SPÁNAREIGNIR KYNNIR:
*FALLEGAR ÍBÚÐIR - SAMEIGINLEGUR SUNDLAUGARGARÐUR*
Stórglæsilegar og vel hannaðar glænýjar 3ja herb. íbúðir í El Raso, frábærum litlum bæ á Guardamar svæðinu, um 30 mín akstur suður af Alicante. Tvö svefnherbergi, tvö baðherbergi, góð stofa og eldhús opið við borðstofu. Fallegar innréttingar.
Hægt er að velja um íbúð á jarðhæð með sérgarði, miðhæðum með góðum svölum eða efstu hæð með sér þaksvölum.
Sameiginlegur sundlaugargarður með frábærri aðstöðu, grænu svæði, leiksvæði fyrir börnin, líkamsræktarstöð, innisundlaug og SPA. Sameiginlegt vinnurými í sameign, sérlega hentugt fyrir þá sem vinna að heiman.
Einkabílastæði í bílakjallara.
Frábær kaup.Allar upplýsingar gefa Aðalheiður Karlsdóttir, löggiltur fasteignasali. GSM 893 2495. adalheidur@spanareignir.is og
Karl Bernburg, viðskiptafræðingur. GSM 777 4277. karl@spanareignir.is.
Góðir golfvellir eru í næsta nágrenni, t.d. La Marquesa og La Finca, glæsilegan PGA golfvöll. Einnig eru fleiri góðir golfvellir í næsta nágrenni, t.d. Las Ramblas, Campoamor, Villamartin og Las Colinas.
Ca. 5-10 mín akstur er niður á ströndina í Guardamar og ca. 15 mín. akstur í nýju verslunarmiðstöðina La Zenia Boulevard.
Verslanir, veitingastaðir og þjónusta á jarðhæð, og auk þess enn meira úrval í stuttu göngufæri. Örstutt á vinsæla sítrónumarkaðinn á sunnudögum.
Þessar íbúðir eru að fara hratt enda frábært verð og staðsetning.
Hægt er að fá íbúðirnar afhentar fullbúnar húsgögnum gegn aukagjaldi.
Verð miðað við gengi 1evra=145ISK:
3ja herb. búðir með tveimur svefnherbergjum og tveimur baðherbergjum frá 249.000 Evrum (ISK. 36.100.000) + 10% skattur og ca. 3% kostn. við kaupin, samtals ca. 13% kostnaður við kaupin.
Við höfum selt fasteignir á Spáni síðan 2001. Tryggir þekkingu, reynslu og öryggi.Eitt besta loftslag í heimi samkvæmt Alþjóða heilbrigðistofnunni, WHO.
SKOÐUNARFERÐIR:
Við aðstoðum kaupendur við að skipuleggja skoðunarferðir og tökum þátt í kostnaði vegna þeirra, ef af viðskiptum verður.
Mögulegt er að fjármagna hluta kaupverðs með láni frá spænskum banka með hagstæðum vöxtum.
Sjá nánar um fasteignakaup á Spáni á heimasíðunni okkar:
http://www.spanareignir.isKostnaður við kaupin:
10% IVA (spænskur söluskattur) af kaupverði eignarinnar. Auk þess má gera ráð fyrir ca. 3% kostnaði vegna stimpilgjalda og annars kostnaðar við kaupin, þ.e. samtals getur kostnaður vegna kaupa á fasteign á Spáni því farið upp í ca. 13%.
Eiginleikar: sundlaugargarður, bílastæði,
Svæði: Costa Blanca, El Raso,