Guðmundur Þór Júlíusson og Ástþór Reynir löggiltur fasteignasali hjá RE/MAX fasteignasölu kynna í einkasölu: Mikið endurnýjað A-sumarhús með verönd og heitum potti við Húsasund 1, lóðin er í læstu hverfi með símahliði í Hraunborgum, Grímsnes- og Grafningshreppi.
Húsið stendur við Húsasund 1 sem er gata með A-sumarhúsum, fallegt og rólegt hverfi, lítil umferð og lokað svæði. Húsið stendur á steyptri plötu með hitaveitu og lokuðu ofnakerfi. Lóðin er í læstu hverfi með símahliði. Eignin er skráð 40,9 fm (gólfflötur er töluvert stærri þar sem hluti þess er undir súð). Heimilt er að setja lítið hús á lóðina, fordæmi eru fyrir slíku á svæðinu.
Nánari lýsing: Forstofa er flísalögð og með fatahengi. Baðherbergi með sturtu og upphengdu klósetti, innrétting með góðu skápaplássi og handlaug. Fibo baðplötur á veggjum og flísar á gólfi. Eldhús er opið við borðstofu og stofu og er það allt í sama rými. Ný eldhúsinnrétting var nýlega sett upp ásamt nýjum tækjum og vaski. Uppþvottavél og ísskápur með frysti fylgir með. Stofan er rúmgóð og er með útgengi á suður lokaða verönd með heitum potti. Svefnherbergi er lokanlegt með lítilli rennihurð og glugga sem gefur gott útsýni og birtu inn. Svefnaðstaða er á efri hæð húsins en þar er opið rými/svefnloft með tvö einstaklingsrúm ásamt útgengi á svalir. Geymsla: Gengið er inn í litla geymslu að utanverðu, þar er hitastýring fyrir pottinn og aðgengi að vatnsinntöku.
Húsið er allt panelklætt að innan og einangrað. Nýlega er búið að mála alrýmið í hlýlegum lit. Bústaðurinn stendur á steyptum sökklum og gólfplötu
Eigninni hefur verið vel viðhaldið síðustu ár: Bústaðurinn var mikið endurnýjaður um 2016. Meðal annars var skipt um glugga á báðum göflum neðri hæðar í bústaðnum, útidyrahurð endurnýjuð. Herbergi á efri hæð var aðeins stækkað (kemur ekki fram í fermetrafjölda).Gólf efri hæðar var einnig styrkt. Skipt var um klósett, innréttingu og handlaug 2023 Bústaðurinn var málaður að utan ásamt palli og grindverki 2022, Þakið var málað 2019. Bústaðurinn var málaður að innan, skipt um gólfefni (parketlagt), stigi teppalagður, ný eldhúsinnrétting og tæki 2021.
Lóðarleigusamningur er frá 1 desember 2011 til 31 des 2036. Lóðarleiga er greidd á hverju ári.
Stutt er í alla grunnþjónustu, aksturs fjarlægð frá Reykjavík er c.a 45 mín, um 7 mín akstur frá Minniborgum og 15 mín akstur frá Selfossi. Hraunborgir er vinsælt sumarhúsasvæði, þar sem er veitingastaður, sundlaug, leikvöllur, tjaldsvæði og lítill golfvöllur. Örstutt er einnig í golf á Kiðjabergsvöll og í Öndverðanes. Félag sumarhúsaeigenda hefur staðið straum af snjómokstri, þannig að svæðið er rutt þegar það þarf á veturna.
Um er að ræða flott og gott A-hús á góðum og hljóðlátum stað með alla þjónustu í nálægð.
Allar nánari upplýsingar um eignina veitir: Guðmundur Þór Júlíusson aðstoðarmaður fasteignasala, í námi til löggildingar gj@remax.is eða í síma 858-7410 Ástþór Reynir löggiltur fasteignasali í síma 899-6753 eða arg@remax.is
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna: 1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0,8%(einstaklingar) 1.6% (lögaðilar) af heildarfasteignamati. 2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.700 af hverju skjali. 3. Lántökugjald lánastofnunar - almennt 45-75 þús.kr. Nánari upplýsingar á heimasíðu lánastofnana. 4. Umsýslugjald til fasteignasölu kr. 69.900 mvsk.
Byggt 1974
40.9 m2
1 Herb.
1 Svefnh.
1 Baðherb.
Garður
Sérinng.
Fasteignanúmer
2207546
Húsgerð
Sumarhús
Byggingarefni
Timbur
Númer hæðar
1
Hæðar í húsi
2
Hæðar í íbúð
2
Númer íbúðar
1
Vatnslagnir
Endurnýjað að hluta.
Raflagnir
Endurnýjað að hluta.
Frárennslislagnir
Upprunalegar
Gluggar / Gler
Gluggar í lagi, fengið gott viðhald
Þak
Endurnýjað að hluta.
Svalir
Já
Upphitun
Hitaveita
Inngangur
Sérinngangur
Byggingarstig
7 - Fullgerð bygging
Matsstig
7 - Fullgerð bygging
Guðmundur Þór Júlíusson og Ástþór Reynir löggiltur fasteignasali hjá RE/MAX fasteignasölu kynna í einkasölu: Mikið endurnýjað A-sumarhús með verönd og heitum potti við Húsasund 1, lóðin er í læstu hverfi með símahliði í Hraunborgum, Grímsnes- og Grafningshreppi.
Húsið stendur við Húsasund 1 sem er gata með A-sumarhúsum, fallegt og rólegt hverfi, lítil umferð og lokað svæði. Húsið stendur á steyptri plötu með hitaveitu og lokuðu ofnakerfi. Lóðin er í læstu hverfi með símahliði. Eignin er skráð 40,9 fm (gólfflötur er töluvert stærri þar sem hluti þess er undir súð). Heimilt er að setja lítið hús á lóðina, fordæmi eru fyrir slíku á svæðinu.
Nánari lýsing: Forstofa er flísalögð og með fatahengi. Baðherbergi með sturtu og upphengdu klósetti, innrétting með góðu skápaplássi og handlaug. Fibo baðplötur á veggjum og flísar á gólfi. Eldhús er opið við borðstofu og stofu og er það allt í sama rými. Ný eldhúsinnrétting var nýlega sett upp ásamt nýjum tækjum og vaski. Uppþvottavél og ísskápur með frysti fylgir með. Stofan er rúmgóð og er með útgengi á suður lokaða verönd með heitum potti. Svefnherbergi er lokanlegt með lítilli rennihurð og glugga sem gefur gott útsýni og birtu inn. Svefnaðstaða er á efri hæð húsins en þar er opið rými/svefnloft með tvö einstaklingsrúm ásamt útgengi á svalir. Geymsla: Gengið er inn í litla geymslu að utanverðu, þar er hitastýring fyrir pottinn og aðgengi að vatnsinntöku.
Húsið er allt panelklætt að innan og einangrað. Nýlega er búið að mála alrýmið í hlýlegum lit. Bústaðurinn stendur á steyptum sökklum og gólfplötu
Eigninni hefur verið vel viðhaldið síðustu ár: Bústaðurinn var mikið endurnýjaður um 2016. Meðal annars var skipt um glugga á báðum göflum neðri hæðar í bústaðnum, útidyrahurð endurnýjuð. Herbergi á efri hæð var aðeins stækkað (kemur ekki fram í fermetrafjölda).Gólf efri hæðar var einnig styrkt. Skipt var um klósett, innréttingu og handlaug 2023 Bústaðurinn var málaður að utan ásamt palli og grindverki 2022, Þakið var málað 2019. Bústaðurinn var málaður að innan, skipt um gólfefni (parketlagt), stigi teppalagður, ný eldhúsinnrétting og tæki 2021.
Lóðarleigusamningur er frá 1 desember 2011 til 31 des 2036. Lóðarleiga er greidd á hverju ári.
Stutt er í alla grunnþjónustu, aksturs fjarlægð frá Reykjavík er c.a 45 mín, um 7 mín akstur frá Minniborgum og 15 mín akstur frá Selfossi. Hraunborgir er vinsælt sumarhúsasvæði, þar sem er veitingastaður, sundlaug, leikvöllur, tjaldsvæði og lítill golfvöllur. Örstutt er einnig í golf á Kiðjabergsvöll og í Öndverðanes. Félag sumarhúsaeigenda hefur staðið straum af snjómokstri, þannig að svæðið er rutt þegar það þarf á veturna.
Um er að ræða flott og gott A-hús á góðum og hljóðlátum stað með alla þjónustu í nálægð.
Allar nánari upplýsingar um eignina veitir: Guðmundur Þór Júlíusson aðstoðarmaður fasteignasala, í námi til löggildingar gj@remax.is eða í síma 858-7410 Ástþór Reynir löggiltur fasteignasali í síma 899-6753 eða arg@remax.is
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna: 1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0,8%(einstaklingar) 1.6% (lögaðilar) af heildarfasteignamati. 2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.700 af hverju skjali. 3. Lántökugjald lánastofnunar - almennt 45-75 þús.kr. Nánari upplýsingar á heimasíðu lánastofnana. 4. Umsýslugjald til fasteignasölu kr. 69.900 mvsk.
Dagsetning
Fasteignamat
Kaupverð
Stærð
Fermetraverð
Nothæfur samningur
02/10/2019
12.750.000 kr.
12.700.000 kr.
40.9 m2
310.513 kr.
Já
Byggt á upplýsingum úr Þjóðskrá Íslands frá 2006-2023
Öflugur fasteignaleitarvefur með einföldu og notendavænu viðmóti sem býður upp á ítarlegar upplýsingar um fasteignir, þróun verðlags og fróðleik um fasteignamarkaðinn.