Fasteignaleitin
Skráð 17. nóv. 2025
Deila eign
Deila

Stóragerði/ölfuss Lóð 1

EinbýlishúsSuðurland/Ölfus-816
355.5 m2
11 Herb.
10 Svefnh.
5 Baðherb.
Verð
Tilboð
Fasteignamat
126.300.000 kr.
Brunabótamat
158.440.000 kr.
Mynd af Knútur Bjarnason
Knútur Bjarnason
Löggiltur Fasteignasali
Byggt 2020
Þvottahús
Garður
Bílskúr
Sérinng.
Fasteignanúmer
2343563
Húsgerð
Einbýlishús
Byggingarefni
Timbur
Númer hæðar
1
Hæðir í húsi
2
Hæðir í íbúð
2
Númer íbúðar
1
Vatnslagnir
Upprunalegt
Raflagnir
Upprunalegt
Frárennslislagnir
Upprunalegt
Gluggar / Gler
Upprunalegt
Þak
Upprunalegt
Lóðarréttindi
Eignarlóð
Svalir
Hellulögð verönd
Lóð
100
Upphitun
Varmadæla
Inngangur
Sérinngangur
Matsstig
7 - Fullgerð bygging
HELGAFELL fasteignasala kynnir í einkasölu STÓRAGERÐI LÓÐ 1, 816 Ölfus.

Einbýlishús með tveimur aukaíbúðum, innbyggðum bílskúr og tækjasal/vinnustof á eignarlóð í Ölfusi mitt á milli Þorlákshafnar og Hveragerðis. Ýmsir möguleikar í nýtingu, eignin hefur verið að hluta til í útleigu til ferðamanna, útsýni yfir Ölfusið að Hveragerði og að Ingólfsfjalli, að Ölfusárósum og að Þrengslum. Aðkoma er af Þorlákshafnarvegi nr. 38 og þaðan um Stóragerðisveg nr. 3983.

Húsið er timburhús, byggt árið 2020, samtals 335,5 fm. að birtri stærð og stendur á 5.087,5 fm. eignarlóð samkvæmt skráningu HMS.  
Aðalíbúð er 86.5 fm. Sólstofa 15.8 fm., aukaíbúð I 85.1 fm., aukaíbúð II 85.1 fm., samtals 241.9 fm.. Bílskúr 27.1 fm. og tækjasalur 86.5 fm..
GÓLFHITI ER Í ALLRI EIGNINNI, ÞAR MEÐ TALIÐ Í BÍLSKÚR OG Í SÓLSKÁLA. Danfoss stýringar á veggjum.

AÐALÍBÚÐ, neðri hæð til vinstri: Anddyri, alrými með eldhúsi, stofu og borðstofu. Gróðurskáli, gangur, baðherbergi og svefnherbergi. Bílskúr, geymsla og baðherbergi. 
Nánari lýsing: Flísalagt anddyri, þaðan er innangengt í alrými annarsvegar og á baðherbergi hinsvegar.  Alrými með stofu, borðstofu og flísalögðu eldhúsi. Innangengt í sólskála úr stofu. Flísar á gólfi og kamína í stofu. Flíslagt eldhús, helluborð, háfur, ofn í vinnuhæð, gert er ráð fyrir ísskáp og uppþvottavél í innréttingu (getur mögulega fylgt, allt eftir nánara samkomulagi).  Frá eldhúsi er innangengt á gang á milli bílskúrs og íbúðar, þaðan liggur stigi upp í aukaíbúð I, opið er undir stiga. Herbergi er innaf eldhúsi, flísar á gólfi. Baðherbergi, vaskinnrétting, speglaskápur, upphengt salerni, sturta, flísar á gólfi og á veggjum í sturtuhorni, gluggi.  Þvottaaðstaða er á baðherbergi, pláss fyrir tvær vélar.

AUKAÍBÚÐ I, efri hæð til vinstri. Gangur/stigi, eldhús, gangur, fjögur herbergi og baðherbergi.  
Nánari lýsing: Teppalagður stigi liggur frá gangi uppá efri hæð. Gangur ofan við stiga liggur þaðan að öðrum rýmum, harðparket á gólfi.
Eldhús,  lítil innrétting með stálvask, gert ráð fyrir litlum ísskáp í innréttingu. Baðherbergi, vaskinnrétting, upphengt salerni, baðkar, gluggi.  Fjögur herbergi, harðparket á gólfi.

AUKAÍBÚÐ II, efri hæð til hægri. Gangur/stigi, eldhús, gangur, þrjú herbergi, geymsla og baðherbergi. 
Nánari lýsing: Teppalagður stigi liggur frá gangi á efri hæð. Þaðan liggur gangur að öðrum rýmum. Harðparket á gólfi. Eldhús með lítilli innréttingu þar sem gert er ráð fyrir litlum ísskáp. Stálvaskur. Á baðherbergi er vaskinnrétting, upphengt salerni, baðkar og gluggi. Fjögur parketlögð herbergi. 

Aukaíbúðir I og II hafa verið í útleigu í gegnum Airbnb. "Rating" 4.96.
Möguleiki á að öll húsgögn í leiguíbúðum fylgi með eigninni, allt eftir nánara samkomulagi.
 
BÍLSKÚR, neðri hæð fyrir miðju. 
Nánari lýsing: Flísalagður með geymslu. Inntök og rafmagnstafla, hitakútar, þvottavaskur og gönguhurð í bílskúrshurð. Flísalagt baðherbergi með handlaug, sturtuklefa, opnanlegum glugga og upphengdu salerni. Útgengt á hellulagða verönd með heitum potti.
Innangengt er úr bílskúr á stigagang aukaíbúðar I og II.

TÆKJASALUR/VINNUSTOFA, neðri hæð til hægri. Anddyri, alrými (tækjasalur), kaffistofa, tvö herbergi og baðherbergi.
Nánari lýsing:  Sérinngangur við vesturenda hússins. Flísalagt anddyri, þar sem innangengt er í herbergi, alrými og á baðherbergi.
Alrými (tækjasalur) með harðparketi á gólfi. Þaðan er innangengt í kaffistofu og herbergi. Kamína. Kaffistofa með innréttingu. Stálvaskur og Gorenje eldavél, borðkrókur og gluggi. Tvö herbergi, bæði með harðparket á gólfi.  Flísalagt baðherbergi, vaskinnrétting, speglaskápur, upphengt salerni og sturta. Opnanlegur gluggi og tengi fyrir þvottavél.
Möguleiki á að tæki í tækjasal fylgi með eigninni, allt eftir nánara samkomulagi. Þau eru frá norska fyrirtækinu, Norsk sequence.
Rýmið hefur verið nýtt af núverandi eiganda undir sjúkraþjálfun. Gott aðgengi fyrir hreyfihamlaða. Möguleiki að nýta rýmið fyrir íbúð með sérinngangi.
Frá alrými er innangengt á gang milli bílskúrs og íbúðar. Þaðan liggur stigi upp í aukaíbúð II.

Almennt:
Stóragerði lóð 1 er timburhús á tveimur hæðum klætt að utan með járnklæðningu. Járn á þaki, timburgluggar og hurðar. Stórt malar bílaplan og hringtorg er framan við húsið. Hellulagt meðfram því að framanverðu og á hlið. Hellulögð verönd til suðurs er aftan við húsið, þar sem er heitur pottur og útisturta með skjólveggjum. Á veröndinni er tvískipt varmadæla, loft í loft (stærsta týpan).
Lóðin er náttúrulega gróin mosa og berjalyngi að mestu leyti.  Á henni er lífræn rotþró fyrir allt að 17 manns.
Að sögn seljanda eru u.þ.b. 300 metrar niður á heitt vatn í jörðu. Til stendur að bora tilraunaholu. Rotþró og borholur eru sameiginlegar fyrir Stóragerði lóð 1 og 1B. Sameiginleg innkeyrsla er að báðum lóðum. Til að komast að borholu og rotþró frá lóð 1B er nauðsynlegt að keyra um innkeyrslu hjá Stóragerði lóð 1. Kvöð  er um sameiginlegan kostnað lóðanna um rekstur á borholu og vatnsveitu.
 
Lóðin er 5.087,5 fm. EIGNARLÓÐ, sjá afmörkun lóðar í landeignaskrá með landeignanúmeri 212987. Samkvæmt deiliskipulagi, sbr. skipulagsuppráttur fyrir Stóragerði 1 lóð, dagsett 20.maí 2025 er föst búseta heimil með minniháttar atvinnsutarfsemi á lóð. Heimilt er að byggja íbúðarhús ásamt bílskúr/skemmu/gestahúsi sambyggt eða aðskilið. Hámarksbyggingarmagn er 750 fm. innan lóðar og hefur þegar verið byggt einbýlishús sem heimilt er að viðhalda og byggja við.  Sjá hér skipulagsgreinagerð Stóragerði, Aðalskipulag Sveitarfélagsins Ölfus 2020-2036 dags.11.06.2025.
Fyrirhugað fasteignamat 2026: 139.500.000,- kr.  

Eign sem kemur virkilega á óvart og bíður upp á marga möguleika.

Nánari upplýsingar veita:
Knútur Bjarnason, löggiltur fasteignasali, s: 775-5800 / knutur@helgafellfasteignasala.is
Kristján Þór Sveinsson, löggiltur fasteignasali, s: 898-6822 / kristjan@helgafellfasteignasala.is  
Engin gögn fundust fyrir þessa eign
Byggt 2020
86.5 m2
Fasteignanúmer
2343563
Byggingarefni
Timbur
Númer hæðar
01
Númer eignar
02
Húsmat
0 kr.
Lóðarmat
0 kr.
Fasteignamat samtals
0 kr.
Brunabótamat
41.550.000 kr.
Matsstig
7 - Fullgerð bygging
Byggt 2020
27.1 m2
Fasteignanúmer
2343563
Byggingarefni
Timbur
Númer hæðar
01
Númer eignar
03
Húsmat
0 kr.
Lóðarmat
0 kr.
Fasteignamat samtals
0 kr.
Brunabótamat
7.990.000 kr.
Matsstig
7 - Fullgerð bygging

Sambærilegar eignir

Skoða eignina Búðarstígur 16
Búðarstígur 16
820 Eyrarbakki
299.7 m2
Einbýlishús
635
320 þ.kr./m2
95.800.000 kr.
Skoða eignina Hólsbraut 6-8
Bílskúr
Skoða eignina Hólsbraut 6-8
Hólsbraut 6-8
805 Selfoss
304.2 m2
Parhús
43
378 þ.kr./m2
115.000.000 kr.
Skoða eignina Hólsbraut 13-15
Bílskúr
Skoða eignina Hólsbraut 13-15
Hólsbraut 13-15
805 Selfoss
310 m2
Parhús
413
435 þ.kr./m2
135.000.000 kr.
Skoða eignina Hólsbraut 17-19
Bílskúr
Skoða eignina Hólsbraut 17-19
Hólsbraut 17-19
805 Selfoss
310 m2
Parhús
413
419 þ.kr./m2
130.000.000 kr.
Fasteignaleitin
Öflugur fasteignaleitarvefur með einföldu og notendavænu viðmóti sem býður upp á ítarlegar upplýsingar um fasteignir, þróun verðlags og fróðleik um fasteignamarkaðinn.
Hafðu samband
© Copyright 2025 - Fasteignaleitin