Fasteignaleitin
Opið hús 01. júní kl 17:00-17:30
Skráð 26. maí 2023
Deila eign
Deila

Lindarberg 50

EinbýlishúsHöfuðborgarsvæðið/Hafnarfjörður-221
192.2 m2
5 Herb.
5 Svefnh.
1 Baðherb.
Verð
144.900.000 kr.
Fermetraverð
753.902 kr./m2
Fasteignamat
109.100.000 kr.
Brunabótamat
91.250.000 kr.
Byggt 1996
Þvottahús
Garður
Sérinng.
Fasteignanúmer
2227190
Húsgerð
Einbýlishús
Byggingarefni
Timbur
Númer hæðar
1
Hæðar í húsi
1
Hæðar í íbúð
2
Númer íbúðar
1
Vatnslagnir
upprunalegt
Raflagnir
nýlegt
Frárennslislagnir
upprunalegt
Gluggar / Gler
gott
Þak
gott svo vitað sé
Svalir
timburverönd
Upphitun
hitaveita
Inngangur
Sérinngangur
Byggingarstig
7 - Fullgerð bygging
Matsstig
7 - Fullgerð bygging
Sveinn Gíslason lögmaður/löggiltur fasteignasali og RE/MAX kynna bjart virkilega vel skipulagt 192,2 fm einbýli á einni hæð að Lindarbergi 50 í Setberginu Hafnarfirði. Innan eignar er tæplega 30 fm. óskráð rými sem í dag er notað sem gestaherbergi og geymsla. Eignin stendur á stórri lóð með fallegu útsýni og með ósnortna náttúru í bakgarðinum. Rúmgóð verönd með heitum potti. Eignin hefur öll verið tekin mikið í gegn að innan á undanförnum árum á mjög fallegan og stílhreinan hátt. 

Nánari lýsing:
Forstofan er með gráum flísum á gólfi og forstofuskáp. Frá forstofu er gengið inní alrými með nýlegu harðparketi á gólfi. Í rýminu eru stofa, eldhús og borðstofa þar sem er mjög góð lofthæð. Jafnframt er flísalagt gestasalerni við inngang inn í forstofu. 
Eldhúsið er með harðparketi á gólfi og í því er hiti. Hvít eldhúsinnrétting með miklu skápaplássi, ljóst granít og gegnheil eik á bekkjum. Span helluborð og bakaraofn í vinnu hæð og innbyggður örbylgjuofn. Innbyggð uppþvottavél fylgir og gert er ráð fyrir breiðum ísskáp í innréttingu. 
Frá stofu er gengið út um svalahurð á timburverönd með nýlegum heitum potti. Frá verönd er mikið útsýni til austurs og suðurs. Frá alrýminu er jafnframt gengið inn í þvottahús með rúmbóðum hvítum innréttingum þar sem gert er ráð fyrir þvottavél og þurrkara í vinnuhæð. Frá þvottahúsi er jafnframt útgengt út í garð, inn í bílskúr og upp stiga í óskráð tæplega 30 fm rými sem er ofan á hluta bílskúrs, þvottahúss og baðherbergis sem notað er í dag sem auka svefnherbergi og geymsla. 
Frá alrými er gengið inn í sjónvarpshol sem tengir svefnherbergi hússins og baðherbergi. Sjónvarpsholið og herbergin eru öll með sama parketi og er í alrýminu. 
Baðherbergið er allt nýlega standsett með ljósum flísum á gólfi og dökkum á veggjum. Upphengt salerni, viðarinnrétting undir vaski. Mjög snyrtilegt baðkar og rúmgóð sturta. Gott skápapláss en skápar ganga inn í rými þvottahússins og taka ekki af gólffleti baðherbergisins. Hiti er í gólfi. 
Hjónaherbergið er afar rúmgott með miklu skápaplássi. 
Barnaherbergin eru þrjú talsins og eru bæði björt og rúmgóð.
Bílskúrinn er 31,9 fm. með epoxy á gólfi og hvítum innréttingum. Hitagrind hefur verið klædd af með hvítri rennihurð. Bílskúrshurðin er nýleg frá Héðni með inngönguhurð. 

Skoðaðu eignina hér í 3D.

Eignin hefur verið mikið endurnýjuð á undanförnum árum á afar stílhreinan og smekklegan hátt. Allar innihurðar voru endurnýjaðar og einnig rafmagn að hluta og allir tenglar sem voru keyptir í S. Guðjónsson. Öll gólfefni, innréttingar að nær öllu leiti, baðherbergi og gestasalerni. Um er að ræða fallegt fjölskylduvænt einbýli á útsýnislóð með ósnortna náttúru í bakgarðinum. Aukin lofthæð er í flestum rýmum. 

Allar upplýsingar veitir Sveinn Gíslason lögmaður/löggiltur fasteignasali sveinn@remax.is sími 859-5559.
Remax fasteignasala sími 477-7777. www.remax.is

1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0.8% af heildarfasteignamati / 1.6% fyrir lögaðila. (0.4% við fyrstu kaup einstaklinga).
2. Þinglýsingagjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, veðleyfi o.fl.- kr. 2.500 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar - skv. gjaldskrá lánastofnunar
4. Umsýsluþóknun til fasteignasölu, sbr.kauptilboð.
DagsetningFasteignamatKaupverðStærðFermetraverðNothæfur samningur
07/02/202079.000.000 kr.70.000.000 kr.192.2 m2364.203 kr.Nei
19/06/201447.000.000 kr.50.000.000 kr.192.2 m2260.145 kr.
25/10/200739.380.000 kr.50.000.000 kr.192.2 m2260.145 kr.
Byggt á upplýsingum úr Þjóðskrá Íslands frá 2006-2023
Mynd af Sveinn Gíslason
Sveinn Gíslason
Löggiltur fasteignasali

Sambærilegar eignir

Skoða eignina Hnoðravellir 28
3D Sýn
Bílskúr
Skoða eignina Hnoðravellir 28
Hnoðravellir 28
221 Hafnarfjörður
231.3 m2
Einbýlishús
624
626 þ.kr./m2
144.900.000 kr.
Skoða eignina Furuvellir 32
3D Sýn
Bílskúr
 30. maí kl 17:30-18:00
Skoða eignina Furuvellir 32
Furuvellir 32
221 Hafnarfjörður
214.4 m2
Einbýlishús
423
690 þ.kr./m2
148.000.000 kr.
Skoða eignina Glitvellir 5
Bílskúr
Skoða eignina Glitvellir 5
Glitvellir 5
221 Hafnarfjörður
238.2 m2
Einbýlishús
514
628 þ.kr./m2
149.500.000 kr.
Skoða eignina Bjarmahlíð 8
3D Sýn
Bílskúr
Skoða eignina Bjarmahlíð 8
Bjarmahlíð 8
221 Hafnarfjörður
239.3 m2
Einbýlishús
724
585 þ.kr./m2
139.900.000 kr.
Fasteignaleitin
Öflugur fasteignaleitarvefur með einföldu og notendavænu viðmóti sem býður upp á ítarlegar upplýsingar um fasteignir, þróun verðlags og fróðleik um fasteignamarkaðinn.
Hafðu samband
© Copyright 2023 - FasteignaleitinPowered by Stellate, the GraphQL Edge Cache