Fasteignaleitin
Opið hús:13. jan. kl 17:00-17:30
Skráð 7. jan. 2026
Deila eign
Deila

Perlukór 3

FjölbýlishúsHöfuðborgarsvæðið/Kópavogur-203
108 m2
4 Herb.
3 Svefnh.
1 Baðherb.
Verð
89.700.000 kr.
Fermetraverð
830.556 kr./m2
Fasteignamat
73.400.000 kr.
Brunabótamat
61.380.000 kr.
Mynd af Pétur Ísfeld Jónsson
Pétur Ísfeld Jónsson
Byggt 2005
Þvottahús
Garður
Sérinng.
Fasteignanúmer
2279243
Húsgerð
Fjölbýlishús
Byggingarefni
Steypt
Númer hæðar
2
Hæðir í húsi
2
Hæðir í íbúð
1
Númer íbúðar
1
Svalir
Upphitun
Danfoss
Inngangur
Sérinngangur
Byggingarstig
7 - Fullgerð bygging
Matsstig
7 - Fullgerð bygging

OPIÐ HÚS VERÐUR Í PERLUKÓR 3C, ÍBÚÐ 201, ÞRIÐJUDAGINN 13. JANÚAR KL. 17:00-17:30.   

Upplýsingar veitir: Pétur Ísfeld Jónsson, löggiltur fasteignasali í síma 862-5270 eða petur@husaskjol.is   

Húsaskjól og Pétur Ísfeld, löggiltur fasteignasali, kynna til sölu: Opin, björt og vel skipulögð fjögurra herbergja íbúð á annari hæð, í þríbýli með sér inngangi, stóru björtu alrými með mikilli lofthæð og svölum út frá stofu með einstöku útsýni í suður í Perlukór 3C, Kórahverfi í Kópavogi, með fasteignanúmer 2279243. Birt stærð eignar er skráð 108,2 fm, þar af íbúðarrými 96,4 fm, geymsla 11,8 fm. Íbúðin skiptist í anddyri, þrjú svefnherbergi, rúmgott baðherbergi, þvottahús í íbúð, stofa og eldhús í opnu sameiginlegu rými þaðan sem útgengt er á svalir sem vísa í suður. Gott skipulag er á eigninni, vandaðar innréttingar og gólfefni.

Nánari lýsing
Forstofa: Gengið inn í andyri af stigapalli á annari hæð, tveir vandaður tvöfaldir fataskápar er á hægri hönd og pláss er fyrir fatahengi og spegil á vinstri vegg. Á gólfi eru ljósbrúnar flísar.
Alrými með eldhúsi, stofu og borðstofu: er með mikilli lofthæð, ljósu parketi á gólfi og stórum gluggum fyrir enda sem vísa út á svalir og í suður sem gera rýmið bjart og notalegt. Þetta er rými sem býður upp á mikla möguleika með glæsilegu útsýni. Í lofti eru hljóðdempandi flekar.
Eldhús: er vel skipulagt og stílhreint með miklu skápa og vinnuplássi. Borðplötur eru gráar og flísar á milli efri og neðri skápa eru hvítar og skápa hurðar eru grá/grænar eins og veggir. Í eldhúsi er eyja sem hægt er sitja við en einnig er helluborð og gott skápapláss. Ofninn er í góðri vinnuhæð og stór tvöfaldur vaskur og pláss er fyrir ísskáp með frysti, örbylgju og uppþvottavél.
Hjónaherbergi: er bjart og rúmgott með með pláss fyrir hjónarúm, náttborð beggja vegna og fataskápur á vegg fyrir aftan hurðina. Í herberginu er góður horngluggi með opnanlegu fagi og á gólfi er ljóst parket.
Barnaherbergi 1: er er mjög rúmgott með pláss fyrir hjónarúm og skrifborð. Rýmið bjart með tvöföldum skáp, góðum glugga með opnanlegu fagi. Á gólfi er ljóst parket.
Barnaherbergi 2: er mjög rúmgott með pláss fyrir hjónarúm og skrifborð. Rýmið bjart með tvöföldum skáp, góðum glugga með opnanlegu fagi. Á gólfi er ljóst parket. Þetta herbergi var upprunalega hluti af stofunni, hægt væri að taka léttveggi og stækka stofuna.
Baðherbergi: er með steingráar flísar á gólfi, hvítar á vegg og stór ljós viðar innrétting, með tvöföldum skáp undir vaski og uppháum skápum beggja vegna við vask. Stór vel lýstur spegill er yfir vaskinum og gott frálegs pláss við hliðina á vaskinum. Einnig er upphengt klósett sturtuklefi og handklæðaofn.
Þvottahús: er með hvítar flísar gólfi og pláss fyrir þvottavél og þurrkara. Á bakvið hurð eru hillur.
Svalir: er í suður út frá stofu og eldhúsi.
Geymsla: er staðsett á jarðhæð.
Bílastæði: í upphitaðri bílageymslu
Sameign: er með sameiginlegri hjóla- og vagnageymslu.
Lóð: er snyrtileg og á henni er sameiginlegur leikvöllur með leiktækjum.

Frábær staðsetning í rólegu og fjölskylduvænu hverfi þar sem stutt er í skóla, leikskóla, verslanir, íþróttaiðkun, útivist, gönguleiðir við Elliðavatn og Heiðmörk og alla aðra almenna þjónustu. Hér er um að ræða glæsilega eign sem vert er að skoða, sjón er sögu ríkari.

Upplýsingar veitir: Pétur Ísfeld Jónsson, löggiltur fasteignasali í síma 862-5270 eða petur@husaskjol.is   

Fylgdu Húsaskjóli á TikTok

Húsaskjól fasteignasala - af því að þín fasteign skiptir máli

Ertu í söluhugleiðingum? Smelltu hér til að fá frítt verðmat
Ertu að leita að sambærilegri íbúð? Smelltu hér til að skrá þig á kaupóskalistann okkar

Fylgdu okkur á Instagram
Skoðaðu hvað okkar viðskiptavinir hafa um Skoðaðu hvað okkar viðskiptavinir hafa um okkur að segja
Hvað er í gangi á fasteignamarkaðnum? Skráðu þig á Fréttaskot Húsaskjóls

Húsaskjól advices potential buyers who do not speak or read icelandic to have a translator present when they view and sign an offer,  sales agreement and other documents relating to the purchase of the property.​ 

Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Vill Húsaskjól fasteignasala því skora á væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun.   

Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni.
Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi, fyrstu kaup (0,4%), almenn kaup (0,8%), lögaðilar (1,6%) af heildarfasteignamati.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.700 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar - fast gjald.  Sjá vefsíðu viðkomandi lánastofnanna
4. Umsýslugjald til fasteignasölu skv. kauptilboði

DagsetningFasteignamatKaupverðStærðFermetraverðNothæfur samningur
04/12/201839.800.000 kr.49.750.000 kr.108.2 m2459.796 kr.
29/03/201633.200.000 kr.36.700.000 kr.108.2 m2339.186 kr.
Byggt á upplýsingum úr Þjóðskrá Íslands frá 2006-2026

Sambærilegar eignir

Skoða eignina Álfkonuhvarf 53
Bílastæði
Skoða eignina Álfkonuhvarf 53
Álfkonuhvarf 53
203 Kópavogur
125.3 m2
Fjölbýlishús
413
717 þ.kr./m2
89.900.000 kr.
Skoða eignina Fannahvarf 1
Skoða eignina Fannahvarf 1
Fannahvarf 1
203 Kópavogur
102.3 m2
Fjölbýlishús
312
841 þ.kr./m2
86.000.000 kr.
Skoða eignina Baugakór 13
Bílastæði
Skoða eignina Baugakór 13
Baugakór 13
203 Kópavogur
110.1 m2
Fjölbýlishús
312
807 þ.kr./m2
88.900.000 kr.
Skoða eignina Austurkór 98
Skoða eignina Austurkór 98
Austurkór 98
203 Kópavogur
134.1 m2
Fjölbýlishús
312
670 þ.kr./m2
89.900.000 kr.
Fasteignaleitin
Öflugur fasteignaleitarvefur með einföldu og notendavænu viðmóti sem býður upp á ítarlegar upplýsingar um fasteignir, þróun verðlags og fróðleik um fasteignamarkaðinn.
Hafðu samband
© Copyright 2026 - Fasteignaleitin