Skráð 24. ágúst 2022
Deila eign
Deila

Þverbrekka

Jörð/LóðNorðurland/Akureyri-604
Verð
39.000.000 kr.
Fasteignamat
658.000 kr.
Brunabótamat
0 kr.
Sérinng.
Fasteignanúmer
2157737
Húsgerð
Jörð/Lóð
Lóðarréttindi
Eignarlóð
Lóð
100
Inngangur
Sérinngangur
Þverbrekka er eyðibýli í Öxna­dal vestan ár, næsti bær sunnan við Háls.  Engin mannvirki eru á jörðinni en nokkuð flatlendi er neðst við ána og ræktanlegt land sem enn er nytjað er skráð um 7 ha að stærð.  Heildarstærð jarðarinnar er um 500 ha.  Landamerki er að Hálsi að norðanverðu og að Bessahlöðum að sunnanverðu, nokkurnveginn eftir árfarveginum að austanverðu og alveg upp að brún Þverbrekkuhnjúks til vesturs.  Fjallið Þverbrekkuhnjúkur er 1.142 m hátt og eitt hæsta og hrikalegasta fjall við Öxnadal, skammt sunnan Hraundranganna.   Undir Þverbrekkuhnjúk er allmikill hjalli eða hvilft í fjallinu suður frá Hraunsá og þar er lítið stöðuvatn sem heitir Þverbrekkuvatn.  Í vatninu er nokkur veiði.  Stutt er frá Þverbrekku yfir í Hraunsvatn í Vatnsdal.

Gamla bæjarstæðið í Þverbrekku var ofarlega (vestarlega) í túninu innanverðu (sunnanverðu).  Þverbrekka fór í eyði árið 1936 en bæjarrústirnar voru greinilegar í túninu allt fram á 10. áratug 20. aldar þegar þáverandi eigandi sléttaði allar tóftir í túninu. Túnið var og er í talsverðum halla til austurs og nú skiptast á óræktargras og malarruðningar. 

Þverbrekku er getið í Sturlungu í tengslum við atburði sem áttu að hafa gerst árið 1234. Þverbrekku er getið í bæði Víga-Glúmssögu og Ögmundar Þætti Dytts en samkvæmt þeim flutti Glúmur á eldri árum frá Myrkárdal, keypti Þverárbrekku og bjó þar til dauðadags. Árið 1700 selur Halldóra Björnsdóttir með samþykki sona sinna sýslumanninum Lárusi Hanssyni alla Þverbrekku 30 hdr. að dýrleika fyrir Vatnahverfi í Húnavatnssýslu og 8 hdr í lausafé. Jarðabréf frá 16.-17. öld. 

Í gamalli jarðarlýsingu má finna eftirfarandi upplýsingar:  Túnstærð: 2,8 teigar. Sléttað tún 1/4, garður 308 stikur. Silungsveiðivon í Vatnsdalsvatni og Þverbrekkuvatni.  Berjalestur er hjer búinu ánægjulegur. Ítök hjeðan eru sögð mánaðarbeit í Kjóshlíð á Fagranessjörðu og sjöttungur landsins á Almenningi.  Neðan hólanna voru voru grösugar engjar og vel grónar lághlíðar neðan Þverbrekkuhnjúks. Í Þverbrekku var gott tún og taldist Þverbrekka besta jörðin í Öxnadal framan hólanna. Rétt utan bæjarins er áberandi gil í gegnum melhólana. Túnið í Þverbrekku var þýft hólatún, frekar grasgefið en harðslægt.

Veiði er einhver í Þverbrekkuvatni sem og í ánni, auk þess sem Þverbrekka er gott rjúpnaland.

Nánari upplýsingar veitir Sigurður Sigurðsson á skrifstofu í síma 466 1600 eða í tölvupósti, siggi@kaupa.is 
Engin gögn fundust fyrir þessa eign
Hvammur Eignamiðlun
https://www.kaupa.is

Sambærilegar eignir

Skoða eignina Heiðarbyggð 32
Skoða eignina Heiðarbyggð 32
Heiðarbyggð 32
606 Akureyri
77.7 m2
Sumarhús
312
489 þ.kr./m2
38.000.000 kr.
Skoða eignina Heiðarbyggð 32
Skoða eignina Heiðarbyggð 32
Heiðarbyggð 32
606 Akureyri
77.7 m2
Sumarhús
312
489 þ.kr./m2
38.000.000 kr.
Fasteignaleitin
Öflugur fasteignaleitarvefur með einföldu og notendavænu viðmóti sem býður upp á ítarlegar upplýsingar um fasteignir, þróun verðlags og fróðleik um fasteignamarkaðinn.
Hafðu samband
© Copyright 2023 - FasteignaleitinPowered by Stellate, the GraphQL Edge Cache