Guðlaugur J. Guðlaugsson og Gunnar Sverrir löggiltir fasteignasalar hjá RE/MAX fasteignasölu kynna í einkasölu:Fjölskylduvænt og gott 276,9 fm. parhús á tveimur hæðum með innbyggðum tvöföldum bílskúr og samþykktri aukaíbúð á jarðhæð með sérinngangi. ( Tvö fastanúmer ) á skjólsælum stað við Ásbúð 89, 210 Garðabæ. Eignin hefur fengið gott viðhald undanfarin ár og er þó nokkuð endurnýjað. Lóðin er 534,0 fm. Góð aðkoma, innkeyrsla og stétt fyrir framan húsið er steypt og upphituð með hitalögnum þar undir. Bak lóð hússins er með stórum og skjólsælum viðarveröndum með skjólveggjum, gert er þar ráð fyrir heitum potti. Auk þess eru á baklóð tyrfð flöt og trjágróður. Baklóð hússins er afgirt til suðurs og vestur og með hliði út á framlóðina.
Skráning eignarinnar skv. Fasteignaskrá Íslands er eftirfarandi:
Aðal íbúðarrými er skráð samtals 204,4 fm. þar af er innbyggður, tvöfaldur 36,8 fm. bílskúr, aukaíbúð er skráð 72,5 fm. Samtals stærð 276,9 fm.
Fasteignamat eignarinnar fyrir árið 2023 er kr. 158.150.000.
Þakjárn og þakpappi voru endurnýjuð árið 2010. Eignin var múrviðgerð og máluð að utan árið 2022. Það sama ár var voru báðar íbúðir málaðar að innan líka, þá var einnig skipt var um tengla efni í báðum íbúðum.
Smelltu á link til að skoða stærri eignina í 3-DSmelltu á link til að skoða aukaíbúð í 3-D
Bókið skoðun hjá Gulla í síma 661-6056 / gulli@remax.isNánari lýsing - Aðal íbúðarrýmið:Gengið er inn um sérinngang inn í flísalagða forstofu með fataskápum. Gestasnyrting er inn af forstofu, salerni, handlaug og flísar á gólfi.
Gengið er upp steyptan og flísalagðan stiga upp á efri hæð og er þakgluggi yfir stiga sem gefur góða birtu inn. Komið er upp í rúmgott og bjart alrými með flísum á gólfi, eldhúsi og borðstofu. Hátt er til lofts og innfelld lýsing í lofti. Eldhúsinnrétting er sérsmíði frá Brúnás úr rauðeik L-laga innrétting með gott skápa- og vinnupláss. Granít á borðum og undirlímdur vaskur. Gert er ráð fyrir tvöföldum ísskáp í innréttingu, bökunarofn er í vinnuhæð og innfelld uppþvottavél í innréttingu. Frá borðstofu er gengið inn í samliggjandi stofur sem hægt er að loka af með tvöfaldri innbyggðri rennihurð með gleri í. Stofurnar tvær eru mjög bjartar og rúmgóðar, parketlagðar með útgengi út í nýlegan sólskála sem er með flísum á gólfi og bæði með hefðbundnum ofni og gólfhita. Tvær rennihurðir eru frá sólskála út á viðarverandir til suðurs og þaðan á lóð, önnur er einföld og hin tvöföld. Baklóð hússins er með stórum og skjólsælum viðarveröndum með skjólveggjum, gert er þar ráð fyrir heitum potti. Svefnherbergisgangur er með föstum hillum og föstu borði, parketlagður og aðgengi að baðherbergi með þvottaaðstöðu og þrjú rúmgóð svefnherbergi. Baðherbergi er með flísar á gólfi, veggjum og inn í sturtu. Innbyggð blöndunartæki í sturtu. Upphengt salerni og handlaug. Hvít baðinnrétting með graníti á borðum, gott skúffupláss og sér skápar, þar sem gert er ráð fyrir þvottavél og þurrkara. Speglaskápar með lýsingu að neðanverður er fyrir ofan baðinnréttingu. Hjónaherbergi er rúmgott og bjart með fataskápum og nýlegu harðaparketi á gólfi. Útgengi er þaðan frá út á svalir til norðurs þaðan sem nýtur virkilega fallegs útsýnis, af þeim svölum er steypur samhangandi stigi sem vísar út á lóð hússins. Barnaherbergin eru tvö, bæði rúmgóð með nýlegu harðparket á gólfi og flott útsýni. Annað þeirr er með fataskáp.
Bílskúr, er tvöfaldur og með tveimur innkeyrsluhurðum. Gluggar, niðurföll í gólfi og rennandi heitt og kalt vatn. Gert er ráð fyrir að hægt sé að vera með tvær hleðslustöðvar fyrir rafbíla á vegg fyrir framan bílskúr. Útigeymsla/köld geymsla er undir stiga frá svölum niður á lóð.
Nánari lýsing - aukaíbúð er á jarðhæð hússins ( 72,5 fm. ) Gengið er inn um sérinngang inn í flísalagða forstofu með fatasnögum/fatahengi. Komið er inn í rúmgott opið alrými með harðparket á gólfi, eldhúsi og borðstofu. Eldhúsinnrétting var nýlega máluð ásamt því að endurnýjað var bæði eldavél og ísskápur. Stofan er björt og rúmgóð með harðparket á gólfi. Svefnherbergi er með harððparket á gólfi og hvítum fataskápum. Allar hurðir voru nýlega málaðar. Baðherbergi er með flísum á gólfi, salerni og handlaug með skúffum þar undir. Sturta er með blöndunartækjum, en ekkert gler/plast í hurð. Tvær geymslur eru í íbúð, önnur þeirra er inn á baðherbergi, hin við hlið baðherbergis.
Staðsetning eignarinnar er virkilega góð og mjög rúmt er um húsið. Stutt er í Hofstaðaskóla, Fjölbrautarskóla Garðabæjar, nýja Knatthúsið, verslun og þjónustu.
Tvær samþykktar eignir eru í þessum hluta parhússins, þ.e. tvö fastanúmer.
Gert er ráð fyrir að fastanúmerin tvö séu seld saman. Ef ætti að selja eignirnar í sitthvoru lagi. Þá þyrfti að gera ráðstafanir um framkvæmd á nýjaum eignaskiptasamningi um eignina til að fullklára þá skráningu.
Nánari upplýsingar veita: Guðlaugur J. Guðlaugsson/Gulli löggiltur fasteignasali í síma
661-6056 / gulli@remax.is og Gunnar Sverrir löggiltur fasteignasali í síma
862-2001 / gunnar@remax.is
Vegna mikillar eftirspurnar vantar okkur allar tegundir eigna á skrá. Hafið samband og við munum verðmeta eign þína þér að kostnaðarlausu.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi 0,8%, ( 0,4% ef um fyrstu kaup er að ræða ) og 1.6% (ef lögaðilar) af heildar fasteignamati.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.500 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar - Nánari upplýsingar á heimasíðum lánastofnana.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu kr. 69.900.-