Fasteignasala Sauðárkróks býður til sölu íbúð í þríbýlishúsinu við Skagfirðingabraut 35, Sauðárkróki ásamt tilheyrandi hlutdeild í sameign og lóðarréttindum.
Sjö herbegja íbúð sem skiptist í hæð og ris alls 148,4 fm.
Húsið er steinsteypt, byggt árið 1951. Lóðarstærð hússins alls er 365 fm og er lóð sameiginleg.
Góð staðsetning. Stutt er í skóla, íþróttasvæði, sundlaug o.fl.
Íbúðin skiptist í fimm herbergi, tvær stofur, eldhús, baðherbergi, snyrtingu, fataherbergi, forstofu og sameign í kjallara þar sem er sérgeymsla og þvottahús.
Gengið í forstofu frá Skagfirðingabraut. Þaðan er stigi upp á rúmgóðan stigapall. Stigapallur er parketlagður og að hluta teppalagður.
Frá stigapalli er gengið í parketlagt hol og þar við er stofa og borðstofa, eldhús, herbergisgangur.
Eldhús er parketlagt og endurinnréttað árið 2020. Nýleg hvít innrétting með viðarborðplötu. Hiti í gólfi eldhússins. Ísskápur, uppþvottavél, helluborð, bakaraofn og örbylgjuofn innbyggt og endunýjað á sama tíma og innrétting. Innrétting og tæki frá IKEA. Gott útsýni frá eldhúsglugga.
Stofa og borðstofa er parketlagt og innangengt á milli. Útgangur á vestursvalir frá borðstofu.
Herbergisgangur er parketlagður og þar við baðherbergi, tvö parketlögð herbergi og fataherbergi.
Baðherbergi er flísalagt með hvítri innréttingu, hvítum tækjum, handklæðaofni og sturtuklefa. Tengi fyrir þvottavél og þurrkara á baðherbergi.
Annað herbergið var nýlega parketlagt og hitt einnig parketlagt og rúmgott.
Fataherbergi er með hillum og skúffum.
Frá holi er stigi í ris. Í risi eru þrjú herbergi og snyrting.
Herbergin eru öll parketlögð, tvö herbergjanna eru rúmgóð og eitt minna. Þakgluggar í herbergjum. Geymslupláss undir súð í öllum herbergjum.
Snyrting er dúklögð, hvít tæki og innrétting.
Í kjallara er sameiginlegt þvottahús og sérgeymsla sem fylgir þessari íbúð.
Innréttingar og tæki í eldhúsi var endurnýjað árið 2020.
Árið 2020 var gólfefni neðri hæðar endurnýjað að mestu og settur gólfhiti í eldhúsgólf.
Raflagnir í eldhúsi og úr þvottahúsi í kjallara hafa verið endurnýjaðar.
Gluggar og þakskyggni var málað 2020.
Sumarið 2021 var byggður sameiginlegur timburpallur í garði.
Ljósleiðari er í íbúðinni.
Nánari upplýsingar og söluyfirlit hjá Fasteignasölu Sauðárkróks í síma 453 5900 eða á netfangið fasteignir@krokurinn.is
Sunna Björk Atladóttir lögmaður og löggiltur fasteignasali
Dagsetning | Fasteignamat | Kaupverð | Stærð | Fermetraverð | Nothæfur samningur |
---|---|---|---|---|---|
21/08/2013 | 15.700.000 kr. | 18.900.000 kr. | 148.4 m2 | 127.358 kr. | Já |
Götuheiti | Pnr. | Póstnr. | m2 | Verð |
---|---|---|---|---|
550 | 112.8 | 45 | ||
550 | 127.8 | 49,9 | ||
550 | 139 | 47,5 | ||
550 | 175 | 80 | ||
550 | 166.8 | Tilboð |