*** Opið hús: Blesugróf 12, 108 Reykjavík. Eignin verður sýnd þriðjudaginn 23. maí milli kl. 18:00 og kl. 18:30. ***
ALDA fasteignasala & Erling Proppé kynna í einkasölu glæsilegt parhús með sólríkri suður verönd við Blesugróf 12 í Fossvogi. Um er að ræða 131fm parhús sem skiptist í forstofu, gestasnyrtingu, hol, geymslu, þrjú svefnherbergi þar af hjónaherbergi með sér baðherbergi, stofa, eldhús og þvottahús/búr. Eigninni fylgir sér afnotareitur á lóð sem er girtur af og snýr í suður. Steypt bílaplan og gönguleiðir meðfram húsinu að framanverðu með snjóbræðslu.Parhúsið er steypt á steyptri plötu með ísteyptum gólfhita og neysluvatnslögnum, einangrað og klætt með álklæðningu, byggt árið 2020. Vandað hefur verið til verka en innréttingar eru úr Parka, innihurðir úr Parka, gólfefni úr Parka, vönduð blöndunartæki m.a. frá Hansa/Bossini úr tengi, AEG heimilistæki og þráðlaus gólfhita stýring.
SMELLTU HÉR TIL AÐ BÓKA SKOÐUN Nánari lýsing:Andyri er flísalagt með góðum fataskáp, flísar á gólfi
Baðherbergi er hið glæsilegasta, flísalagt, falleg innrétting, vönduð tæki m.a. frá Hansa/Bossini úr tengi, vegghengt salerni með ljúflokun, góð sturta með hertu gleri í vegg með svörtum ramma og svartur handklæða ofn.
Eldhús með veglegri innréttingu frá Parka, þar má finna vönduð AEG heimilistæki, spanhelluborð, bakaraofn í vinnuhæð, innbyggða uppþvottavél og innbyggðan ísskáp. Quartz steinn á borðum og "Backsplash", falleg kastarabraut í eldhúsi sem fylgir.
Þvottahús með góðri vinnuaðstöðu og skolvask er inn af Eldhúsi.
Svefnherbergi I er rúmgott með fataskápum.
Svefnherbergi II er rúmgott með fataskápum.
Hjónaherbergi er einkar rúmgott með sér baðherbergi og góðum fataskápum.
Hjóna-baðherbergi er hið glæsilegasta, flísalagt, falleg innrétting, vönduð tæki m.a. frá Hansa/Bossini úr tengi, vegghengt salerni með ljúflokun, góð sturta með hertu gleri í vegg með svörtum ramma og svartur handklæða ofn.
Heilt yfir er um að ræða glæsilega, nýlega eign í grónu og barnvænu hverfi þar sem stutt er í fallegar göngu og hjólaleiðir um elliðarárdal, í gegnum fossvoginn niður í nauthólsvík og víðar. Öll þjónusta, skólar og leiksskólar í næsta nágrenni.
Fyrir allar nánari upplýsingar hafið samband:
Hafþór Örn, löggiltur fasteignasali, S.699-4040, hafthor@aldafasteignasala.is
Erling Proppé, löggiltur fasteignasali, erling@aldafasteignasala.is Kostnaður kaupanda vegna kaupa: Stimpilgjald kaupsamnings einstaklinga er 0,8% og lögaðila 1,6% af fasteignamati eignar. Lántökugjald getur verið breytilegt eftir lánastofnunum, oftast 1%. Þinglýsingargjald er 2.000 fyrir hvert skjal. Þjónustu- og umsýslugjald til fasteignasölu skv. kauptilboði.
Um skoðunar- og aðgæsluskyldu: Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. ALDA fasteignasala bendir öllum sem hugsa sér að kaupa, að kynna sér vel ástand fasteignarinnar við skoðun fyrir tilboðsgerð og leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun ef þörf þykir.
Forsendur söluyfirlits: Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.