Fasteignaleitin
Skráð 20. nóv. 2024
Deila eign
Deila

Strýtusel 15

HæðHöfuðborgarsvæðið/Reykjavík/Breiðholt-109
155.2 m2
5 Herb.
3 Svefnh.
2 Baðherb.
Verð
118.000.000 kr.
Fermetraverð
760.309 kr./m2
Fasteignamat
83.150.000 kr.
Brunabótamat
80.000.000 kr.
Mynd af Kristján Gíslason
Kristján Gíslason
Löggiltur fasteigna- og skipasali
Byggt 1979
Þvottahús
Garður
Sérinng.
Fasteignanúmer
2054069
Húsgerð
Hæð
Byggingarefni
St+málmur
Númer hæðar
1
Hæðir í húsi
2
Hæðir í íbúð
1
Númer íbúðar
1
Vatnslagnir
Endurnýjaðar að hluta
Raflagnir
Endurnýjaðar að mestu leiti
Frárennslislagnir
Upprunalegar
Gluggar / Gler
Endurnýjað að mestu
Þak
Nýlegt
Lóðarréttindi
Leigulóð
Svalir
Verönd
Upphitun
Hitaveita
Inngangur
Sérinngangur
Matsstig
7 - Fullgerð bygging
Gimli fasteignasala og Kristján Gíslason kynna Strýtusel 15, sem er 155,2 fm glæsileg neðri sérhæð í tvíbýli, með auka íbúð og miklu útsýni. Lítið mál er að sameina íbúðirnar með því að opna yfir í aukaíbúðina. Hús og íbúð hafa fengið mikið og gott viðhald gegnum árin og var húsið m.a. einangrað að utan og klætt með vandaðri álklæðningu. Einnig er búið að endurnýja járn og pappa á þakinu og flesta glugga og gler. Búið er að skipta upp afnotarétti af lóðinni. Íbúðinni fylgir ca 120 fm timbur verönd. Fyrir framan veröndina til norðurs, er óbyggt svæði og því er mjög mikið útsýni yfir Reykjavík og nágrenni. Þá fylgir með ca 7 fm einangraður timburskúr, sem stendur í suð-vestur horni lóðarinnar. Húsið stendur innst í botnlaga í rólegri götu.  Smellið hér til að sjá myndband af eigninni.
Bókið skoðun hjá Kristján Gíslason í síma 691-4252, eða kristjan@gimli.is


Nánari lýsing:
Anddyri/hol; Er mjög rúmgott með flísum á gólfi og fatahengi.
Svefnherbergi; Er strax til hægri þegar komið er inn i húsið. Harðparket á gólfi, stór frístandandi fataskápur og góður gluggi sem snýr út í garð.
Þvottahús; Er innaf svefnherbergi, stór hvít innrétting og vélar í vinnuhæð.
Geymsla; Er gengt útihurð, hillur og fatahengi og þar er hægt að opna inn í aukaíbúðina.
Svefnherbergi; Parket á gólfi, stórir hvítir fataskápar og gluggi í norður.
Baðherbergi; Baðkar með sturtu, vegghengt salerni og stór innrétting undir vask. Dökkar flísar á gólfi og gráar fyrir ofan baðið. Stór gluggi og annar minni og opnanlegur.
Stofa og borðstofa; Eru samliggjandi, parket á gólfi og er frábært útsýni út um gólfsíða glugga í norður. Gengt er út á veröndina úr rýminu.
Eldhús; Er við borðstofuna og þar er hvít L-laga innrétting með fallegum efriskápum með gleri í hurðum. Ofn í vinnuhæð, gaseldavél og stór gluggi sem snýr út að götu. 
Aukaíbúð; Er u.þ.b. 30 fm stúdíó íbúð með sérinngangi af pallinum. Í henni alrými þar sem er lítil eldhúsinnrétting með vaski, helluborði og plássi fyrir lítinn ísskáp. Þar innaf er lítið svefnherbergi. Baðherbergið er með baðkari með sturtu, tengi fyrir þvottavél og vaskaskápur. Ef opnað væri á milli aukaíbúðar og aðalíbúðar þá væri aukaíbúðin tilvalin sem hjónaherbergi með fataherbergi og sér baðherbergi.
Viðarverönd; Er ca 120 fm og gólfborðin eru lerki sem ekki þarf að bera á. Hún liggur meðfram vestur og norður hlið íbúðar og þar sem það er óbyggt svæði fyrir norðan húsið er mikið og óhindrað útsýni af veröndinni yfir Reykjavík, Esjuna og nágrenni. 
Garðskúr; Er ca 7 fm og einangraður.
Lóðin; Búið er að skipta upp og þinglýsa afnotarétti af lóð og er neðri hæðin með sér-afnotarétt á allri lóðinni vestan við bílastæði efri hæðar.

Einstaklega vel staðsett íbúð við rólega götu. Mikið útsýni og stutt í stofnbrautir, skóla, leikskóla, íþróttaiðkun og alla almenna þjónustu.
Nánari upplýsingar veitir: Kristján Gíslason Löggiltur fasteigna- og skipasali, í síma 691-4252, tölvupóstur kristjan@gimli.is eða gimli@gimli.is

Gimli fasteignasala hefur stundað fasteignaviðskipti með farsælum hætti á fimmta áratug og er ein af elstu starfandi fasteignasölum landsins, stofnuð árið 1982. Leiðarljós Gimli er heiðarleiki, traust og góð þjónusta. Gimli, gerir betur...
Gimli er staðsett á 2. hæð á Grensásvegi 13, 108 Reykjavík og á 2. hæð á Eyravegi 29, Selfoss.
Opnunartími frá kl. 10 -16 alla vikra daga, sími: 570 4800, tölvupóstur: gimli@gimli.is
Heimasíða Gimli fasteignasölu

Gimli á Facebook

Um skoðunar- og aðgæsluskyldu kaupenda: Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Gimli fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand eigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun ef þörf er á.
Forsendur söluyfirlits: Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup m.v. að lágmarki 50% eignarhlut) og 1,6% fyrir lögaðila.Þinglýsingargjald hvers skjals er kr. 2.700,- .Lántökugjald lánastofnunar skv. gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá.Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamati, þegar það er lagt á.
Engin gögn fundust fyrir þessa eign

Sambærilegar eignir

Skoða eignina Fljótasel 28
Bílskúr
Skoða eignina Fljótasel 28
Fljótasel 28
109 Reykjavík
197.8 m2
Raðhús
514
594 þ.kr./m2
117.500.000 kr.
Skoða eignina Réttarbakki 11
Skoða eignina Réttarbakki 11
Réttarbakki 11
109 Reykjavík
211.2 m2
Raðhús
715
554 þ.kr./m2
116.900.000 kr.
Skoða eignina Kambasel 23
Skoða eignina Kambasel 23
Kambasel 23
109 Reykjavík
179.5 m2
Raðhús
614
668 þ.kr./m2
119.900.000 kr.
Skoða eignina Kambasel 83
3D Sýn
Bílskúr
Skoða eignina Kambasel 83
Kambasel 83
109 Reykjavík
184.1 m2
Parhús
715
640 þ.kr./m2
117.900.000 kr.
Fasteignaleitin
Öflugur fasteignaleitarvefur með einföldu og notendavænu viðmóti sem býður upp á ítarlegar upplýsingar um fasteignir, þróun verðlags og fróðleik um fasteignamarkaðinn.
Hafðu samband
© Copyright 2024 - Fasteignaleitin