*** EIGNIN ER SELD MEÐ FYRIRVARA ***
Hólmar Björn Sigþórsson löggiltur fasteignasali og Helgafell fasteignasala kynna fallegt 4ra herbergja einbýlishús með sérstæðan bílskúr. Samkvæmt fasteignaskrá er eignin 191.3 fm., þar af er íbúðahluti 139.7 fm. og bílskúr 51.6 fm. Glæsileg eign sem búið er að endurnýja mikið að utan. Möguleiki er á að breyta bílskúr í litla íbúð. Einstaklega fallegur og skjólsæll garður með heitum potti og góð staðsetning miðsvæðis í Þorlákshöfn.
LAUS VIÐ KAUPSAMNING
Skipulag eignar:Forstofa, stofu/borðstofa, eldhús, 3 svefnherbergi, baðherbergi, þvottahús, gangur, geymsla / hitarými og bílskúr.
SMELLIÐ HÉR TIL AÐ FÁ SENT SÖLUYFIRLIT STRAXNánari lýsing:Forstofa: Flísalögð með fatahengi.
Stofan / borðstofa: Stór og björt stofa, parket á gólfi.
Eldhús: Endurnýjað 2007. Rúmgott, með fallegri hvítri JKD design innréttingu úr hnotu, eyja með marmara borðplötu, innbyggð nýleg uppþvottavél sem fylgir með, nýlegur bakaraofn, nýlegt spanhelluborð, háfur, ísskápur sem fylgir með, borðkrókur, flísar á gólfi, gólfhiti, 2 hangandi ljós ofan við vask geta fylgt með.
Hjónaherbergi: Rúmgott, innbyggðir skápar málaðir í vegglit, parket á gólfi.
Svefnherbergi 2: Inn af forstofu er gott svefnherbergi, parket á gólfi.
Svefnherbergi 3: Gott svefnherbergi, innfelldur fataskápur, parket á gólfi.
Baðherbergi: Með hvítri innréttingu, baðker, flísalagt í hólf og gólf.
Gangur: Parket á gólfi.
Þvottahús: Inn af eldhúsi, góð innrétting og skápar, tengi fyrir þvottavél og þurrkara, sturta, vaskur, útgengi út á vestur sólpall (heitur pottur).
Geymsla / hitarými: Inn af þvottahúsi er góð geymsla, hillur, inn af geymslu er hitarými, flísar á gólfi í geymslu.
Bílskúrinn: Sérstæður 51.6 fm. bílskúr, byggður 2010, ófrágenginn og skráður á byggingarstigi 4, heitt og kalt vatn, lítil rafmagnstafla og tenglar, gólfhiti og lagnagrind fyrir gólfhita, loft einangrað og klætt með gifsplötum.
Möguleiki er á að breyta bílskúrnum í litla íbúð. Lóð: Ákaflega fallegur, skjólsæll og gróinn garður. Framan við húsið er innkeyrsla með möl og búið er að leggja lagnir til að draga í fyrir ljósum í innkeyrslu, steypt stétt að húsi, við anddyri er flísalögð verönd, á vesturhlið eru tveir sólpallar þ.e. ca. 36 fm. sólpallur á hlið hússins en samkvæmt teikningum er leyfi fyrir að byggja þar sólskála og svo er ca. 18 fm. sólpallur með heitum potti.
Húsið hefur verið endurnýjað mikið að utan og að hluta að innan undanfarin ár m.a.:* 2005 var þakið einangrað, skipt um járn, þakpappa og þakrennur.
* 2017 var húsið einangrað og klætt að utan með lituðu áli. Húsið var einangrað fyrir að innan og er því vel einangrað og heldur vel hita.
* 2005 voru gluggar / gler á suður og vesturhlið endurnýjaðir og 2017 voru gluggar / gler á austur og norðurhlið endurnýjaðir.
* 2005 var forstofuhurð endurnýjuð.
* 2007 var eldhús endurnýjað, ný eldhúsinnrétting og tæki, gólfefni endurnýjuð og settur gólfhiti, vatnslagnir endurnýjaðar.
Nánari upplýsingar og bókun á skoðun veitir:Hólmar Björn Sigþórsson, löggiltur fasteignasali og félagsmaður í Félagi fasteignasala í síma 893 3276 eða holmar@helgafellfasteignasala.is.
Ertu í fasteignahugleiðingum - Þarftu að selja eignina þína? Ég veiti afburða þjónustu og eftirfylgni, sanngjörn söluþóknun, sláið á þráðinn í síma 893 3276.
Þorlákshöfn:Þorlákshöfn er frábær staður til að búa sér notalegt heimili og ala upp börn. Vinalegur og barnvænn bær í nálægð við aðra þéttbýliskjarna. Í dag er öll þjónusta við barnafólk og fjölskyldur í Þorlákshöfn til fyrirmyndar. Stuttar vegalengdir einfalda allar samgöngur og börnin geta gengið örugg í skóla og tómstundastarf. Skólarnir eru eitt af trompum bæjarins þar sem stutt er vel við bakið á þeim sem þess þurfa. Rúmgóður og vel búinn grunnskóli með persónulegum samskiptum á milli heimilis og skóla. Leikskólinn Bergheimar er fimm deilda leikskóli fyrir tveggja til sex ára börn. Öll íþróttaaðstaða í Þorlákshöfn er mjög góð og ákaflega vel nýtt af bæjarbúum. Margir nýir íbúar hafa nefnt að í stað þess að festa kaup á íbúð á höfuðborgarsvæðinu hafi verið hægt að fá íbúðarhús í Þorlákshöfn og búa fjölskyldunni stærra og rúmbetra heimili í barnvænu umhverfi.