum garði með heitum potti, bílskúr og 14 fm garðskúr sem ekki er inni í fermetratölu. Eignin telur fjögur svefnherbergi, rúmgóða stofu, eldhús með eikarinnréttingu og stein á borðum, þvottahús, anddyri og baðherbergi. Eignin er afar vel staðsett í Grafarholtinu og er í 5 mínútna göngufæri frá Sæmundarskóla og Reynisvatni. Eins og áður kom fram er eignin í endaraðhúsalengju með fallegum garði sem var endurgerður fyrir fimm árum af Friðrik Bohic sem sérsmíðaði grindverk í kringum garðinn, 14 fm garðskúr og verönd. Í garðskúr er meðal annars hitastýring fyrir heitan pott(skel) og 22kWh hleðslustöð, stæði er fyrir framan garðskúr.

Nánari upplýsingar veitir Aníta Olsen, sími  615-1640 eða anita@aldafasteignasala.is og Jón G. Sandholt löggiltur fasteignasali, jon@aldafasteignasala.is.
 
Nánari lýsing:

Komið er inn í forstofu og þaðan innangengt í borðstofu og stofu sem tengja önnur rými í húsinu. Vönduð gluggatjöld (luxaflex) í flestum gluggum og allir sólbekkir úr steini, þeim sama og er í eldhúsi. Nýjar innihurðir eru til staðar sem og nýlegur bakaraofn. Gólfefni hússins er gegnhelt eikarparket sem pússað var allt upp fyrir nokkrum árum síðan, flísar eru votrýmum sem og forstofu.

Forstofa er með tveimur tvöföldum fataskápum og dökkum flísum á gólfi sem settar voru niður vor 2022.
Sjónvarpshol/borðstofa: Lín(fata)skápur lokar af borðstofu frá herbergjum og baðherbergi en holið er rúmgott með mikilli lofthæð. Þakgluggi fyrir framan anddyri.
Stofa/borðstofa er rúmgóð með mikilli lofthæð og gegnheilu eikarparketi. 
Eldhús er með eikarinnréttingum á tveimur veggjum, kerumíkhelluborði og viftu. Fallegur svartur steinn á borðum. Rými fyrir eldhúsborð. Opið inn í sjónvarpshol öðru megin og inn í stofu hinum megin, rennihurð til staðar. Útgengi út í garð með heitum potti.
Hjónaherbergi telur 20 fm þar af 5,6 fm fataherbergi innaf með mikilli lofthæð og innréttingum upp undir loft á tveimur veggjum. Steinn í gluggakistu.
Svefnherbergi I er 10,9 fm með tvöföldum fataskáp, gegnheilu eikarparketi og stein í gluggakistu.
Svefnherbergi II er 10 fm með tvöföldum fataskáp, gegnheilu eikarparketi og stein í gluggakistu.
Svefnherbergi III er u.þ.b 7 fm með gegnheilu eikarparketi og stein í gluggakistu.
Baðherbergi er flísalagt í hólf og gólf með lítilli innréttingu við vask og fjórföldum speglaskáp þar fyrir ofan, sturtu, upphengdu salerni og handklæðaofn.
Þvottahús er með flísum á gólfi, innréttingu svo tæki í réttri vinnuhæð. Skúffur undir tækjum, efri skápar og stálvaskur.
Bílskúr er 28,6 fm með geymslulofti og epoxi á gólfi.
Garður var allur tekinn í gegn fyrir 5 árum af Friðrik Bohic, sérsmíðaðar girðingar allan hringinn, garðskúr og dásamlegur heitur pottur. Vel hirtur garður með fjölbreyttar plöntur eins og rifsberjarunna, hindberjarunna, jarðaber, Sírenur og margt fleira.

Hér er um að ræða einstaklega fallegt og fjölskylduvænt endaraðhús á skemmtilegum stað í Grafarholtinu þar sem stutt er út í náttúruna en jafnframt greið leið út úr hverfinu og stutt í stoðbrautir. 

Nánari upplýsingar veitir Aníta Olsen, sími  615-1640 eða anita@aldafasteignasala.is og Jón G. Sandholt löggiltur fasteignasali, jon@aldafasteignasala.is.

----------------------------------------------------------------------- 
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:  
1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0.8% af heildarfasteignamati / 1.6% fyrir lögaðila  
    Fyrstu kaup - 0,4% af heildarfasteignamati 
2. Þinglýsingagjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, veðleyfi o.fl.- kr. 2.700 af hverju skjali. 
3. Lántökugjald lánastofnunar 
4. Umsýsluþóknun til fasteignasölu, sbr.kauptilboð. 
DagsetningFasteignamatKaupverðStærðFermetraverðNothæfur samningur
13/07/201547.100.000 kr.47.000.000 kr.168.8 m2278.436 kr.
Byggt á upplýsingum úr Þjóðskrá Íslands frá 2006-2023
Byggt 2004
28.6 m2
Fasteignanúmer
2267590
Byggingarefni
Steypt
Númer hæðar
01
Númer eignar
05
Byggingarstig
7 - Fullgerð bygging
Húsmat
0 kr.
Lóðarmat
0 kr.
Fasteignamat samtals
0 kr.
Brunabótamat
8.030.000 kr.
Matsstig
7 - Fullgerð bygging
Mynd af Jón Guðni Sandholt jr
Jón Guðni Sandholt jr
Löggiltur fasteignasali

Sambærilegar eignir

Skoða eignina Silfratjörn 13
3D Sýn
Bílskúr
Skoða eignina Silfratjörn 13
Silfratjörn 13
113 Reykjavík
173.3 m2
Raðhús
524
692 þ.kr./m2
119.900.000 kr.
Skoða eignina Urðarbrunnur 104
Bílskúr
Urðarbrunnur 104
113 Reykjavík
210.7 m2
Parhús
634
610 þ.kr./m2
128.500.000 kr.
Skoða eignina Jarpstjörn 16
Skoða eignina Jarpstjörn 16
Jarpstjörn 16
113 Reykjavík
174.8 m2
Raðhús
423
657 þ.kr./m2
114.900.000 kr.
Skoða eignina Jöfursbás 7A-502
Bílastæði
Jöfursbás 7A-502
112 Reykjavík
129.9 m2
Fjölbýlishús
423
977 þ.kr./m2
126.900.000 kr.
Fasteignaleitin
Öflugur fasteignaleitarvefur með einföldu og notendavænu viðmóti sem býður upp á ítarlegar upplýsingar um fasteignir, þróun verðlags og fróðleik um fasteignamarkaðinn.
Hafðu samband
© Copyright 2023 - FasteignaleitinPowered by Stellate, the GraphQL Edge Cache