Domusnova og Ingunn Björg lgf. og Vilborg kynna fallegt og vel skipulagt 9 herbergja einbýlishús. Aukaíbúð með sérinngangi á jarðhæð með eigin fastanúmeri. Húsið er staðsett á einstaklega friðsælum og fallegum stað með óskertu útsýni neðst í botnlanga við Logafold í Grafarvogi. Eignin stendur á 825 m2 lóð með miklu næði á baklóð, engin byggð fyrir aftan húsið. Einstök veðurblíða innst í voginum. Birt stærð skv. fasteignaskrá HMS er 439,3 m2. þar af stærri eignin skráð 294,7 og er 37,2 m2 innbyggður bílskúr inni í þeirri fermetratölu. Á jarðhæð hússins er séríbúð sem skráð er 144,6 m2. Íbúðirnar eru skráðar á sér fastanúmer hvor um sig.
Fyrirhugað fasteignamat næsta árs er 210.600.000.Hér er um að ræða einstaklega spennandi eign sem hentar stórfjölskyldunni. Einnig væri hægt að hafa góðar leigutekjur af íbúðinni á jarðhæð.
Húsið skiptist á eftirfarandi hátt:
STÆRRI EIGNIN skiptist í rúmgott andyri, stórt og rúmgott eldhús, bjarta og fallega stofu með arni í opnu rými með borðstofu sem er með útgengi út á suðursvalir, þrjú svefnherbergi, sjónvarpsrými, vinnukrók, baðherbergi, þvottahús og bílskúr. Á neðri hæð er mjög rúmgott svefnherbergi, baðherbergi, stórt tómstundarými og geymslurými. Útgengi er úr hjónaherbergi út á svalir með tröppum sem liggja niður á fallega timburverönd sem snýr í suður með heitum potti og skjólveggjum.
MINNI EIGNIN er með sérinngangi og skiptist í stórar og bjartar stofur, rúmgóða garðstofu inn af stofu, eldhús sem einnig er inn af stofu, mjög stórt og rúmgott svefnherbergi með fataherbergi inn af, mögulegt er að skipta rýminu í tvö góð herbergi, rúmgott baðherbergi og geymslu. Hellulögð verönd er fyrir framan inngang íbúðar.
Nánari upplýsingar veitir:Vilborg Gunnarsdóttir löggiltur fasteignasali / s. 891 8660 / vilborg@domusnova.isNánari lýsing eignar:STÆRRI EIGNINForstofa : Fataskápur, flísar á gólfi.
Stofa / borðstofa: Björt og rúmgóð stofa með arni í opnu rými með borðstofu. Gengið út á suðursvalir úr borðstofu.
Eldhús : Rúmgóð viðar og sprautulökkuð innrétting, helluborð í eyju, ofn í vinnuhæð, uppþvottavél, innbyggður ísskápur, flísar á gólfi. Léttur veggur skilur að eldhús og borðstofu og því er góður möguleiki á að opna á milli eldhúss og borðstofu.
Sjónvarpshol : Parket á gólfi.
Hjónaherbergi : Rúmgott með fataherbergi inn af. Útgenngt er út á suður svalir og þaðan niður á timburverönd með heitum potti.
Barnaherbergi 1: Parket á gólfi, fataskápur.
Barnaherbergi 2: Parket á gólfi, fataskápur.
Baðherbergi : Góð innrétting með miklu skápaplássi
, baðkar, handklæðaofn, upphengt salerni, gluggi með opnanlegu fagi. Flísar á gólfi og veggjum.
Þvottahús : Rúmgóð innrétting, gert ráð fyrir þvottavél og þurrkara í vinnuhæð, innangengt í þvottahús utan frá.
Bílskúr: Innangengt er í bílskúr úr þvottahúsi. Mjög rúmgóður 37 fm með extra breiðri bílskúrshurð. Bjartur með gluggum og gönguhurð. Flísar á gólfi. Hellulagt bílaplan með hitalögn í. Bílastæði fyrir þrjá bíla. Hitalögn er í öllum stéttum í kringum húsið og í botnlanganum sem liggur niður að húsinu.
NEÐRI HÆÐBarnaherbergi 3: Mjög rúmgott og bjart, laus fataskápur, parketi á gólfi.
Baðherbergi 2: Flísalagt í hólf og gólf. Sturta, handklæðaofn, lítil innrétting, salerni.
Tómstundaherbergi: Mjög rúmgott, harðparket á gólfi. Samþykkt teikning liggur fyrir með heimild til að grafa út fyrir gluggum á austurgafli.
Lóð og garður: Eignin stendur á 825 m2 lóð með miklu næði á baklóð, engin byggð fyrir aftan húsið. Einstök veðurblíða innst í voginum. Afar stór og fallegur garður með timburverönd sem snýr í suðvestur, ásamt heitum potti. Einnig er rúmgóð hellulögð verönd sem snýr til vesturs, hitalögn er í öllum stéttum í kringum húsið. Bakatil við húsið er fallega gróið svæði niður við voginn. Þar eru einnig göngu- og hjólastígar. MINNI EIGNIN Forstofa : Fataskápur, flísar á gólfi.
Stofa / borðstofa: Rúmgóð og björt, parket á gólfi.
Eldhús: með fínni innréttingu, borðkrók, tengi fyrir uppþvottavél og flísum á gólfi.
Sólstofa: Upphituð sólstofa er útfrá stofu, parket á gólfi. Útgengt út á hellulagða verönd.
Sjónvarpshol: Rúmgott, parket á gólfi.
Svefnherbergi : Rúmgott með fataherbergi inn af. Möguleiki á að breyta í tvö svefnherbergi.
Herbergi: Gluggalaust rými sem notað hefur verið sem skrifstofa.
Baðherbergi : Mjög rúmgott
, mikið skápapláss, hornbaðkar með sturtuaðstöðu, tengi fyrir þvottavél. Flísalagt í hólf og gólf.
Geymsla: Inn af skrifstofurými.
Húsið og aðkoman:
Húsið er Aneby-hús frá Danmörku og er múrsteinsklætt timburhús á steyptri neðri hæð.
Ath. Eignin er ekki skv. meðfylgjandi teikningum. Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. DOMUSNOVA fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.
Forsendur söluyfirlits:Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002, og ábyrgist að þær séu réttar. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak. Það sama á við um staðhæfingar seljanda eignar um viðhald og einstaka framkvæmdir.
Um ástand einstakra eignarhluta:Efst í söluyfirlitli þessu er að finna dálka um ástand einstakra hluta eignarinnar. Eftirfarandi lykil er til skýringar á þeirri skráningu:
Nýtt - Eignin er nýbygging.
Upprunalegt - Seljandi veit ekki til þess að byggingarhluti hafi verið endurnýjaður.
Endurnýjað - Byggingarhlutinn hefur verið endurnýjaður í heild sinni á einhverjum tímapunkti.
Endurnýjað að hluta - Hluti byggingarhlutans hefur verið endurnýjaður á einhverjum tímapunkti.
Ekki vitað - Seljandi þekkir ekki til ástands og ekki er hægt að leggja mat á það með sjónskoðun.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:- Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup) og 1,6% fyrir lögaðila.
- Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.700,- fyrir hvert skjal.
- Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
- Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá.
- Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamáti, þegar það er lagt á.