Domusnova fasteignasala og Sölvi Sævarsson lgf. kynna: Einbýlishús á einni hæð með fimm svefnherbergjum og rúmgóðum tvöföldum bílskúr ásamt 2ja herbergja aukaíbúð á neðri hæð með sér inngangi og sér fastanúmeri.
Verð efri hæð kr. 138.800.000. Verð á íbúð á neðri hæð kr. 50.800.000. Verð á báðum eignarhlutum kr. 189.600.000.-
Húsið er í heild skráð 333,9 fm skv. Þjóðskrá Íslands.
Einbýlishús - efri hæð er skráð 256,6 fm þar af er bílskúr 61,3 fm skv. Þjóðskrá Íslands.
Auklaíbúð á neðri hæð með sér fastanúmeri er skráð 77,3 fm skv Þjóðskrá Íslands.
Einbýlishús- efri hæð skiptist í: Anddyri, hol, rúmgott eldhús tvær stofur, snyrtingu, baðherbergi ásamt fimm svefnherbergjum og þvottahúsi. Úr þvottahúsi er innangengt í tvöfaldan bílskúr sem er með góðri lofthæð og háum innkeyrsluhurðum.
Gengið er í gegnum lúgu niður af þvottahúsi í 190 fm lagnakjallara sem er undir allri efri hæðinni. Miklir möguleikar eru á að innrétta kjallarann sem er í framhaldi af tveggja herbergja íbúðinni á neðri hæð.
Einnig væri hægt að stækka íbúð á neðri hæð inn í kjallararýmið að hluta. Eftir er að steypa botnplötu í kjallararými ( lagnarými)
Bílskúrinn er tvöfaldur með háum innkeyrsluhurðum. Undir íbúðarhlutanum er ca. 190 fm óskráð rými sem ekki er inni í fermetratölu hússins. Lofthæð þar er c.a 240-250 cm og býður rýmið upp á mikla möguleika.
2ja herbergja íbúðinn á neðri hæð hússins er með sér fastanúmeri, skráð 77,3 fm skv Þjóðskrá Íslands. Verð 50.800.000.- Möguleiki væri að stækka íbúðina inn í óskráða rými sem er undir efri hæðinni.
Allar nánari upplýsingar veitir: Sölvi Sævarsson lgf. í síma 618-0064 eða solvi@domusnova.is
Nánari Lýsing: Efri sérhæð
Anddyri - skápar og flísar á gólfi
Snyrting - með hvítri innréttingu, flísar á gólfi
Stofa og borðstofa - Í einu samfeldu rými, flísar á gólfi, arinn í stofu, útgangur um tvöfald hurð út á stóra verönd með gróðri þar í kring.
Eldhús - er rúmgott með stórri innréttingu og góðum borðkrók, moaikflísar mill efri og neðri skápa. Spanhellubooroð í eldhúsi. flísar á gólfi
Hol - hol og gangur með flísum á gólfi.
Hjónaherbergi - Með eldri skápum, harðparket á gólfi.
Barnaherbergi - Eru fjögur talsins öll með nýlegu harðparketi á gólfi. ATH það vantar myndir af einu herbergi hússins.
Baðherbergi – Er flísalagt ljósum flísum á veggjum og gólfi. Hvít innrétting, hornbaðkar og aðstaða fyrir sturtu, tæki eru til staðar en vantar að setja sturtuklefa eða sturtubotn og gler þar við.
Þvottahús – M eð hvítri innréttingu, útgangur út á lóð og einnig inn í bílskúr úr þvottahúsi.
Bílskúr er tvöfaldur með mikilli lofthæð og stórum innkeyrsluhurðum. Gott geymslurými yfir hluta að bílskúr.
Lóðin er frágengin á mjög smekklegan hátt með miklu af gróðri, steinum og sólpöllum. Helulögð Innkeyrsla og göngustígar að húsi með hitalögn.
Íbúð á neðri hæð: 2ja herbergja íbúð með sér fastanúmeri skráð 77,3 fm. Verð 50.800.000.-
ATHUGIÐ MYNDIR VANTAR AF ÍBÚÐINNI - ÞÆR VERÐA SETTAR Í AUGLÝSINGU Á NÆSTU DÖGUM.
Nánari lýsing:
Íbúðin skiptist í anddyri, eldhús, stofu, svefnherbergi, baðherbergi og geymslu.
Anddyri - með flísum á gólfi.
Stofa - með harðparketi á gólfi
Eldhús - með nýlegri innréttingu og borðkrók.
Svefnherbergi - með harðparketi á gólfi.
Geymsla - inn af eldhúsi
Baðherbergi - með innréttingu, flísar á gólfi og veggjum að hluta, sturtuklefi og lögn fyrir þvottavél á baðberbergi.
Sér bílastæði fylgir íbúðini og snér lóð með sólpalli sem er ófrágengin að hluta.
Lóð: Búið er að grófjafna lóð og gera klárt fyrir þökur, setja hólka fyrir pall bakvið hús og steinamöl í innkeyrslu.
Nánari upplýsingar veitir:
Sölvi Sævarsson löggiltur fasteignasali. í síma 618-0064 eða solvi@domusnova.is
– eða skrifstofa / s.527-1717 / eignir@domusnova.is
Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. DOMUSNOVA fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.
Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0.8% af heildarfasteignamati / 1.6% fyrir lögaðila, (0.4% við fyrstu kaup einstaklinga).
2. Þinglýsingagjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, veðleyfi o.fl.- kr. 2.500 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar - almennt kr. 50.000 - 75.000. Sjá nánar á heimsíðum lánastofnanna.
4. Umsýsluþóknun til fasteignasölu kr. 69.900 kr.
5. Ef um nýbyggingu er að ræða þá greiðir kaupandi skipulagsgjald þegar það verður lagt á. Skipulagsgjaldið er 0.3% af endanlegu brunabótamati.