RE/MAX fasteignasala og Bjarni Blöndal lgfs kynna virkilega fallega þriggja herbergja íbúð á annarri hæð ásamt stæði í bílageymslu við Álfkonuhvarf 33 á frábærum stað í Kópavogi. Rúmgóðar, sólríkar suðursvalir með fallegu útsýni. Þvottahús innan íbúðar. Samkvæmt FMR er íbúðarhlutinn 89,2fm ásamt 10,4fm geymslu, samtals 99,6fm.
Vönduð 3ja herbergja íbúð með frábæru útsýni og stæði í bílageymslu. Húsið er mikið endurnýjað bæði að utan og innan. Nánari lýsing:Anddyri flísalagt með forstofuskáp.
Eldhúsið er opið inn í stofuna, u-laga rúmgóð innrétting, innbyggð uppþvottavél, gluggi, parket á gólfi.
Stofan er rúmgóð með parket á gólfi, útgengt á stórar suð-vestur svalir.
Hjónaherbergið er rúmgott með stórum fataskáp, fjallasýn, parket á gólfi.
Barnaherbergið er í góðri stærð með parket á gólfi.
Baðherbergið er flísalagt í hólf og gólf, rúmgóð innrétting, upphengt klósett, handklæðaofn, baðkar með sturtuaðstöðu.
Þvottahús er við hliðina á baðherberginu, flísalagt gólf.
Geymslan er sérlega rúmgóð, hún er í kjallara hússins ásamt sameiginlegri hjóla- og vagnageymslu.
Bílastæði B14 fylgir í bílastæðahúsi í kjallaranum.
Vinsæl og góð staðsetning í nálægð við skóla (Vatnsendaskóla og Hörðuvallarskóla), Leikskólinn Sólhvörf er í götunni, heilsugæsla, matvöruverslanir, íþróttamannvirki, góð útivistarsvæði, apótek og bakarí. Eignin er í góðu ástandi. Nýlegar endurbætur. 2021-2022: Múrviðgerðir og málun, svalir flotaðar, skipt um alla glugga sem þurfti, farið yfir þak, sameign teppa- og flísalögð og máluð, verið er að skipta um lyftu.
Allar upplýsingar um eignina veitir Bjarni Blöndal löggiltur fasteignasali í síma 662 6163 eða bjarni@remax.is. Um skoðunarskyldu: Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Lind fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlufall af fasteignamati. 1.Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup) og 1,6% fyrir lögaðila. 2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.700,- fyrir hvert skjal. 3. Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda. 4. Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá 69.900kr.