Fasteignaleitin
Skráð 7. ágúst 2025
Deila eign
Deila

Álfhólsvegur 110

HæðHöfuðborgarsvæðið/Kópavogur-200
87.4 m2
3 Herb.
2 Svefnh.
1 Baðherb.
Verð
74.900.000 kr.
Fermetraverð
856.979 kr./m2
Fasteignamat
66.850.000 kr.
Brunabótamat
43.700.000 kr.
Mynd af Unnur Ýr Jónsdóttir
Unnur Ýr Jónsdóttir
Löggiltur fasteigna- og skipasali
Byggt 1986
Garður
Gæludýr leyfð
Sérinng.
Fasteignanúmer
2058308
Húsgerð
Hæð
Byggingarefni
Steypt
Númer hæðar
1
Hæðir í húsi
2
Hæðir í íbúð
1
Númer íbúðar
1
Vatnslagnir
sagðar í lagi
Raflagnir
sagðar í lagi
Frárennslislagnir
sagðar í lagi
Gluggar / Gler
tvöfalt gler
Þak
ekki vitað
Lóðarréttindi
Leigulóð
Svalir
sér verönd
Lóð
40.07
Upphitun
hitaveita
Inngangur
Sérinngangur
Matsstig
7 - Fullgerð bygging
Gallar
Gluggi/gluggar á baðherbergi þarfnast lagfæringar. Gler í nokkrum öðrum gluggum orðin léleg. 

Garðatorg eignamiðlun ehf kynnir til sölu eignina við Álfhólsveg 110, 200 Kópavogur, nánar tiltekið eign merkt 01-01, fastanúmer 205-8308 ásamt öllu því sem eigninni fylgir, þar með talið tilheyrandi lóðar og sameignarréttindi. Eignin er skráð sem hér segir hjá FMR: birt stærð 87.4 fm.

Hér er um að ræða fallega, vel skipulagða og vel staðsetta 3 herbergja íbúð með suðurpalli á góðum stað miðsvæðis á höfuðborgarsvæðinu, nálægt Fossvogsdal og Kópavogsdal, þar sem stutt er í alla helstu þjónustu, verslanir, útivistarsvæði, skóla, leikskóla og íþróttastarf. Íbúðin er á neðri hæð í tvíbýlishúsi sem var teiknað af Kjartani Sveinssyni.

Sérinngangur er í íbúðina og því er hægt að vera með gæludýr.

**Möguleiki á að fá íbúða afhenta fljótlega eftir kaupsamning**

Bókið skoðun: Unnur s: 866-0507 eða unnur@gardatorg.is


Nánari lýsing:
Komið er inn í snyrtilega forstofu með flísum á gólfi. Þaðan er gengið inn í hol og parketlagðan gang. Í holi er rúmgóður fataskápur
Eldhús er parketlagt með nýlegri eldhúsinnréttingu. Spanhelluborð, bakaraofn í vinnuhæð og fallegur borðkrókur með sérsmíðuðum bekk.
Stofa er rúmgóð og björt með stórum gluggum og útgengi á afgirta verönd til suðurs.
Hjónaherbergi er rúmgott og bjart með gluggum í þrjár áttir og nýlegum fataskáp. Parket á gólfi og þar er hægt að ganga út á verönd.
Barnaherbergi er bjart með fallegum gluggum til austurs og parketi á gólfi.
Baðherbergi er með flísum á gólfi, nýlegri innréttingu undir vaski, speglaskáp og baðkari með sturtugleri.
Þvottahús er flísalagt með nýlegri innréttingu og góðu skápaplássi. Þar hefur verið stúkað af lítið vinnuhorn fyrir tölvu.
Sérafnotareitur með verönd og góður sameiginlegur garður.
Samkvæmt samkomulagi milli húseigenda á þessi íbúð eitt stæði fyrir framan húsið og annað til hliðar við húsið.

Nýtt parket var lagt á íbúðina árið 2021, sett upp ný eldhúsinnrétting og fataskápur í hjónaherbergi.
Þvottahús flísalagt og innrétting sett upp árið 2024.
Gluggakarmar lakkaðir að utan og málaðir að innan árið 2025 og borið á pall.

Fyrirhugað fasteignamat ársins 2026 er kr. 74.550.000.-

ATH: Innra skipulag í dag er ekki í samræmi við útgefnar teikningar. Búið er að opna inn í þvottahús af gangi og loka þar inn úr eldhúsi .

Allar nánari upplýsingar veita:
Steinar S. Jónsson, lögg. fasteignasali s: 898-5254 eða steinar@gardatorg.is
Unnur Ýr Jónsdóttir, lögg. fasteignasali s: 866-0507 eða  unnur@gardatorg.is


Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni.

Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak. Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Vill því Garðatorg eignamiðlun skora á væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun ef með þarf.
 
DagsetningFasteignamatKaupverðStærðFermetraverðNothæfur samningur
12/04/202358.850.000 kr.64.200.000 kr.87.4 m2734.553 kr.
12/10/202141.700.000 kr.54.500.000 kr.87.4 m2623.569 kr.
Byggt á upplýsingum úr Þjóðskrá Íslands frá 2006-2025

Sambærilegar eignir

Skoða eignina Hafnarbraut 12A
Bílastæði
Opið hús:07. des. kl 14:30-15:00
Skoða eignina Hafnarbraut 12A
Hafnarbraut 12A
200 Kópavogur
78.9 m2
Fjölbýlishús
312
937 þ.kr./m2
73.900.000 kr.
Skoða eignina Þverbrekka 4
DJI_0973.JPG
Skoða eignina Þverbrekka 4
Þverbrekka 4
200 Kópavogur
104.2 m2
Fjölbýlishús
513
749 þ.kr./m2
78.000.000 kr.
Skoða eignina Þverbrekka 4
DJI_0973.JPG
Skoða eignina Þverbrekka 4
Þverbrekka 4
200 Kópavogur
104.2 m2
Fjölbýlishús
513
749 þ.kr./m2
78.000.000 kr.
Skoða eignina Furugrund 46
Skoða eignina Furugrund 46
Furugrund 46
200 Kópavogur
85.1 m2
Fjölbýlishús
413
875 þ.kr./m2
74.500.000 kr.
Fasteignaleitin
Öflugur fasteignaleitarvefur með einföldu og notendavænu viðmóti sem býður upp á ítarlegar upplýsingar um fasteignir, þróun verðlags og fróðleik um fasteignamarkaðinn.
Hafðu samband
© Copyright 2025 - Fasteignaleitin