Skráð 31. jan. 2023
Deila eign
Deila

Viðarrimi 12

RaðhúsHöfuðborgarsvæðið/Reykjavík/Grafarvogur-112
145.3 m2
4 Herb.
3 Svefnh.
1 Baðherb.
Verð
119.900.000 kr.
Fermetraverð
825.189 kr./m2
Fasteignamat
98.050.000 kr.
Brunabótamat
70.550.000 kr.
Byggt 1994
Þvottahús
Garður
Sérinng.
Fasteignanúmer
2213542
Húsgerð
Raðhús
Byggingarefni
Steypt
Númer hæðar
1
Hæðar í húsi
1
Hæðar í íbúð
1
Númer íbúðar
1
Vatnslagnir
Gott
Raflagnir
Gott
Frárennslislagnir
Gott
Gluggar / Gler
Gott
Þak
Gott
Lóðarréttindi
Leigulóð
Svalir
Verönd
Lóð
100
Upphitun
Danfoss
Inngangur
Sérinngangur
Byggingarstig
7 - Fullgerð bygging
Matsstig
7 - Fullgerð bygging
Domusnova kynnir nýtt í einkasölu:
EINSTAKLEGA FALLEGT ENDARAÐHÚS MEÐ BÍLSKÚR OG RÚMGÓÐRI VERÖND TIL SUÐURS/VESTURS.
EINSTAKLEGA RÚMGOTT PLAN FRAMAN VIÐ HÚS.  PLANIÐ ER STIMPLUÐ STEYPA MEÐ SNJÓBRÆÐSLU.
MIKIL LOFTHÆÐ.
Þrjú svefnherbergi en hægt að bæta því fjórða við þar sem nú er þvottahús. Það er nokkuð rúmgott með glugga.
Þvottaaðstaða gæti þá verið í bílskúr sem er rúmgóður og mjög snyrtilegur með opnanlegum gluggum.
Gróinn og fallegur garður sem þó er nokkuð viðhaldslítill.

Næg  bílastæði framan við hús en einnig á nærliggjandi bílastæðaplani.
Eignin er skráð sem hér segir hjá Þjóðskrá: Fastanr. 221-3542, nánar tiltekið eign merkt 01-01.
Íbúðarhlutinn er skráður 121,9 fm og bílskúrinn er skráður 23,4 fm, samtals birt stærð er 145,3 fm. 
Stórt geymsluloft er yfir bílskúr og hluta hússins sem er óskráð rými.

Hafið samband við Vilborgu í síma 891 8660 fyrir nánari upplýsingar eða til að bóka skoðun.

Eignin skiptist í: Forstofu, hol, þrjú svefnherbergi, baðherbergi og þvottahús á sérgangi, ásamt  eldhúsi, stofu, borðstofu og bílskúr sem innangengt er í úr forstofu.

Nánari lýsing eignarinnar:
Forstofa með náttúru flísum og innréttingu með fataskáp. Innangengt í bílskúrinn frá forstofu.
Eldhús með mahogany innréttingu, teiknuð af Finni Fróðasyni arkitekt. Innbyggð uppþvottavél og innbyggður ísskápur.  Eldhústæki eru öll frá Simens nema ofninn sem er frá Samsung.  Gluggi er í eldhúsi og eldhúskrókur.
Rúmgóð stofa og borðstofa, hátt til lofts. Gólfsíður gluggi úr stofu en stofan er mjög björt með gluggum á þrjá vegu.
Gengið úr borðstofu út á afgirta timburverönd til suðurs/vesturs og þaðan í skjólgóðan garð. Heitur pottur er á verönd.
Á svefnherbergisgangi eru:
Rúmgott hjónaherbergi parketlagt með nýlegum fataskáp.
Svefnherbergi II og
svefnherbergi III sem nú er nýtt sem skrifstofa.
Bæði svefnherbergi II og III hafa verið stækkuð frá upprunalegri teikningu.
Þvottahús er rúmgott með innréttingu og gluggum. Þaðan er aðgengi upp á geymsluloft. Hægt væri að nýta það sem svefnherbergi.
Baðherbergi með baðkari, sturtu, upphengdu salerni og góðri innréttingu. Baðherbergið er flísalagt í hólf og gólf.
Bílskúr með rafmagnsopnun, hátt er til lofts og geymsluloft er yfir hluta af bílskúrnum.
Bílaplan er stórt með stimplaðri steypu (bomanite) og snjóbræðslu.
Gólfefni íbúðar er gegnheilt olíuborið eikarparket á alrými, stofu, eldhúsi og svefnherbergjum.  Flísar á baðherbergi, forstofu og þvottahúsi.  
Finnur Fróðason arkitekt teiknaði innréttingar í eldhús, baðherbergi og forstofu.
Framtíðarstækkunarmöguleikar eru þar sem steyptur veggur vestur með húsi úr stofu býður upp á það.  Púði hefur verið gerður undir þeim fleti þar sem til stóð að stækka stofu.
Garðurinn er einstaklega skjólgóður og veröndin skemmtileg með útisturtu og heitum potti.
Stutt er í alla helstu þjónustu, skóla og leikskóla.
 Öryggis- og myndavélakerfi fylgir húsinu. 
 Falleg eign sem vert er að skoða.

Nánari upplýsingar veitir:
Vilborg Gunnarsdóttir, löggiltur fasteignasali, Vilborg@domusnova.is, í síma 891 8660.

Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. DOMUSNOVA fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.

Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
  1. Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup m.v. að lágmarki 50% eignarhlut) og 1,6% fyrir lögaðila.
  2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.000,- fyrir hvert skjal.
  3. Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
  4. Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá.
  5. Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamáti, þegar það er lagt á.
Engin gögn fundust fyrir þessa eign
Mynd af Vilborg Gunnarsdóttir
Vilborg Gunnarsdóttir
Löggiltur Fasteignasali

Sambærilegar eignir

Skoða eignina Brúnastaðir 30
Bílskúr
Skoða eignina Brúnastaðir 30
Brúnastaðir 30
112 Reykjavík
164.5 m2
Raðhús
413
698 þ.kr./m2
114.900.000 kr.
Skoða eignina Krosshamrar 8
Skoða eignina Krosshamrar 8
Krosshamrar 8
112 Reykjavík
180 m2
Einbýlishús
614
722 þ.kr./m2
129.900.000 kr.
Skoða eignina Bakkastaðir 61
Bílskúr
Skoða eignina Bakkastaðir 61
Bakkastaðir 61
112 Reykjavík
180.7 m2
Raðhús
413
636 þ.kr./m2
114.900.000 kr.
Skoða eignina Brúnastaðir 30
Bílskúr
Skoða eignina Brúnastaðir 30
Brúnastaðir 30
112 Reykjavík
164.7 m2
Raðhús
413
698 þ.kr./m2
114.900.000 kr.
Fasteignaleitin
Öflugur fasteignaleitarvefur með einföldu og notendavænu viðmóti sem býður upp á ítarlegar upplýsingar um fasteignir, þróun verðlags og fróðleik um fasteignamarkaðinn.
Hafðu samband
© Copyright 2023 - FasteignaleitinPowered by Stellate, the GraphQL Edge Cache