Hraunhamar fasteignasala og Ársæll Ó Steinmóðsson s:896-6076 kynna í einkasölu fallega og bjarta 92,9 fm 3-4 herbergja endaíbúð á 2 hæð með sérinngangi af svölum á Burknavöllum 3 í Hafnarfirði. Geymsla með glugga er innan íbúðar og er í dag nýtt sem barnaherbergi. Úr stofu er útgengt á góðar svalir með fallegu útsýni með 95% svalalokun. Snyrtilegur stigagangur.
Góð staðsetning með grunn og leikskóla í stuttu göngufæri. Íþróttasvæði Hauka og Ásvallalaug eru örstuttu göngufæri ásamt fjölbreyttri verslun og þjónustu í nágrenninu. Í nágrenninu er fallegar gönguleiðir m.a í kringum Ástjörn og á Ásfjall.
Innihurðir voru endurnýjaðar fyrir 3 árum og innrétting á baðherbergi fyrir 5 árum.
Nánari lýsing:
Forstofa er með flísum á gólfi og fataskáp.
Gangur er með flísum á gólfi.
Stofa er rúmgóð og björt með flísum á gólfi. Útgengt er á góðar suðursvalir með svalalokun.
Eldhús er með flísum á gólfi og opið að hluta með stofu. Góð innrétting með helluborði, háf og bakaraofni. Góður borðkrókur.
Hjónaherbergi er rúmgott með góðum fataskápum og parketi á gólfi.
Svefnherbergi er rúmgott með parketi á gólfi og fataskáp.
Baðherbergi er með flísum á gólfi og veggjum. Innrétting með handlaug, speglaskápur, upph.wc og sturta. Gluggi með opnanlegu fagi.
Þvottahús er innan íbúðar og með flísum á gólfi. Vinnuborð og veggskápar.Gluggi með opnanlegu fagi.
Geymsla/herbergi er innan íbúðar og með parketi á gólfi. Nýtt sem svefnherbergi.
Garður er sameiginlegur og gróinn. Góð bílastæði eru fyrir framan húsið og er búið að merkja hverri íbúð 1 stæði en þau eru ekki þinglýst eign.Mjög góð staðsetning rólegum og fallegum stað á Völlunum. Allar nánari upplýsingar veitir Ársæll Ó. Steinmóðsson löggiltur fasteignasali s.896-6076, arsaell@hraunhamar.is
Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Hraunhamar fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.
Forsendur söluyfirlits:Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna: 1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0,8%(einstaklingar) 1.6% (lögaðilar) af heildarfasteignamati.
2. Stimpilgjald af veðskuldabréfi - 0% af höfuðstól skuldabréfs.
3. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.700 af hverju skjali.
4. Lántökugjald lánastofnunar - almennt 0,5 - 1,0% af höfuðstól skuldabréfs. Nánari upplýsingar á t.d. heimasíðu lánastofnana.
5. Umsýslugjald til fasteignasölu kr.68.200.-m.vsk.
Hraunhamar er elsta fasteignasala Hafnarfjarðar, stofnuð 1983.
Hraunhamar, í fararbroddi í 41 ár. – Hraunhamar.is
Smelltu hér til að fá frítt söluverðmat.