Miklaborg kynnir: Falleg og vel skipulögð fjögurra herbergja útsýnisíbúð á fjórðu hæð við Sólvallagötu 84, 101 Reykjavík, með sérbílastæði í bílageymslu. Eignin er afar vel staðsett í lyftufjölbýli í gamla Vesturbænum. Íbúðin samanstendur af tveimur svefnherbergjum, eldhúsi og rúmgóðri stofu með borðstofu og útgengi á svalir með fallegri sjávarsýn, auk baðherbergis og þvottaherbergis innan íbúðar. Upphaflegar teikningar gerðu ráð fyrir þremur svefnherbergjum, en alrými hefur verið stækkað með því að fækka þeim um eitt. Sér geymsla í kjallara fylgir eigninni. Lagnir fyrir rafhleðslustöð í bílageymslu eru þegar komnar.
Allar nánari upplýsingar veitir Kjartan Ísak Guðmundsson löggiltur fasteignasali, í síma 663-4392 eða kjartan@miklaborg.is
Nánari lýsing:
Anddyri: gengið inn í opin forstofa með parket á gólfi, fataskáp.
Svefnherbergi #1: bjart með parket á gólfi og fataskáp. Útgengt á rúmgóðar suðursvalir.
Svefnherbergi #2: bjart með parket á gólfi og fataskáp.
Eldhús: er hálf opið við stofu með góðri innréttingu, innbyggðri uppþvottavél, parket á gólfi. Góður borðkrókur inn af eldhúsi.
Stofa: er samliggjandi borðstofu í einu rými með parket á gólfi og aðgengi út góðar útsýnissvalir sem snúa til suðvesturs.
Baðherbergi: er flísalagt í hólf og gólf með rúmgóðri innréttingu, baðkari, sturtu og upphengdu salerni.
Þvottahús: innan íbúðar með flísum á gólfi, innréttingu með skolvaski.
Geymsla: staðsett á sameignar gangi í kjallara.
Bílastæði: eigninni fylgir sérmerkt stæði í bílageymslu. Búið að leggja fyrir og gera ráð fyrir rafhleðslustöð við hvert stæði.
Sameign: er öll hin snyrtilegasta og nýlegt mynddyrasímakerfi í anddyri hússins.
Allar nánari upplýsingar veitir Kjartan Ísak Guðmundsson löggiltur fasteignasali, í síma 663-4392 eða kjartan@miklaborg.is
| Götuheiti | Pnr. | Póstnr. | m2 | Verð |
|---|---|---|---|---|
101 | 99.6 | 104,9 | ||
101 | 94.5 | 109,9 | ||
101 | 145.9 | 104,9 | ||
101 | 106.2 | 94,9 | ||
101 | 93.9 | 102,9 |