Fasteignaleitin
Skráð 26. júlí 2024
Deila eign
Deila

Karlsrauðatorg 7

Atvinnuhúsn.Norðurland/Dalvík-620
280.1 m2
1 Herb.
Verð
49.900.000 kr.
Fermetraverð
178.151 kr./m2
Fasteignamat
32.090.000 kr.
Brunabótamat
106.230.000 kr.
SS
Sigurður Sveinn Sigurðsson
Löggiltur fasteignasali
Byggt 1930
Garður
Útsýni
Sérinng.
Fasteignanúmer
2155019
Húsgerð
Atvinnuhúsn.
Byggingarefni
Steypt
Númer hæðar
1
Hæðir í íbúð
3
Númer íbúðar
1
Vatnslagnir
Gamlar
Raflagnir
Gamalt
Frárennslislagnir
Gamlar
Gluggar / Gler
Gamlir - búið er að endurnýja nokkur gler
Þak
Gamalt
Lóðarréttindi
Leigulóð
Lóð
100
Upphitun
Hitaveita - engir ofnar eru í risinu
Inngangur
Sérinngangur
Matsstig
7 - Fullgerð bygging
Gallar
Sjá skýrslu frá Eflu verkfræðistofu dagsett 15.12.2022  Engar endurbætur hafa verið unnar á eigninni síðan skýrslan var unnin.
Karlsrauðatorg 7 Dalvík - Virðulegt 280 m² steinsteypt hús, tvær hæðir og ris, hús sem nýst hefur sem byggðasafn síðustu ár. 

Húsið hefur gengið undir nafninu Hvoll, og er með skráð byggingarár 1930 og 1934.
Gólf á 1. hæð er steypt en gólf á 2. hæð og í risi eru timburgólf.  


Húsið skiptist með eftirtöldum hætti, 
Jarðhæð: Forstofa/afgreiðsla, hol, snyrting, tvö eldhús, tvö sýningar herbergi og geymslur.
Miðhæð: Gangur þrjú herbergi og eitt stórt opið rými.
Ris: Fjögur rými sem opið er á milli. Ekki er full lofthæð í risinu.

Gengið er inn í flísalagða forstofu með hvítum innréttingum og þaðan er gengið inn á hol með dúk á gólfi og timbur stiga upp á efri hæð. Tvö eldri eldhús eru á hæðinni með kork og parketi á gólfi. Inn af öðri eldhúsinu er búr með dúk á gólfi og hvítri innréttingu. Sýningarrými á hæðinni eru með dúk á gólfum. Hvítar plötur eru fyrir nokkrum gluggum. 
Geymsla er sambyggð á vesturhlið hússins og er hún án gólfefna. 
Dúkur er á öllum gólfum miðhæðar og gluggar til þriggja átta. Hvítar plötur eru fyrir nokkrum gluggum. Á ganginum er timburstigi upp í risið sem skiptist í fjögur rými, öll með timburfjölum á gólfum og máluðum panil í loftum. Ekki er full lofthæð í risinu og engir ofnar. 

Skv. ástandsskýrslu dagsett 15.12.2022 þarfnast eignin mikilla endurbóta bæði að innan sem utan. Áhugasömum er bent á að skoða eignina sem og ástandsskýrslu vel.

Eignin er laus til afhendingar við kaupsamning.

Eignin er í einkasölu 

Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Fasteignasalan Hvammur skorar því á væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun ef með þarf.

Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
Engin gögn fundust fyrir þessa eign
Byggt 1934
30.1 m2
Fasteignanúmer
2155019
Byggingarefni
Steypt
Númer hæðar
01
Númer eignar
01
Húsmat
1.950.000 kr.
Lóðarmat
0 kr.
Fasteignamat samtals
1.950.000 kr.
Brunabótamat
8.630.000 kr.
Matsstig
7 - Fullgerð bygging
Fasteignaleitin
Öflugur fasteignaleitarvefur með einföldu og notendavænu viðmóti sem býður upp á ítarlegar upplýsingar um fasteignir, þróun verðlags og fróðleik um fasteignamarkaðinn.
Hafðu samband
© Copyright 2024 - Fasteignaleitin