Fasteignaleitin
Skráð 5. maí 2023
Deila eign
Deila

Laxagata 3b

ParhúsNorðurland/Akureyri-600
166.9 m2
5 Herb.
4 Svefnh.
1 Baðherb.
Verð
76.900.000 kr.
Fermetraverð
460.755 kr./m2
Fasteignamat
53.150.000 kr.
Brunabótamat
69.950.000 kr.
Byggt 1933
Þvottahús
Garður
Bílskúr
Tveir Inng.
Fasteignanúmer
2220965
Húsgerð
Parhús
Byggingarefni
Steypt
Númer hæðar
1
Hæðar í húsi
3
Hæðar í íbúð
3
Númer íbúðar
1
Vatnslagnir
Talið í lagi.
Raflagnir
Mikið endurnýjað, rafmagnstafla var endurnýjuð árið 2017
Frárennslislagnir
Talið í lagi, að hlutatil var þrætt plast inn í eldri lögn
Gluggar / Gler
Allir gluggar nema einn hafa verið endurnýjaðir. Skoða þarf þakglugga
Þak
Talið í lagi. Ný einangrun var sett í þakið árið 2000 og 2 þakgluggar settir í.
Lóðarréttindi
Leigulóð
Upphitun
Hitaveita, gólfhiti er á jarðhæðinni í öllum rýmum nema forstofu
Inngangur
Tveir inngangar
Byggingarstig
7 - Fullgerð bygging
Matsstig
7 - Fullgerð bygging
Gallar
Leki kom upp á baðherbergi fyrir nokkrum árum sem búið er að gera við en smá útfelling er á vegg í stofu vegna þess.
Þakgluggar þarfnast skoðunar.
Útfellingar eru á gólfi undir stiga á jarðhæðinni.
Enginn eignaskiptasamningur er til fyrir eignina og engar teikningar nema útlit og snið.
Laxagata 3b - Virkilega skemmtileg og mikið endurnýjuð 5 herbergja parhúsaíbúð með rúmgóðum bílskúr við miðbæ Akureyrar - stærð 166,9 m² þar af telur bílskúr 38,9 m²
Eignin er stærri en skráðir fermetrar segja þar sem fermetrar í risi eru óskráðir.

Eignin skiptist með eftirtöldum hætti, 
Jarðhæð:
Forstofa, hol, stofa, svefnherbergi, baðherbergi og þvottahús/bakinngangur.
Miðhæð: Eldhús, búr, snyrting, hjónaherbergi og hol.
Ris: Tvö svefnherbergi og geymslur.

Forstofa er með flísum á gólfi og úr forstofunni er parketlagður stigi upp á efri hæðina.
Eldhús, vönduð sérsmíðuð hvít innrétting með góðu bekkjar- og skápaplassi. Hvítur kvartsteinn á bekkjum. Ísskápur, frystir og uppþvottavél eru innfelld í innréttingu og fylgja með við sölu eignar. Góður borðkrókur með gluggum til tveggja átta. Lítið búr er inn af eldhúsinu með harð parketi á gólfi og hillum. 
Stofa er með harð parketi á gólfi, innfelldri lýsingu og gluggum til tveggja átta. Hiti er í gólfi. 
Hol á miðhæðinni er með harð parketi á gólfi og stórum hvítum sérsmíðuðum fataskápum. Af holinu liggur vandaður timburstigi upp í risið. 
Svefnherbergin eru fjögur, eitt á jarðhæðinni með harð parketi á gólfi, gólfhita og innfelldri lýsingu, hjónaherbergi er á miðhæðinni með harð parketi á gólfi og hvítum fataskápum og svo eru tvö herbergi í risinu, bæði með plast parketi á gólfi og sérsmíðuðum hvítum skápum og skúffum. Opnanlegir þakgluggar eru í báðum risherbergjunum. Ekki er full lofthæð í risinu.
Baðherbergi með flísum á gólfi og hluta veggja, hvítri innréttingu, upphengdu wc, handklæðaofni, sturtu, hornbaðkari og opnanlegum glugga. Hiti er í gólfi og innfelld lýsing. 
Lítil snyrting er á miðhæðinni inn af eldhúsinu með harð parketi á gólfi, wc, handlaug og handklæðaofni.
Þvottahús nýtist jafnframt sem annar inngangur fyrir eignina. Þar eru flísar á gólfi, bekkur með vask og innfelld lýsing í lofti. Hiti er í gólfi. 

Bílskúrinn er skráður 38,9 m² að stærð og með byggingarár 1995. Gólf er steypt og lakkað og með hita í. Sér gönguhurð og innkeyrsluhurð er með rafdrifnum opnara. Geymsluloft er yfir hluta.
Fyrir framan er hellulagt bílaplan með hitalögnum í að stærstum hluta, lokað kerfi.

Annað
- Á árunum 2000 - 2017 var eignin mikið endurnýjuð að innan, fyrst risið, svo hluti af miðhæðinni, jarðhæðin árið 2007 og 2014 og árið 2017 var eldhús, snyrting og hol á miðhæðinni endurnýjað.
- Allir útveggir hafa verið einangraðir að innan og árið 2000 var sett ný einangrun í þakið.
- Búið er að skipta um alla glugga nema einn.
- Baðherbergi var endurnýjað árið 2007 og eldhús árið 2017.
- Rafmagnstafla var endurnýjuð árið 2017.
- Drenað var með vestur og norðurhlið árið 2002
- Búið er að endurnýja frárennsli, að hluta til var þrætt inn í eldri lögn. 
- Árið 2003 var skipt um jarðveg í bílaplani, lagðar hitalagnir (lokað kerfi) í það að stærstum hluta og hellulagt. Hitalagnir eru í bílaplani að stærstum hluta og í stétt að þvottahúsi. 
- Eignin er í einkasölu
 
Engin gögn fundust fyrir þessa eign
Byggt 1995
38.9 m2
Fasteignanúmer
2220965
Byggingarefni
Timbur
Númer hæðar
01
Númer eignar
01
Byggingarstig
7 - Fullgerð bygging
Húsmat
0 kr.
Lóðarmat
0 kr.
Fasteignamat samtals
0 kr.
Brunabótamat
12.350.000 kr.
Matsstig
7 - Fullgerð bygging
BD
Björn Davíðsson
Löggiltur fasteignsali

Sambærilegar eignir

Skoða eignina Heiðarlundur 6f
 30. maí kl 16:15-17:00
Skoða eignina Heiðarlundur 6f
Heiðarlundur 6f
600 Akureyri
155.7 m2
Raðhús
524
478 þ.kr./m2
74.500.000 kr.
Skoða eignina Heiðarlundur 2a
Skoða eignina Heiðarlundur 2a
Heiðarlundur 2a
600 Akureyri
145.4 m2
Raðhús
413
529 þ.kr./m2
76.900.000 kr.
Skoða eignina Heiðarlundur 7 G
Bílskúr
Heiðarlundur 7 G
600 Akureyri
143.1 m2
Raðhús
514
549 þ.kr./m2
78.500.000 kr.
Skoða eignina Oddagata 11
Skoða eignina Oddagata 11
Oddagata 11
600 Akureyri
135.4 m2
Fjölbýlishús
523
544 þ.kr./m2
73.700.000 kr.
Fasteignaleitin
Öflugur fasteignaleitarvefur með einföldu og notendavænu viðmóti sem býður upp á ítarlegar upplýsingar um fasteignir, þróun verðlags og fróðleik um fasteignamarkaðinn.
Hafðu samband
© Copyright 2023 - FasteignaleitinPowered by Stellate, the GraphQL Edge Cache