Skráð 14. sept. 2022
Deila eign
Deila

Móstekkur 18

RaðhúsSuðurland/Selfoss-800
314.2 m2
4 Herb.
3 Svefnh.
1 Baðherb.
Verð
79.500.000 kr.
Fermetraverð
253.024 kr./m2
Fasteignamat
50.550.000 kr.
Brunabótamat
0 kr.
Byggt 2022
Þvottahús
Garður
Bílskúr
Margir Inng.
Fasteignanúmer
2511211
Húsgerð
Raðhús
Byggingarefni
Timbur
Númer hæðar
1
Hæðar í húsi
1
Hæðar í íbúð
1
Númer íbúðar
1
Vatnslagnir
Nýtt
Raflagnir
Nýtt
Frárennslislagnir
Nýtt
Gluggar / Gler
Nýtt
Þak
Nýtt
Lóð
leigulóð
Upphitun
Gólfhiti
Inngangur
Margir inngangar
Byggingarstig
1 - Byggingarleyfi
Matsstig
4 - Fokheld bygging
Domusnova fasteignasala og Sverrir Sigurjónsson, lögmaður og löggiltur fasteignasali kynna:
Raðhúsið Móstekkur 20


Um er að ræða fallegt og vel skipulagt 4 herbergja raðhús á einni hæð.
Húsið er byggt úr timbri og klætt að utan með ljósgráum flísum, Þak er valmaþak með bárujárni
Fjögur hús eru í lengjunni, og er um miðju hús að ræða sem er 177,2 fm með 34 fm bílskúr.

Húsið skilast fullbúið að utan og tilbúið til spörslunar og málningar að innan.
Einnig er hægt að fá húsið afhent fullbúið að innan og utan, verð á fullbúnu húsi er 99.500.000 kr.
Húsið er í byggingingu og verður afhent eftir samkomulagi.

Nánari skilalýsingu má sjá hér að neðan:

Burðarvirki: Húsið er timburhús sem er klætt með ljós gráum flísum.
Gólfefni: eignin er afhent án gólfefna, búið að koma fyrir hitalögn og tilbúið undir flotun.
Loft og útveggir: Veggir skilast tilbúnir undir sandsparsl og málun, loftið skilast frágengin með rakavarnarlagi, pípum fyrir raf- og boðlagnir og raflagnagrind að auki er búið að klæða loft með gifsplötum.
Gluggar og hurðir: allir gluggar eru frá Gluggasölunni Selfossi úr áli/timbri danskir gluggar mjög vandaðir í dökk gráum lit Ral 7022 að utan og hvítir að innan. Gler er tvöfalt k-einangrunargler. gluggarnir eru extra hári og er útidyrahurð 250 cm há.
Bílskúr: Bílskúrshurð er frá Glófaxa Hörmann í sama lit og gluggar Ral 7022. Extra breið 350 cm og extra há 250 cm. Bílskúrshurðaopnari er á hurðinni. Gólfplata er gróf pússuð með niðurfalli við hurð. Allir veggir og loft eru klæddir með tvöföldu lagi af gipsi ytralag rakahelt. Búið er að ganga frá rafmagnstöflu og hitaveitugrind er frágengin án hitastýringa og nema.
Innveggir: Innveggir eru allir upp komnir samkvæmt teikningu. Þeir eru klæddir beggja megin með tvöföldu gifsi. Þar sem innréttingar koma upp er á flestum stöðum spónaplötur eða krossviður undir festi punktum. Allir innveggir eru einangraðir og estra háir eða 280 cm.
Baðherbergi: skilast tilbúið undir flotun gólfa og allir veggir með tvöföldu gipsi tilbúið undir spörslun og málun.
Pípulagnir: Neysluvatnið er rör í rör, þrýsti prófað. Gólfhitalagnir eru í öllu húsinu og bílskúr. Hitagrindur eru tengdar en ekki komið upp stýrikerfi (rafmagn).         
Hitakerfi: gólfhitakerfi er í öllu húsinu og eru hitakistur fyrir allt húsið staðsettar í bílskúr. 
Lýsing: vinnuljós eru tengd í hverju herbergi. Rofar og tenglar fylgja ekki.
Rafmagns- og sjónvarpslagnir: skilast með ídrætti, rofar, tenglar og innstungur fylgja ekki. 
Baklóðin snýr í hásuður og er búið að sá í lóðina, þar er ídráttarrör fyrir heitann pott.
Lóðin er grófjöfnuð með þremur steyptum ruslatunnuskýlum. 
Við afhendingu fylgir húsbók með tæknilegum upplýsingum, tengiliðum og praktískum atriðum.


Lýsing eignar fullbúin:
Innréttingar eru sérlega vandaðar frá HTH innréttingum. 
Eldhúsinnrétting er með slitsterku plast í hvítum lit og viðarlíki. Eldhúsinnréttingin er með innbyggðum ísskáp og gert er ráð fyrir innbyggðri uppþvottavél.
Vandaðir fataskápar eru í öllum herbergjum með hvítu harðplasti og eru fataskápar í anddyri með viðarlíki.
Innrétting í þvottahúsi er með hvítu harðplasti.
Á baðherbergi er innbyggt vegghengt salerni, sturta er með blöndunartækjum og niðurfallsrist. Baðinnrétting er rúmgóð með viðarlíki.
Afmörkun sturtusvæðis er með gleri. Baðherbergi er flísalagt að hluta með fallegum ljósum flísum.
Hurðar: innihurðar eru hvítar 
Gólfefni: Fallegar flísar á öllu votrými og fljótandi parket á öðrum rýmum.
Íbúðin er hituð upp með ísteyptum gólfhitalögnum.
Baklóðin snýr í hásuður og er búið að sá í lóðina, þar er ídráttarrör fyrir heitann pott.
Lóðin er grófjöfnuð með þremur steyptum ruslatunnuskýlum. 

Ef kaupendur koma inn í ferlið áður en innréttingar eru pantaðar er hægt að hafa áhrif á litaval. 


Nánari upplýsingar veita:

Sverrir Sigurjónsson löggiltur fasteignasali / s.662 4422 / sverrir@domusnova.is

Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. DOMUSNOVA fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.

Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002, og ábyrgist að þær séu réttar. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak. Það sama á við um staðhæfingar seljanda eignar um viðhald og einstaka framkvæmdir.

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
  1. Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup) og 1,6% fyrir lögaðila.
  2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.500,- fyrir hvert skjal.
  3. Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
  4. Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá.
  5. Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamáti, þegar það er lagt á.
Engin gögn fundust fyrir þessa eign
Byggt 2022
140.1 m2
Fasteignanúmer
2511211
Byggingarefni
Timbur
Númer hæðar
01
Númer eignar
01
Byggingarstig
1 - Byggingarleyfi
Húsmat
40.350.000 kr.
Lóðarmat
10.200.000 kr.
Fasteignamat samtals
50.550.000 kr.
Brunabótamat
0 kr.
Matsstig
4 - Fokheld bygging
Byggt 2022
34 m2
Fasteignanúmer
2511211
Byggingarefni
Timbur
Númer hæðar
01
Númer eignar
05
Byggingarstig
1 - Byggingarleyfi
Húsmat
0 kr.
Lóðarmat
0 kr.
Fasteignamat samtals
0 kr.
Brunabótamat
0 kr.
Matsstig
4 - Fokheld bygging
Mynd af Sverrir Sigurjónsson
Sverrir Sigurjónsson
Hdl., Löggiltur Fasteignasali
GötuheitiPóstnr.m2Verð
846
322.5
79,9
Fasteignaleitin
Öflugur fasteignaleitarvefur með einföldu og notendavænu viðmóti sem býður upp á ítarlegar upplýsingar um fasteignir, þróun verðlags og fróðleik um fasteignamarkaðinn.
Hafðu samband
© Copyright 2023 - FasteignaleitinPowered by Stellate, the GraphQL Edge Cache