Guðlaugur J. Guðlaugsson og Gunnar Sverrir löggiltir fasteignasalar hjá RE/MAX fasteignasölu kynna í einkasölu:
Vel staðsett, vandað og glæsilegt 239,7 fm parhús á tveimur hæðum með fjórum svefnherbergjum og tveimur baðherbergjum við Hraunprýði 4, 210 Garðabæ, þar af er 37,2 fm., innbyggður bílskúr með sér geymslu inn af bílskúr.
Gólfhiti er á öllu húsinu ásamt viðarparketi og flísum að hluta til. Hátt er til lofts og einstaklega mikið og flott útsýni alveg frá Bessastöðum og út að Bláfjöllum. Allar innréttingar og innihurðir sérsmíðaðar hjá RH innréttingum í Keflavík. Steinn í eldhúsi og baðherbergjum er frá Rein. Innbyggð lýsing er Led-lýsing frá Flúrlömpum. Dimmanlegir. Hreinlætis- og blöndunartæki eru frá Tengi, Vola í baðherbergjum og eldhúsi, innbyggt í sturtum. Eldhústæki eru frá Smith og Norland, nema frystiskápur sem er AEG. Tveir forhitarar eri í húsinu, bæði fyrir gólfhitann og á neysluvatnið.
Skjólgóður og flottur garður með verönd og skjólveggjum að hluta til. Garður og verönd var teiknaður af Höllu Hrund Pétursdóttir landslagsarkitekt, úthagatorf í garði sem ekki er slegið svo garðurinn er mjög viðhaldslítill. Góð aðkoma er að húsinu með snjóbræðslu í hellulögn / bílastæðum fyrir framan bílskúr. Húsið lítur mjög vel út að sjá en um er að ræða hús með steiningu og fáum máluðum flötum.
Bókið skoðun hjá Gulla í síma 661-6056 eða með tölvupósti á netfangið gulli@remax.is
Smelltu á link til að skoða húsið í 3DNánari lýsing: Forstofa er opin og björt með flísum á gólfi og sérsmíðuðum fataskáp og ásamt sér skáp fyrir skópör.
Komið er í parketlagt, bjart og rúmgott hol ( sem gæti verið nýtt sem sjónvarpshol ) með aðgengi að tveimur herbergjum, baðherbergi og sér þvottahús ásamt inngangi inn innbyggðan bílskúr og út á verönd í suður.
Herbergin tvö eru bæði mjög rúmgóð og björt með sérsmíðuðum fataskápum. Frá öðru herberginu er útgengi út á verönd.
Baðherbergi með opnanlegum glugga og flísalagt með gráum flísum, innbyggð Volatæki í sturtu. Sérsmíðuð innrétting með stein á borði, undirlímdan vask ásamt skúffum. Speglaskápur þar fyrir ofan og upphengt salerni þar við hlið.
Þvottahús er með flísum á gólfi og hvíta innréttingu með aðstöðu fyrir þvottavél og þurrkara í vinnuhæð ásamt gott skápa- og vinnupláss. Útgengi er frá þvottahúsi út á verönd í suður sem og inn í innbyggðan bílskúr hússins.
Bílskúr er með flísum á gólfi, mjög rúmgóður með rafdrifna bílskúrshurð, gönguhurð og opnanlegum glugga. Skolvaskur er með heitt og kalt vatn. Búið er að stúka af sér geymslu inn af bílskúrnum. Komin er upp rafhleðslustöð við bílskúrshurð.
Frá holi er steyptur parketlagður stigi upp á efri hæðina með næturlýsingu við þrepin.
Á efri hæð er komið inn í parketlagt alrými þar sem hátt er til lofts, innfelld Led lýsing og stórir gluggar sem gefa góða birtu inn og mikið og flott útsýni.
Stofa, borðstofa og eldhús er í opnu alrými með aðgengi út á tvennar svalir, annars vegar hellulagðar svalir út frá borðstofu sem snúa í norður og eru opnar fyrir kvöldsól til vesturs. Hins vegar eru svo svalir út frá eldhúsi sem snúa í austur og suður og opnar þ.a.l. fyrir bæði morgun sól og sól frameftir degi.
Eldhúsinnrétting er sérsmíðuð. Dökk innrétting er á einum vegg með búrskáp, innnfelldum ísskáp og bökunarofn í vinnuhæð ásamt skúffum og góðu skápaplássi. Þar á móti er L-laga hvít innrétting með undirlímdum vask og stein á borði sem nær út fyrir innréttingu þannig að hægt sé að hafa tvo barstóla við enda þess. Spanhelluborð, gott vinnu- og skápapláss, uppþvottavél og innfelldur frystir. Stórir og háir gluggar sem gefa bæði góða birtu inn og flott útsýni.
Hjónaherbergi er rúmgott með sér fataherbergi með opnum fataskápum, parket á gólfi.
Hitt herbergið á efri hæðinni er einnig mjög rúmgott og parketlagt. Það er notað í dag sem sjónvarpsherbergi.
Baðherbergi er með opnanlegum glugga og flísalagt með gráum flísum. Innbyggð Volatæki í sturtu og upphengt salerni. Sérsmíðuð innrétting með stein á borði, undirlímdan vask ásamt skúffum. Speglaskápur þar fyrir ofan og hvítur baðskápur þar við hlið.
Um er að ræða mjög vel skipulagða, vandaða og smekklega eign á eftirsóttum stað í huggulegu hverfi í Garðabæ.
Nánari upplýsingar veita: Guðlaugur J. Guðlaugsson/Gulli löggiltur fasteignasali í síma
661-6056 / gulli@remax.is og Gunnar Sverrir löggiltur fasteignasali í síma
862-2001 / gunnar@remax.is
Vegna mikillar eftirspurnar vantar okkur allar tegundir eigna á skrá. Hafið samband og við munum verðmeta eign þína þér að kostnaðarlausu.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi 0,8%, ( 0,4% ef um fyrstu kaup er að ræða ) og 1.6% (ef lögaðilar) af heildar fasteignamati.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.500 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar - Nánari upplýsingar á heimasíðum lánastofnana.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu kr. 69.900.-