Fasteignaleitin
Skráð 5. maí 2023
Deila eign
Deila

Lækjarhvammur/aukaíbúð 15

RaðhúsHöfuðborgarsvæðið/Hafnarfjörður-220
257.6 m2
6 Herb.
4 Svefnh.
2 Baðherb.
Verð
124.900.000 kr.
Fermetraverð
484.860 kr./m2
Fasteignamat
109.250.000 kr.
Brunabótamat
100.750.000 kr.
Byggt 1984
Þvottahús
Garður
Sérinng.
Fasteignanúmer
2077708
Húsgerð
Raðhús
Byggingarefni
Steypt
Númer hæðar
1
Hæðar í húsi
3
Hæðar í íbúð
1
Númer íbúðar
1
Vatnslagnir
Upphaflegar
Raflagnir
Upphaflegar
Frárennslislagnir
Upphaflegar
Gluggar / Gler
Tvölfalt gler
Þak
Lítur vel út, þyrfti að mála á næstu árum.
Svalir
Verönd
Upphitun
Gólfhiti og ofnar
Inngangur
Sérinngangur
Byggingarstig
7 - Fullgerð bygging
Matsstig
7 - Fullgerð bygging
Gallar
Laga rennur. 
**Eignin er seld með fyrirvara.*
Hraunhamar kynnir fallegt endaraðhús/sérhæð með aukaíbúð vel staðsett á besta stað í Suðurbæ Hafnarfjarðar, Húsið er skráð 257,6 fermetrar en er stærra á grunnfleti þar sem það er að hluta til undir súð.


Glæsilegt útsýni.
Heitur pottur, stór sólpallur.
Aukaíbúð.


Skipting eignarinnar:  Forstofa, hol, eldhús, borðkrókur, stofa, borðstofa, þrjú svefnherbergi, baðherbergi, geymsla og þvottahús. 
Aukaíbúðin: Sérinngangur þar, forstofa, stofa, baðhergi og svefnherbergi. 

Nánari lýsing: Húsið er pallabyggt. 
Forstofa með fataskápum. 
Gott hol.
Eldhús með fínni innréttingu og eyju. vönduð eldunartæki. Fínn borðkrókur við eldhúsið. 
Björt stofa og borðstofa og þaðan er glæsilegt útsýni. 
Tvö stór svefnherbergi.
Stórt og gott fataherbergi. 
Baðherbergi er flísalagt í hólf og gólf og er með innréttingu, baðkari og sturtu.
Í risinu er stórt og gott svefnherbergi sem er að hluta til undir súð og þaðan er utangengt út á svalir. undir súð er fín geymsla. 
Á jarðhæðinni er stórt þvottahús. 

Nýlega  var settur gólfhiti og nýtt parket á stofu, borðstofu, tvö herbergi. Einnig var skipt flestar innihurðir.

Aukaíbúðin:
Hún er með sérinngangi og er á jarðhæð hún er nýlega uppgerð. Gengið er í íbúðina neðanverðu við húsið. 
Björt stofa og svefnherbergi með fataskáp, eldhús með smekklegri innréttingu. Flisalagt baðherbergi með innréttingu og sturtuklefa.

Fínn bílskúr, heitt og kalt vatn. Undir bílskúrnum er óuppfyllt rými sem býður upp á ýmsa möguleika. 
Gólfefni eru parket og flísar. 

Ytra umhverfið:
Stór pallur cirka 100 fermetrar með skjólgirðingu. Heitur pottur, Hellulagt bílaplan með hitalögn. Fyrir framan íbúðina á neðri hæðina er hellögð verönd, grasflöt og trjágróður. 
Falleg lýsing er í þakskeggi fyrir framan húsið og einnig á pallinum. Búið að koma fyrir raflögn fyrir hleðslustöð. 
Húsið er vel staðsett og fyrir neðan húsið er fallegt opið svæði. 
Húsið er upphaflega skráð sem endaraðhús, en á jarðhæð er séríbúð á öðru fastanúmeri, sem er ekki í þeirra eigu. 

Þetta er fallegt hús á þessum eftirsótta stað í Suðurbæ Hafnarfjarðar.  Stutt í skóla, leikskóla, suðurbæjarlaug og í göngufæri við miðbæ Hafnarfjarðar. 

Allar nánari upplýsingar veita:
Hlynur Halldórsson löggiltur fasteignasali s.698-2603, hlynur@hraunhamar.is
Ársæll Ó. Steinmóðsson löggiltur fasteignasali s.896-6076, arsaell@hraunhamar.is 


Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Hraunhamar fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.

Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna: 
1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0,8%(einstaklingar) 1.6% (lögaðilar) af heildarfasteignamati. 
2. Stimpilgjald af veðskuldabréfi - 0% af höfuðstól skuldabréfs. 
3. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.700 af hverju skjali.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu kr.68.200.-m.vsk.

Hraunhamar er elsta fasteignasala Hafnarfjarðar, stofnuð 1983 og fagnar því 40 ára afmæli á árinu 2023. 
Hraunhamar, í farabroddi í 40 ár. – Hraunhamar.is
DagsetningFasteignamatKaupverðStærðFermetraverðNothæfur samningur
02/10/201547.750.000 kr.44.000.000 kr.257.6 m2170.807 kr.
Byggt á upplýsingum úr Þjóðskrá Íslands frá 2006-2023
Mynd af Ársæll Steinmóðsson
Ársæll Steinmóðsson
Löggiltur fasteignasali

Sambærilegar eignir

Skoða eignina Móabarð 10 - 2 auka íb
3D Sýn
Bílskúr
Móabarð 10 - 2 auka íb
220 Hafnarfjörður
225.8 m2
Fjölbýlishús
835
499 þ.kr./m2
112.700.000 kr.
Skoða eignina Breiðvangur 44
3D Sýn
Bílskúr
Skoða eignina Breiðvangur 44
Breiðvangur 44
220 Hafnarfjörður
222.4 m2
Hæð
715
515 þ.kr./m2
114.500.000 kr.
Skoða eignina Lækjarhvammur 19
Lækjarhvammur 19
220 Hafnarfjörður
259.3 m2
Raðhús
725
462 þ.kr./m2
119.900.000 kr.
Skoða eignina Fífuvellir 21
3D Sýn
Bílskúr
 12. júní kl 17:00-17:30
Skoða eignina Fífuvellir 21
Fífuvellir 21
221 Hafnarfjörður
207.1 m2
Raðhús
614
578 þ.kr./m2
119.800.000 kr.
Fasteignaleitin
Öflugur fasteignaleitarvefur með einföldu og notendavænu viðmóti sem býður upp á ítarlegar upplýsingar um fasteignir, þróun verðlags og fróðleik um fasteignamarkaðinn.
Hafðu samband
© Copyright 2023 - FasteignaleitinPowered by Stellate, the GraphQL Edge Cache