Fasteignaleitin
Skráð 17. mars 2024
Deila eign
Deila

Geirakot

Jörð/LóðVesturland/Snæfellsbær-356
Verð
Tilboð
Fasteignamat
50.814.000 kr.
Brunabótamat
116.520.000 kr.
Mynd af Björgvin Guðjónsson
Björgvin Guðjónsson
Húsgerð
Jörð/Lóð
Númer hæðar
1
Númer íbúðar
1
Lóðarréttindi
Eignarlóð
Lóð
100

Eignatorg kynnir: Geirakot og Geirakot 1, Snæfellsbæ. Um er að ræða jörð á einstaklega fallegum útsýnisstað með land að sjó. Á jörðinni standa tvö íbúðarhús og er nýrra íbúðarhúsið (Geirakot 1) á einni hæð og mjög mikið endurnýjað og við það stór bílskúr. Húsið er kynt með öflugri varmadælu. Ljósleiðari komin inn og tengdur. 3ja fasa rafmagn. Heimreið með bundnu slitlagi. Einungis 6 km eru til Ólafsvíkur þar sem er öll helsta verslun og þjónusta.

Skv. skráningu Fasteignaskrár eru eftirfarandi hús á jörðinni:
Íbúðarhús byggt 1970, talið vera nærri 200 fm.
Bílskúr byggður 1985, skráður 60,1 fm en talin vera nærri 100 fm.
Sundlaug, byggð 1985, skráð 32 fm.
Íbúðarhús byggt 1963, mælist 36 fm.
Véla- og verkfærageymsla byggð 1966, mælist 95 fm.
Fjárhús byggð á árunum 1960 - 1977, mælast 252 fm
Hlaða byggð 1971, mælist 70 fm.
Hlaða byggð 1961, mælist 75 fm.

Nánari lýsing:
Nýrra íbúðarhúsið er steinsteypt á einni hæð og hefur verið endurnýjað verulega á undanförnum árum. M.a. hefur húsið verið einangrað og klætt með viðhaldsfríu undirkerfi og álklæðningu í bland við bandsagaða timburklæðningu, skipt um timbur í þaki og nýr þakdúkur settur á, skipt um alla glugga og útihurðir, allar lagnir endurnýjaðar í húsinu á árunum 2012-2018, eldhús og baðherbergi endurnýjuð og byggð rúmgóð 40 fm sólstofa með hita í gólfi og mætti nýta sem svefnherbergi. Húsið skiptist í forstofu, rúmgott eldhús, rúmgóða og bjarta stofu, sólstofu, bakinngangur og gengt þaðan inn í bílskúr, þvottahús, snyrtingu, svefnherbergisgang, baðherbergi, fjögur svefnherbergi. Frá þvottahúsinu er gengt út á rúmgóðan sólpall með skjólveggjum, þar sem er heitur rafmagnspottur.
Hiti er í öllum gólfum. Vatn í vatn varmadæla með innbyggðum heitavatnskút.
Bílskúrinn er rúmgóður, tvöfaldur, en óeinangraður. Bílskúrinn er með tveimur nýjum innkeyrsluhurðum, endurnýjuðum gluggum og endurnýjuðu þaki. Í bílskúrnum er sundlaug sem í dag er nýtt sem geymsla.
Eldra íbúðarhúsið hefur verið endurnýjað að þó nokkru leiti og skiptist í forstofu, eldhús, stofu, baðherbergi og eitt svefnherbergi.
Véla- og verkfærageymslan er rúmgóð með tveimur nýlegum innkeyrsluhurðum og gönguhurð, óeinangruð.
Fjárhúsin eru með áburðarkjallara sem er vélgengur. Hluta fjárhúsanna hefur verið breytt í hesthús með steyptum stíum og steyptum fóðurgangi.
Jörðin er talin vera nærri 600 hektarar og þar af er ræktað land nærri 18,5 hektarar.
Virkjunarmöguleiki er í Stafabergsá sem er í 50% eigu Geirakots og 50% eign Brimilsvalla.
Gott aðgengi er að sjó.
Gott kalt vatn úr lind inni á landi jarðarinnar.

Jörðin hefur verið í eigu sömu fjölskyldu í meira en 100 ár.

Allar nánari upplýsingar veitir Björgvin Guðjónsson löggiltur fasteignasali í síma 510-3500 / 615-1020 eða bjorgvin@eignatorg.is

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:

1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0,4% - 0,8% hjá einstaklingum og 1,6% hjá lögaðilum af heildarfasteignamati.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðflutningsskjölum, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.700 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar - almennt 0 - 1,8%. Nánari upplýsingar á t.d. heimasíðu lánastofnana.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu, sbr. þjónustusamning.
 

Engin gögn fundust fyrir þessa eign

Sambærilegar eignir

Skoða eignina Kjarvalströð 1
Skoða eignina Kjarvalströð 1
Kjarvalströð 1
356 Snæfellsbær
80 m2
Sumarhús
312
499 þ.kr./m2
39.900.000 kr.
Skoða eignina Skjöldur C Hellnum
Skjöldur C Hellnum
356 Snæfellsbær
Jörð/Lóð
Fasteignamat 1.075.000 kr.
Tilboð
Skoða eignina Skjöldur B Hellnum
Skjöldur B Hellnum
356 Snæfellsbær
Jörð/Lóð
Fasteignamat 1.075.000 kr.
Tilboð
Skoða eignina Melabúð Hellnum
Melabúð Hellnum
356 Snæfellsbær
122362 m2
Jörð/Lóð
0 þ.kr./m2
26.000.000 kr.
Fasteignaleitin
Öflugur fasteignaleitarvefur með einföldu og notendavænu viðmóti sem býður upp á ítarlegar upplýsingar um fasteignir, þróun verðlags og fróðleik um fasteignamarkaðinn.
Hafðu samband
© Copyright 2024 - FasteignaleitinPowered by Stellate, the GraphQL Edge Cache