BYR fasteignasala kynnir í einkasölu STRANDGATA 33A ÍBÚÐ 101, 735 Eskifjörður.
Sex herbergja íbúð á fyrstu hæð með sér inngangi í þríbýlishúsi miðsvæðis á Eskifirði. Smellið hér fyrir staðsetningu.Húsið er timburhús, byggt árið 1880, eignin skiptist í íbúð 120.4 m² og geymslu 23.4 m², samtals 143.8 m² samkvæmt skráningu HMS.
Skipulag íbúðar: Anddyri, hol/gangur, alrými með stofu, borðstofu og eldhúsi, fimm herbergi, baðherbergi, og þvottahús.
Í sameign: Sér geymsla, sameign.
Nánari upplýsingar hjá BYR fasteignasölu | byr@byrfasteignasala.is | 471-2858 |Athygli er vakin á því að seljandi hefur ekki búið í eign og þekkir því ekki ástand hennar að öðru leyti en fram kemur í söluyfirliti sem er fylgiskjal með kauptilboði þessu.
Seljandi getur ekki veitt frekari upplýsingar um ástand hennar en hægt er að kynna sér við almenna skoðun og skv. söluyfirliti.
Seljandi bendir því væntanlegum kaupendum á að gæta sérstakrar árvekni við skoðun á eigninni og að þeir leiti sér aðstoðar sérfræðinga til að meta ástand eignarinnar.
Seljandi mun ekki gera neinar endurbætur né þrif á henni fyrir sölu.Nánari lýsing: Gengið er upp steyptan stiga utan á húsinu að inngangi íbúðar.
Anddyri, flísar á gólfi, þrefaldur fataskápur.
Hol/gangur er inn af anddyri, plastparket á gólfi.
Alrými með stofu, borðstofu og eldhúsi, plastparket á gólfi.
Eldhús, innrétting, AEG helluborð og ofn, vifta, gert er ráð fyrir uppþvottavél og ísskáp i innréttingu, borðkrókur.
Herbergi I, hjónaherbergi, fimmfaldur fataskápur, plastparket á gólfi.
Herbergi II, tvöfaldur fataskápur, plastparket á gólfi.
Herbergi III, tvöfaldur fataskápur, plastparket á gólfi.
Herbergi IV, tvöfaldur fataskápur, plastparket á gólfi.
Herbergi V, tvöfaldur fataskápur, plastparket á gólfi.
Baðherbergi, flísar á gólfi, vaskinnrétting, speglaskápur, salerni og baðkar með sturtugleri, gluggi.
Þvottaaðstaða er á baðherbergi, innrétting með plássi fyrir tvær vélar.
Geymsla íbúðar er ekki afmörkuð/lokuð í dag. Kjallari er í dag opið rými, teikningar gera ráð fyrir fimm sér geymslum í kjallara ásamt gangi/inntökum.
Strandgata 33A Eskifirði er timburhús, kjallari, tvær hæðir og ris byggt árið 1880. Húsið er klætt að utan með bárujárni, þak er bárujárnsklætt, timburgluggar og hurðar.
Í kjallara hússins eiga að vera samkvæmt teikningum og eignaskiptayfirlýsingu fimm geymslur í séreign ásamt sameiginlegu rými, inngangur er undir tröppum íbúðar 101.
Á fyrstu hæð er ein sex herbergja íbúð, á annarrri hæð og í risi eru tvær íbúðir á tveimur hæðum hvor. Lóð er frágengin og sameiginleg, íbúðin á eitt bílastæði á lóð.
Lóðin er 853.3 m² leigulóð í eigu Fjarðabyggðar, lóðarleigusamningur til 50 ára frá 11. desember 2003, skjal nr. 428-S-000034/2004.
Samkvæmt Eignaskiptayfirlýsingu Strandgata 33A Fjarðabyggð, skjal nr.428-S-001086/2004:
Eign 01.01. Fastanúmer 217-0409. Eignin er íbúð á fyrstu hæð hússins (01-01, birt stærð 120.4 m²) ásamt geymslu í kjallara ( 00-05, birt stærð 23.4 m²).
Eigninni tilheyrir hlutdeild í sameign allra, X, samkvæmt hlutfallstölu.
Birt stærð séreignar 143.8 m². Hlutfall í rafmagnsreikning sameignar (ljós) 33,34 %. Hlutfallstala í hitareikningi 34,95 %. Hlutfallstala í mhl 01 34,80 %.Hita og rafmagnskostnaður. Fimm rafmagnsmælar eru í húsinu þar af einn vegna húshitunar. Fyrir neyslu er einn rafmangsmælir fyrir hverja eign og einn fyrir sameign. Neyslusameignarmælirinn skiptist jafnt. Einn sameiginlegur mælir er vegna húshitunar og skiptist hann hlutfallslega eftir upphituðu brúttórúmmáli Hiti í sameign skiptist jafnt.
Inntök og mælar eru staðsettir í sameign (oo-06).
Lóð er sameiginleg í eigu Fjarðabyggðar. Þrjú bílastæði eru á lóð eitt fyrir hverja eign og sjá eignirnar um allan kostnað við viðhald og umhirðu síns bílastæðis. Engir sérnotafletir eru á lóðinni.
Skráning eignar samkvæmt fasteignayfirliti HMS:
Fasteignanúmer 217-0409 Strandgata 33A, Fjarðabyggð.Stærð: Íbúð 120.4 m². Geymsla 23.4 m² Samtals 143.8 m².
Brunabótamat: 58.250.000 kr.
Fasteignamat: 27.950.000 kr. Fyrirhugað fasteignamat 2026: 32.750.000 kr.
Byggingarár: 1880.
Byggingarefni: Timbur.
Eignarhald:
01.0005 Geymsla 23.4 Brúttó m². Íbúð Lokað 120.4 Brúttó m².
01 x - Sameign allra Rými
01.0006 Sameign 12.6 Brúttó m². 01 X Umferðarrými 15.4 Brúttó m².
Lóð Íbúðarhúsalóð. Landeignanúmer 156222 853.3 m².
Gjöld er kaupandi þarf að greiða vegna kaupanna:1. Stimpilgjald af kaupsamningi
- 0.8% af fasteignamati, u.þ.b. kr. 223.600.-
- 0,4% ef um fyrstu kaup er að ræða u.þ.b. kr. 111.800.-
- 1.6% fyrir lögaðila u.þ.b. kr. 447.200.-.
2. Þinglýsingagjald af hverju skjali s.s. kaupsamning, veðskuldabréfi, veðleyfi, afsali o.fl. kr. 2.700,- af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar – sjá heimasíður lánastofnanna.
4. Umsýslugjald kaupanda kr. 69.900.-, með vsk.
Lög um fasteignakaup nr. 40/2002 kveða á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum.
BYR fasteignasala hvetur væntanlega kaupendur til að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir leita sér sérfræðiaðstoðar um nánari skoðun um ástand eignar.Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015 um sölu fasteigna og skipa. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem eru ekki aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp, þak o.s.frv.