Fold fasteignasala 552-1400 kynnir nýtt á skrá: Melsel 22, 109 Reykjavík.
275,7 fm parhús á þremur hæðum ásamt sérstæðum tvöföldum bílskúr sem búið var að breyta í íbúð.
Húsið er mikið til upprunalegt og þarfnast endurbóta.
Nýlega búið að skipta um þakplötur og pappa ásamt rennum.
Húsið er á þremur hæðum 226,7 fm og bílskúrinn 49 fm, samtals 275,7 fm, innst í botnlangagötu.
Góð aðkoma og stutt í margvíslega þjónustu í rótgrónu hverfi.
Parket, dúkur og flísar á gólfum.
Garður bæði að fram og aftan.
Svalir út frá gangi á 2. hæð.
Gengið upp steyptar tröppur.
1. hæð: flísalögð forstofa, fatahengi, gestasalerni, gangur, eldhús, borðstofa, stofa, sjónvarpshol og sólstofa.
2. hæð: gangur, opið rými, fjögur svefnherbergi ásamt baðherbergi.
kjallari: tvö herbergi ásamt þvottahúsi og tveimur geymslum.
bílskúrinn: fokheldur eftir að vatnslagnir gáfu sig (var áður íbúð, hægt að koma í fyrra horf).
Eignin er tilbúin til afhendingar við kaupsamning og er án veðbanda.
Nánari upplýsingar gefur Gústaf Adolf lgf., gustaf@fold.is / 895-7205.