ALLT fasteignasala kynnir í til
sölu eru Hraunborgir í Grímsnesi. Húsakostur að Stofusundi 1 F2207567
FJÁRFESTINGATÆKIFÆRI Í FERÐAÞJÓNUSTU.Seljandi skoðar skipti á íbúðarhúsnæði. Sem og möguleiki er á greiðsludreifingu eða láni frá seljanda eftir samkomulagiHeildar skráð stærð bygginga er í dag 408,9 fermetrar, lóðarstærð er 10 hektarar en eigandi lóðarinnar er Sjómannadagsráð lóða í Hraunborgum og 45 ár eftir af lóðarleigusamningi.
Búið er að skipuleggja mikið magn af nýjum lóðum (166 lóðir) til úthlutunar á svæðinu og mun það auka til muna vinsældir svæðisins til muna í náinni framtíð. Staðsetning er frábær. Aðeins 20 mínútna akstri frá Selfossi og hluti af gullna hringnum með perlur suðurlands í akstursfjarlægð. Ekki er verið að selja hlutafélag.
Um er að ræða tækifæri í ferðaþjónustu og þjónustu við sumarhúsaeigendur.
Fyrir allar frekari upplýsingar, tækjalista og rekstrartölur sem og skoðunarbókun veitir:
Páll Þorbjörnsson löggiltur fasteignasali í síma 560-5501 og á netfanginu pall@allt.isHjólhýsasvæði alls 10ha landsvæði, með 118 rafmagnstenglum, og boðið upp á sumardvöl sem hafa verið vinsæl. Þjónustuhús er mjög vinsæll áfangastaður og þar er hægt að njóta dagsins í sundlaug staðarins / heitum pottum og góðra veitinga. Gott leiksvæði er á lóð með aparólu, trampolín og leiktækjum sem og vilt náttúra er besta leiksvæðið fyrir landkönnuði. Innan þjónustuhúss er starfsmanna íbúð með tveimur svefnherbergjum.
Búið er að skipuleggja 9 lóðir undir smáhýsi og eitt stærra hús, einnig er búið að gera ráð fyrir að par 3 völlur sem er á svæðinu tengist meira þjónustusvæðinu og stækki til suð-vestur og verði að lengri og stærri velli ásamt því að húsnæðis fyrir golfbúnaðar og rekstraraðila.
Svæðið er landsþekkt og býður upp á góða möguleika á frekari uppbyggingu en meðal annars er núverandi eigandi að leggja drög að byggingu mjög hagstæðra smáhýsa til útleigu fyrir ferðmann.
Seljandi skoðar skipti á íbúðarhúsnæði.
Sjá hér heimasíðu HraunborgaSkipting matshluta:010101- Þjónustumiðstöðin er 262,5, veitingaaðstaða og búningaaðstaða fyrir sundlaug. Starfsmannaíbúð er byggt við þjónustuhúsnæði.
020101- Aðstaða sundlaugar 82,6 fermetrar
050101- Geymsla
040101- Gufubað (ekki í notkun er geymsla í dag)
030101- Afgreiðsluhús
Óskráð eru húsnæði við tjaldsvæði sbr úti salerni og uppþvottaaðstöðu sem er ca 10 fm.
Sjá teikningar í LINKHafin er vinna seljanda skv nýju skipulagi að setja alls 9 smáhýsum á lóð til útleigu verði reyst.
Nýverið hefur tjaldsvæði verið stækkað um helming, og eru þau nú 118 raftenglar, salerni og þvottaaðstaða. Möglega stærsta tjaldsvæði á íslandi. Vinsælt að taka sumarstæði yfir allt sumarið. Á svæðinu eru góðar aðstöður fyrir fjölskyldufólk, körfuboltavöllur, niðurgrafið trampólín, aparóla og stór leiktæki. Það eru góðar gönguleiðir á svæðinu, stutt á Borg í Grímsnesi, stutt í Kiðjabergsgolfvöll, Öndverðanesgolfvöll og Sólheima.
Hraunborgir þjónustumiðstöð er staðsett á rólegum og grónum stað í hjarta Grímsnes- og Grafningshrepps, í nálægð við vinsæl útivistarsvæði og sumarhúsabyggðir. Svæðið nýtur mikillar aðsóknar allt árið um kring og býður upp á fjölbreytta möguleika fyrir þjónustu, ferðaþjónustu, félagsstarfsemi eða aðra atvinnustarfsemi.
Eignin stendur á stórri og vel nýttri lóð með góðu aðgengi og nægu bílastæðaplássi, góðir möguleikar til frekari ráðstöfun á lóð. Hraunborgir er í stuttri akstursfjarlægð frá Selfossi, Laugarvatni og Gullfoss-Geysis svæðinu, sem gerir hana að kjörnum kosti fyrir þá sem vilja nýta sér vaxandi straum ferðamanna og sumarhúsaeigenda á svæðinu.
Þetta er einstakt tækifæri til að eignast fjölnota húsnæði með miklu notagildi og þróunarmöguleikum á eftirsóttum stað í stuttri akstursfjarlægð frá helsu náttúru perlum Íslands.
Vertu tilbúin(n) þegar rétta eignin birtist – skráðu eignina þín í dag og tryggðu þér forskotið.ALLT fasteignasala er staðsett á eftirfarandi stöðum:Hafnargötu 91, 230 Reykjanesbæ - Reykjavíkurveg 66, 220 Hafnarfirði
Kostnaður kaupanda:1. Af gjaldskyldum skjölum skal greiða 0,8% af fasteignamati ef kaupandi er einstaklingur, fyrstukaupendur 0,4% og 1,6% af fasteignamati ef kaupandi er lögaðili.
2. Þinglýsingargjald á hvert skjal er kr. 2.700.
3. Lántökugjald fer eftir verðskrá lánastofnunar hverju sinni.
4. Umsýslugjald til ALLT fasteignasölu er kr. 69.440 m/vsk.
5. Sé um nýbyggingu um að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamati, þegar það er lagt á.
Skoðunar- og aðgæsluskylda kaupanda:Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. ALLT fasteignasala vill beina því til væntanlegs kaupanda að kynna sér ástand fasteignar vel við skoðun og fyrir tilboðsgerð. Ef þurfa þykir er ráðlagt að leita til sérfræðifróðra aðila. Forsendur söluyfirlits: Söluyfirlit þetta er samið af fasteignasala til samræmis við lög um sölu fasteigna og skipa nr. 70/2015. Upplýsingar þær sem koma fram í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, frá seljanda og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eignina til samræmis við upplýsingaskyldu sína sbr. lög um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteignar sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki með berum augum, eins og t.d. lagnir, dren, skólp og þak.