Sveinn Gíslason lögmaður/löggiltur fasteignasali og RE/MAX kynna bjart virkilega vel skipulagt 192,2 fm einbýli á einni hæð að Lindarbergi 50 í Setberginu Hafnarfirði. Innan eignar er tæplega 30 fm. óskráð rými sem í dag er notað sem gestaherbergi og geymsla. Eignin stendur á stórri lóð með fallegu útsýni og með ósnortna náttúru í bakgarðinum. Rúmgóð verönd með heitum potti. Eignin hefur öll verið tekin mikið í gegn að innan á undanförnum árum á mjög fallegan og stílhreinan hátt. Nánari lýsing:Forstofan er með gráum flísum á gólfi og forstofuskáp. Frá forstofu er gengið inní alrými með nýlegu harðparketi á gólfi. Í rýminu eru stofa, eldhús og borðstofa þar sem er mjög góð lofthæð. Jafnframt er flísalagt gestasalerni við inngang inn í forstofu.
Eldhúsið er með harðparketi á gólfi og í því er hiti. Hvít eldhúsinnrétting með miklu skápaplássi, ljóst granít og gegnheil eik á bekkjum. Span helluborð og bakaraofn í vinnu hæð og innbyggður örbylgjuofn. Innbyggð uppþvottavél fylgir og gert er ráð fyrir breiðum ísskáp í innréttingu.
Frá
stofu er gengið út um svalahurð á timburverönd með nýlegum heitum potti. Frá verönd er mikið útsýni til austurs og suðurs. Frá alrýminu er jafnframt gengið inn í
þvottahús með rúmbóðum hvítum innréttingum þar sem gert er ráð fyrir þvottavél og þurrkara í vinnuhæð. Frá þvottahúsi er jafnframt útgengt út í garð, inn í bílskúr og upp stiga í óskráð tæplega 30 fm rými sem er ofan á hluta bílskúrs, þvottahúss og baðherbergis sem notað er í dag sem auka svefnherbergi og geymsla.
Frá alrými er gengið inn í
sjónvarpshol sem tengir svefnherbergi hússins og baðherbergi. Sjónvarpsholið og herbergin eru öll með sama parketi og er í alrýminu.
Baðherbergið er allt nýlega standsett með ljósum flísum á gólfi og dökkum á veggjum. Upphengt salerni, viðarinnrétting undir vaski. Mjög snyrtilegt baðkar og rúmgóð sturta. Gott skápapláss en skápar ganga inn í rými þvottahússins og taka ekki af gólffleti baðherbergisins. Hiti er í gólfi.
Hjónaherbergið er afar rúmgott með miklu skápaplássi.
Barnaherbergin eru þrjú talsins og eru bæði björt og rúmgóð.
Bílskúrinn er 31,9 fm. með epoxy á gólfi og hvítum innréttingum. Hitagrind hefur verið klædd af með hvítri rennihurð. Bílskúrshurðin er nýleg frá Héðni með inngönguhurð.
Skoðaðu eignina hér í 3D.Eignin hefur verið mikið endurnýjuð á undanförnum árum á afar stílhreinan og smekklegan hátt. Allar innihurðar voru endurnýjaðar og einnig rafmagn að hluta og allir tenglar sem voru keyptir í S. Guðjónsson. Öll gólfefni, innréttingar að nær öllu leiti, baðherbergi og gestasalerni. Um er að ræða fallegt fjölskylduvænt einbýli á útsýnislóð með ósnortna náttúru í bakgarðinum. Aukin lofthæð er í flestum rýmum. Allar upplýsingar veitir Sveinn Gíslason lögmaður/löggiltur fasteignasali sveinn@remax.is sími 859-5559.
Remax fasteignasala sími 477-7777. www.remax.is1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0.8% af heildarfasteignamati / 1.6% fyrir lögaðila. (0.4% við fyrstu kaup einstaklinga).
2. Þinglýsingagjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, veðleyfi o.fl.- kr. 2.500 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar - skv. gjaldskrá lánastofnunar
4. Umsýsluþóknun til fasteignasölu, sbr.kauptilboð.