***Lækkað verð***
Hvammabraut 4, 220 Hafnarfjörður er rúmgóð og björt 4ra herbergja íbúð í steinsteyptu fjölbýlishúsi frá 1984. Um er að ræða 133,9 fermetra eign sem skiptist í 126,1 fm íbúðarrými og 7,8 fm geymslu. Eignin skiptist í forstofu, eldhús, stóra stofu/borðstofu, sólstofu, baðherbergi, þrjú svefnherbergi og sérgeymslu í kjallara. Þá er einnig er góð geymsla innan íbúðar.
Eignin er skráð skv. Þjóðskrá Íslands alls 133,9 fm, þar af er íbúðarrými 126,1 fm og geymsla 7,8 fm
Nánari lýsing
Forstofa: Gengið er inn í rúmgóða forstofu með góðum fataskáp og flísum á gólfi.
Eldhús: Ljós viðar innrétting og gott skápapláss. Flísar á gólfi.
Stofa / borðstofa: Björt og rúmgóð með útgengi á suðvestur svalir. Flísar á gólfi.
Svefnherbergi I: Rúmgott með góðum fataskáp og parket á gólfi.
Svefnherbergi II: Rúmgott með parket á gólfi.
Svefnherbergi III: Parket á gólfi.
Baðherbergi: Með upphengdu salerni, baðkari, sturtu og handklæðaofni. Flísar í hólf og gólf.
Sólskáli: Rúmgott rými sem er opið inn íbúðina.
Geymsla I: Lítil, gluggalaus geymsla innan íbúðar
Svalir: Skjólsælar svalir sem snúa til suðvesturs.
Geymsla II: 7,8 fm sérgeymsla í sameign.
Lóðin: Snyrtileg og vel hirt lóð í sameign.
Bílastæðahús: Sameiginleg bílastæði í bílastæðahúsi fyrir Hvammabraut 2-16
Eignin er einstaklega vel staðsett í Hafnarfirði þar sem stutt er í leik- og grunnskóla og alla helstu þjónustu og verslanir.
- - -
Allar nánari upplýsingar veita Ásgeir Þór löggiltur fasteignasali á netfangið asgeir@procura.is og Oddný María aðstoðarmaður fasteignasala á netfangið oddny@procura.is eða í síma 497-7700
- - -
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum og hvetjum við væntanlega kaupendur til að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun ef með þarf.
Kostnaður kaupanda vegna kaupa á þessari eign er stimpilgjald kaupsamnings, 0,4% af fasteignamati fyrir fyrstu kaupendur, 0,8% fyrir aðra einstaklinga og 1,6% fyrir lögaðila. Þinglýsingargjöld eru 2.700 kr. fyrir hvert skjal.
Kynntu þér
fasteignaþjónustu Procura og
nýja þjónustu okkar við leit að fasteign fyrir þig.
Forsendur söluyfirlits: Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.