BYR fasteignasala kynnir í einkasölu MELGERÐI 7 ÍBÚÐ 102, 730 Reyðarfjörður. Fjögurra herbergja íbúð á fyrstu hæð (jarðhæð) með verönd til suðurs, útsýni.
Húsið er steypt, byggt árið 2004. Eignin skiptist í íbúð 97,8 m² og geymslu 11 m², samtals 108.8 m² samkvæmt skráningu HMS.
Skipulag eignar: Forstofa, alrými með eldhúsi, stofu og borðstofu, þrjú svefnherbergi, baðherbergi og þvottahús. Í sameign: Geymsla, anddyri, stigahús, lyfta hjóla- og vagnageymsla.
Nánari lýsing:
Forstofa með tvöföldum fataskáp.
Alrými með eldhúsi, stofu og borðstofu, útgengt er úr alrými á hellulagða verönd til suðurs með skjólveggjum og gróðurbeðum.
Eldhús, AEG helluborð, ofn og innbyggð uppþvottavél, ísskápur Whirlpool fylgir með.
Þrjú svefnherbergi,
Hjónaherbergi með fjórföldum fataskáp og vegginnréttingu.
Barnaherbergi, annað þeirra er með einföldum og hitt með tvöföldum fataskáp.
Baðherbergi og þvottahús, vaskinnrétting, upphengt salerni og sturta. Fibó á veggjum sturtu. Innrétting með hækkun fyrir tvær vélar, innréttingar frá Trévangi.
Gólfefni: Flæðandi parket á forstofu, alrými,og svefnherbergjum. Flisar á baðherbergi og þvottahúsi.
Í sameign: Geymsla með máluðu gólfi, hillur. Anddyri, stigahús, lyfta, hjóla- og vagnageymsla.
Melgerði 7er sjö hæða steypt hús með 26 íbúðum. Tvær íbúðir eru á fyrstu hæð en fjórar íbúðir á hverri hæð þar fyrir ofan.
Geymslur fyrir íbúðir eru á fyrstu hæð. Lóðin er sameiginleg fullfrágengin, bílastæði á lóðinni eru sameiginleg.
Lóðin er sameiginleg 2976,2 m² leigulóð í eigu Fjarðarbyggðar.
Skráning eignarinnar hjá HMS:
Fastanúmer 227-6648.
Stærð: Íbúð 97.8 m². Geymsla 11 m². Samtals 108.8 m².
Byggingarár: 2004.
Byggingarefni: Steypa.