Skráð 24. nóv. 2021
Deila eign
Deila

Hafnarás 12

Jörð/LóðVesturland/Akranes-301
6650 m2
Verð
3.500.000 kr.
Fermetraverð
526 kr./m2
Brunabótamat
0 kr.
Útsýni
Húsgerð
Jörð/Lóð
Númer hæðar
0
Lóð
100

 

 

 

 

 

HÁKOT fasteignasala sími: 431-4045 / 899-4045 auglýsir 

* HAFNARÁS 12 * Eignarlóð í frístundabyggð (6.650 fm) í landi Hafnarsels, Hvalfjarðarsveit

 

Stutt lýsing á svæðinu.

Jörðin Hafnarsel er um 100 ha að stærð og liggur ofan þjóðvegar nr.1 norðan Hafnarár. Frá jörðinni er um 10 km til Borgarness og um 25 km til Akraness. Lóðir undir frístundahús eru níu og er eitt lögbýli í byggðinni. Landið sem lóðirnar eru í hallar á móti suð-vestri og er að stærstum hluta vaxið birkikjarri, en að hluta liggur það á melum. Á jörðinni Hafnarseli er stunduð skógrækt.

Lóðir til sölu

Þær lóðir sem til sölu eru eftirfarandi;

Hafnarás nr. 1 – Stærð 6.573 m2 – Landnúmer 199808

Hafnarás nr. 2 – Stærð 7.586 m2 – Landnúmer 199809 - SELD

Hafnarás nr. 6 – Stærð 5.660 m2 – Landnúmer 199814 

Hafnarás nr. 10 – Stærð 6.650 m2 – Landnúmer 199817

Hafnarás nr. 12 – Stærð 6.650 m2 – Landnúmer 199818

 

Á svæðinu er rafmagn og kalt vatn. Hver lóðarhafi sér um tengingar á vatnslögn úr götu inn á sína lóð. Stofngjald rafmagns greiðir hver lóðarhafi. Árgjald fyrir notkun á köldu vatni greiðir hver eigandi frístundahúss til landeiganda. Öllum lóðarhöfum er skilt að vera í félagi lóðareigenda í Hafnarseli.

 

Nokkur atriði úr skilmálum yfir frístundabyggðina.

  • Frístundahús skulu byggð úr steinsteypu og/eða úr timbri. Ekki er gerð krafa um þakform húsa. Litaval skal vera þannig að hús verði ekki áberandi í landslagi. Óheimilt er að hafa vegg- og þakfleti í ljósum litum s.s. hvíta, gula, bláa eða rauða.
  • Stærð frístundahúsa, geymsla eða gestahúsa hvort sem þau eru sambyggð eða sérstæð mega vera samanlagt allt að 3% af stærð lóða.
  • Sérhver lóðarhafi skal setja rotþró og siturlögn innan byggingarreits lóðar sinnar. Stærð og frágangur rotþróar og siturlagnar skal uppfylla ákvæði og skilyrði byggingarreglugerðar.


NÁNARI UPPLÝSINGAR: Daníel 899-4045 / 431-4045 - www.hakot.is
Allar upplýsingar í söluyfirlitinu eru fengnar hjá seljendum og úr opinberum gögnum.

Fyrir nánari upplýsingar er hægt að hafa samband við:


Daníel Rúnar Elíasson - Löggiltur fasteignasali
Sími: 431-4045  /  899-4045   -   Email: daniel@hakot.is
 
Hrefna Daníelsdóttir - Löggiltur fasteignasali 
Sími: 431-4045  /  770-1645   -   Email: hrefnadan@hakot.is

 


Skoðunarskylda kaupenda:

Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum.
Því vill Fasteignasalan Hákot benda væntanlegum kaupendur að kynna sér vel ástand eignarinnar
fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun ef með þarf.

Gjöld sem kaupandi þarf að greiða vegna kaupanna:

  1.  Stimpilgjald af kaupsamningi - 0,8% af heildar fasteignamati / 1,6% hjá lögaðilum / 0,4% vegna fyrstu kaupa einstaklinga (m.v. að lágmarki 50% eignarhlut)
  2.  Stimpilgjald af veðskuldabréfi - 0 kr 
  3.  Þinglýsingargjald af kaupsamn., skuldabréfi, veðleyfi o.fl. - kr. 2.500 af hverju skjali. 
  4.  Lántökugjald lánastofnunar - samkvæmt gjaldskrá
  5.  Umsýslugjald til fasteignasölu, sbr. kauptilboð.

 

Engin gögn fundust fyrir þessa eign
Mynd af Daníel Rúnar Elíasson
Daníel Rúnar Elíasson
Löggiltur fasteignasali
GötuheitiPóstnr.m2Verð
301
6650
3,5
Fasteignaleitin
Öflugur fasteignaleitarvefur með einföldu og notendavænu viðmóti sem býður upp á ítarlegar upplýsingar um fasteignir, þróun verðlags og fróðleik um fasteignamarkaðinn.
Hafðu samband
© Copyright 2023 - FasteignaleitinPowered by Stellate, the GraphQL Edge Cache