Domusnova fasteignasala kynnir í sölu: Grænaborg 6 við Grænubyggð í Vogum. Fjölbýlishús með 12 íbúðum. Íbúðirnar eru þriggja, fjögurra og fimm herbergja íbúðir allar með sérinngangi og falla allar undir hlutdeildarlán HMS. Fjölbýlishúsið er byggt á vandaðan máta og einangrað og klætt að utan með varanlegri álklæðningu. Arkís sér um hönnun á verkinu og er húsið afar glæsilegt. Stærðir og gerðir íbúða eru eftirfarandi: Íbúð 104, 204 þriggja herbergja íbúðir 81,6 fm að stærð samtals 2 stk. Íbúð 102,103,105,202,203,205 fjögurra herbergja íbúðir 92,9 fm að stærð samtals 6 stk. Íbúð 101,201,106,206 fimm herbergja íbúðir 107,4 fm að stærð samtals 4 stk.
Íbúð 02-05: Fjögurra herbergja íbúð með 3 svefnherbergjum og góðum svölum á 2. hæð.
Grænabyggð mun rísa í landinu Grænaborg svæði 1 í Vogum. Um er að ræða frábærlega staðsett hverfi sem mun byggjast á næstu árum í fallegu, fjölskylduvænu og rólegu umhverfi við sjávarsíðuna. Hverfið er tengt núverandi byggð og því er stutt í alla helstu þjónustu. Gert er ráð fyrir að Grænabyggð verði um 1500 manna hverfi og er heildarfjöldi íbúða sem áformað er að reisa á landinu um 800 á 10 ára tímabili. Um er að ræða blandaða byggð, með aðaláherslu á lítil sérbýli. Allir innviðir eru þegar til staðar og ráða þeir vel við fyrstu stig uppbyggingarinnar. Leik- og grunnskóli eru í næsta nágrenni og er áformað að reisa bæði nýjan leik – og grunnskóla í hverfinu á næstu árum samhliða stækkun hverfisins. Uppbygging svæðisins er til 10 ára samkvæmt samkomulagi Grænubyggðar ehf. við Sveitarfélagið Voga. Með því að dreifa byggingartíma yfir 10 ár, er tryggt að uppbygging og stækkun gerist í hægum og öruggum skrefum og að nauðsynleg uppbygging innviða geti átt sér stað samhliða. Verkefnið er unnið í góðu samstarfi og samráði við Sveitarfélagið Voga með það að markmiði að byggja fjölskylduvænt hverfi á einstökum stað.
Skilalýsing:
Uppsteypt hús einangrað að utan með 100 mm steinull og klætt með báruálklæðningum. Gert er ráð fyrir að þakkantar verði klæddir að neðan með báruáli. Gert er ráð fyrir að flestir útveggir sem einangraðir eru að utan séu 18 cm þykkir. Útveggir, þak, geymslu- og sorpskýli við innganga eru timburgrindur, óeinangraðar en klæddar að utan með báruáli. Inntaksklefi er einangraður og klæddur að innan. Gert er ráð fyrir 4“ grind með steinull, rakavarnalagi og steindum plötum sem eru ómeðhöndlaðar. Gert er ráð fyrir að salarhæð húsa á 1. hæð sé 2.8 m en lofthæðir efri hæða verði hærri, (ca 2,8. – 3,5 m). Þök eru sperruþök og stálbitum klædd með borðaklæðningu, ysta lag þaks er PVC dúkur. Gluggar, svala- og inngangshurðir í íbúðir frá svalagöngum eru timbur/ál. Öll handrið eru galvaniseruð stál handrið. Gert er ráð fyrir að stigi upp á 2. hæð sé galvaniseraður stálstigi með steypufylltum þrepum. Raflagnakerfi hússins verður hefðbundið, dyrabjalla verður við útihurð, ekki verður samtengt öryggiskerfi í íbúðum. Lagt verður ídráttarrör fyrir mögulegum hleðslustöðvum við bílaplön, hleðslustöðvar fylgja ekki með. Gert er ráð fyrir einu inntaki í hvert hús. Hitakerfi hússins er almennt hefðbundið ofnakerfi, ekki er gert ráð fyrir gólfhita. Loftræsting er samkvæmt lámarkskröfum byggingareglugerðar. Léttir innveggir verða að mestu byggðir upp með sandsteini, sparslaðir og málaðir. Innihurðir verða yfirfelldar. Öll loft efri hæða verða klædd með Clipsódúk. Íbúðir skilast án gólfefna nema flísalagt er á baði (gert er ráð fyrir hljóðdúk undir flísalögn á baði) og anddyri. Gert er ráð fyrir að flísaleggja sturtusvæði í hverri íbúð ca. 100x100 cm. Annars verða veggir baðherbergja málaðir með háu gljástigi. Í innréttingum er gert ráð fyrir eftirfarandi magni í hverri íbúða. Eldhúsinnréttingar: 6 einingar 60c m b. Fataskápar: Hjónaherbergi lengd 1.5 lm. c. Innrétting á böðum: Neðri skápur með vaski og spegli. d. Anddyri: er skápur 1 – 1,2 lm e. Gert er ráð fyrir sturtuhengi og slá (90x90 cm) á hverju baði. f. Gert er ráð fyrir keramik helluborði, ofni og kolaviftu (Electrolux eða sambærilegt). g. Gert er ráð fyrir plastlögðum borðplötum í innréttingar. Gert ráð fyrir að lóð sé full unnin með malbikuðum og eða hellulögðum stígum og grassvæði. Ekki er gert ráð fyrir trjágróðri né hitalögnum (snjóbræðslu) í stéttum. Sérafnotareitir eru hellulagðir. Ekki er gert ráð fyrir búnaði eða trjágróðri á lóð. Gert er ráð fyrir 2 ljósastaurum á hverri lóð samtals 6 stk. Áætlað er að póstkassar verði settir upp á geymsluveggi að utan sem snýr að húsi, 1 slökkvitæki fylgir hverri íbúð, gert er ráð fyrir 9 skjólveggjum á milli íbúða utanhúss samtals ca 25m2. Ein númeramerking verður sett á gafl hvers hús.
Nánari upplýsingar veitir:
Sölvi Sævarsson löggiltur fasteignasali. í síma 618-0064 eða solvi@domusnova.is
– eða skrifstofa / s.527-1717 / eignir@domusnova.is
Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. DOMUSNOVA fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.
Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0.8% af heildarfasteignamati / 1.6% fyrir lögaðila, (0.4% við fyrstu kaup einstaklinga).
2. Þinglýsingagjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, veðleyfi o.fl.- kr. 2.500 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar - almennt kr. 50.000 - 75.000. Sjá nánar á heimsíðum lánastofnanna.
4. Umsýsluþóknun til fasteignasölu kr. 69.900 kr.
5. Ef um nýbyggingu er að ræða þá greiðir kaupandi skipulagsgjald þegar það verður lagt á. Skipulagsgjaldið er 0.3% af endanlegu brunabótamati.