Fasteignasalan Byggð 464-9955 - Einkasala
Furulundur 4 H
**Eignin er seld með fyrirvara**
Vel skipulögð og björt 5 herbergja raðhúsaíbúð á tveimur hæðum á mjög vinsælum stað á Brekkunni. Eignin er nokkuð endurnýjuð og hefur húsið fengið gott viðhald, m.a. málað og múrviðgert 2020 og þak endurnýjað 2015.
Eignin er skráð samtals stærð 140,2 fm., þar af geymsluskúr 5,2 fm.
Eignin skiptist í forstofu, þvottahús, geymslu, stofu, eldhús, snyrtingu, fjögur svefnherbergi, hol og baðherbergi.
Neðri hæð
Forstofa með flísum á gólfi.
Þvottahús og geymsla er við hlið aðalinngangs, þar er rennihurð á milli og er einnig sér inngangur þar inn. Góð nýleg innrétting með stæði fyrir þvottavél og þurrkara í vinnuhæð og eru skúffur undir og skápar fyrir ofan, einnig tveir neðri skápar með vask og opnanlegur gluggi.
Stofa með parketi á gólfi, útgengi út á verönd til suðurs úr stofu.
Eldhús með parketi á gólfi, góð innrétting með stæði fyrir uppþvottavél, bakaraofn í vinnuhæð og spanhelluborð. Flísar milli efri og neðri skápa.
Snyrting með flísum á gólfi, lítil innrétting við vask.
Efri hæð
Svefnherbergin eru fjögur, öll eru þau með parketi á gólfi og erum skápar í þremur þeirra. Útgengi úr hjónaherbergi út á svalir til suðurs.
Hol fyrir framan herbergin er rúmgott með parketi á gólfi. Góðir skápar í holi með lýsingu undir fylgja með.
Baðherbergi með flísum á gólfi og veggir nánast upp í loft. Bæði sturta og baðkar og góð innrétting við vask. Gólfhiti á baði.
Góð timburverönd sunnan við hús með heitum potti og köldu kari. Lóð utan við pall er sameign.
Annað:
-Geymsluskúr fyrir framan eign við inngang
-Rafmagnstafla endurnýjuð í kringum 2005, tenglar og rofar endurnýjaðir 2010 og dregið í nýtt að hluta
-Ljósleiðari
-Hitaþráður í þakrennum sem eru nýlegar
-Stæði fyrir framan eign og einnig gestastæði vestan við hús
-Frábær staðsetning, stutt í leik- og grunnskóla, íþróttasvæði KA ásamt verslun og annarri þjónustu
-Málað og múrviðgert 2020
-Þak endurnýjað 2015
-Skipt um gler á efri hæð og settir plastlistar
-Flísar í forstofu, eldhúsi, snyrtingu og baðherbergi eru lakkaðar
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0.8% af heildarfasteignamati / 1.6% fyrir lögaðila. (0.4% við fyrstu kaup einstaklinga m.v. að lágmarki 50% eignarhlut).
2. Þinglýsingagjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, veðleyfi o.fl.- kr. 2.700 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar -almennt 0,5-1,0% af höfuðstól skuldabréfs (nánari upplýsingar m.a. á heimasíðum lánastofnanna).
4. Umsýsluþóknun til fasteignasölu, sbr.kauptilboð.
Frekari upplýsingar:
bjorn@byggd.is
greta@byggd.is
berglind@byggd.is
olafur@byggd.is
Skipagötu 16 á 2. hæð.
S:464 9955