Miklaborg kynnir: Sælureit við borgarmörkin. Heilsárshús í Eilífsdal í Kjós. Mikið og gott útsýni. Sumarhús sem hefur verið að mestu endurgert og ný viðbygging á 2 hæðum, um 63 m2 að grunnfleti hvor hæð, var tilbúin 2022. Samtals 161.1 m2. Að auki er um 13 m2 bjálkahús með torfþaki sem notað er sem skrifstofa og útsendingarstúdíó, 12 m2 verkfæraskúr og 24 m2 gróðurhús. 2 - 3 svefnherbergi. 2 snyrtingar. Hitaveita og ljósleiðari í húsinu. Tilvalin eign fyrir þá sem vilja komast í frið og sveitasælu rétt utan við borgarmörkin. Eign sem býður upp á mikla möguleika.
Leitið upplýsinga hjá Friðrik í s. 616 1313
NÁNARI lÝSING Gengið inn í forstofu í eldri hluta húss sem byggður var 1978, af verönd sunnan og vestan við húsið. Stórt endurnýjað eldhús þar inn af með endurnýjaðri eldhúsinnréttingu og tækjum. Í enda eldri álmunnar er baðherbergi með baðkari og sturtu og þvottaaðstöðu. Þar er einnig lítil geymsla sem gæti nýst sem svefnherbergi. Nýbyggingin er úr timbri á tveimur hæðum, tilbúin 2022. Gengið niður fallegan viðarklæddan stiga, niður á jarðhæð með stórri setustofu og stórum gluggum. Frábært útsýni til gróinna svæða og fjalla. Gert er ráð fyrir eldstæði í setustofunni og er lofttúða fyrir eldstæði / kaminu tilbúin til tengingar. Inn af setustofu er stórt svefherbergi með gluggum á tvo vegu og baðherbergi með innbyggðum sturtuklefa og upphengdu salerni þar við hlið. Tengi er fyrir þvottavél og þurrkara. Stigi upp á efri hæðina er viðarklæddur og með handriði úr hertu gleri. Á efri hæð er stór setustofa með gólfsíðum gluggum að hluta og mikilli lofthæð. Innfelld lýsing. Frábært útsýni. Þar er rúmgott hjónaherbergi með gluggum á tvo vegu. Gólfhiti er á báðum hæðum nýbyggingar. Gólfefni í eldri hluta er harðparket en eikarparket er á báðum hæðum nýbyggingar. Við húsið stendur ca. 13.0 m2 bjálkahús með torfþaki sem nýttur hefur verið sem skrifstofa og stúdíó. Rafmagn fyrir ljós og kyndingu er í húsinu, sem getur nýst sem svefnrými. Þar við hlið er tæplega 10 m2 skúr sem nýttur er sem áhaldahús og þarfnast viðhalds. Loks er um 24 m2 gróðurhús. Þar er hleðslustöð fyrir rafmagnsbíla. Húsið er nær fullbúið eftir endurbætur og nýbyggingu. Skipt var um þak og alla glugga í eldri hluta. Útidyrahurð var endurnýjuð ásamt rafmagnstöflu og raflögnum, ofnum og ofnalögnum að mestu. Einhver frágangur sem tengist þessum breytingum er eftir. Í nýbyggingu er eftir að setja gólflista, fataskápa og baðinnrettingu. Komið er að viðhaldi á palli við húsið. Að öðru leiti vísast til Upplýsingablaðs seljanda um ástand eignarinnar. Innra skipulagi hússins hefur verið breytt frá því sem upphaflega var fyrirhugað og er það þvi ekki að fullu í samræmi við samþykktar teikningar.
Afar áhugaverð eign rétt fyrir utan borgarmörkin fyrir þá sem vilja flytjast í sveitasæluna að hluta eða fullu. Ljósleiðari er í húsinu sem auðveldar alla vinnu um netið .
Allar nánari upplýsingar veitir Friðrik Þ. Stefánsson lögmaður og lögg.fasteignasali í s. 616 1313 eða fridrik@miklaborg.is
| Dagsetning | Fasteignamat | Kaupverð | Stærð | Fermetraverð | Nothæfur samningur |
|---|---|---|---|---|---|
| 11/03/2015 | 4.475.000 kr. | 7.000.000 kr. | 34 m2 | 205.882 kr. | Já |
| 12/07/2012 | 3.595.000 kr. | 7.800.000 kr. | 34 m2 | 229.411 kr. | Já |