VALBORG fasteignasala og ráðgjöf kynnir í einkasölu efri hæð hússins REYKJABRAUT 2, 815 Þorlákshöfn.
Hús þetta hýsti áður Sjö herbergja útleigueining ásamt hlutdeildar í sameign i kjallara.
Íbúðin er skráð fimm herbergja en hefur verið breytt svo í henni eru í dag sjö útleiguherbergi, eldhús og baðherbergi.
Eignin er samtals 158,1 m2 að stærð samkvæmt skráningu Þjóðskrár Íslands.
Lóðin er skráð 2.337,6 m2 og hægt væri að skipta niður henni niður í þrjár lóðir og byggja tvö fjölbýli til viðbótar þar.
Möguleiki á góðum leigutekjum.
Sjá staðsetningu hér:
Nánari upplýsingar veita:
Gunnar Biering Agnarsson, löggiltur fasteignasali, í síma 823-3300, tölvupóstur gunnar@valborgfs.is.
Elínborg María Ólafsdóttir, löggiltur fasteignasali, í síma 861-6866, tölvupóstur elinborg@valborgfs.is.
Nánari lýsing:
Anddyri er á jarðhæð hússins.
Geymsla er þar undir stiga sem liggur upp á efri hæð hússins.
Svefnherbergi eru sjö talsins á efri hæðinni en geymsla á teikningu er nýtt sem eitt þeirra og svo hefur stofu verið skipt niður í tvö herbergi.
Eldhús með eldri innréttingu, eldavél, vifta, pláss fyrir ísskáp.
Baðherbergi með wc, handlaug og sturtuaðstöðu.
Svalir til suðurs.
Rætt hefur verið um að skipta lóðinni í þrjár lóðir og opnast þá möguleiki á að byggja tvö fjölbýli til viðbótar, sjá samþykkta tillögu að skipulagi hér.
Brunabótamat eignar í des 2025 er kr. 54.700.000
Fasteignamat ársins 2026 verður kr. 51.750.000Aðrar eignir sem við seljum má skjá
hér.
Forsendur söluyfirlits:Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Valborg ehf. fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:1. Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup) og 1,6% fyrir lögaðila.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.700,- fyrir hvert skjal.
3. Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
4. Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá.
5. Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamáti, þegar það er lagt á.