BYR fasteignasala kynnir HEIÐMÖRK 45A, Hveragerði í einkasölu. Glæsileg sex herbergja parhúsaíbúð með bílskúr við lítin botnlanga í grónu hverfi í hjarta Hveragerðis.
Góð staðsetning, aðeins 300 metrar í grunnskólann, öll almenn þjónusta í göngufæri, stutt í óspillta náttúru og gönguleiðir. Ýtið hér fyrir staðsetningu. Skipulag eignar;
Neðri hæð: Anddyri, alrými með stofu, borðstofu og eldhúsi, gangur, eitt svefnherbergi, baðherbergi, stigahús og þvotthús og bílskúr.
Efri hæð: Þrjú svefnherbergi, sjónvarpshol (möguleiki er á að útbúa auka svefnherbergi í sjónvarpsholi), baðherbergi og gangur.
Húsið er staðsteypt, byggt árið 2018. Eignin skiptist í parhús 145,0 m² og bílskúr 30,0 m² samtals 175,0 m² samkvæmt skráningu Þjóðskrár Íslands.
Nánari lýsing;
Neðri hæð:
Anddyri með fjórföldum fataskáp.
Alrými með stofu, borðstofu og eldhúsi. Útgengt er frá stofu út á timburverönd til suðurs.
Eldhús með rúmgóðri innréttingu, innbyggður Siemens ísskápur, hár Sanussi frystiskápur, hár búrskápur, tækjaskápur með stein borðplötu, tenglum og innbyggðri lýsingu.
Eyja með steinborðplötu, Eico spanhelluborð með stækkanlegri hellu og Siemens ofn. Innbyggð lýsing er í „borðstofuskápum" í eyju. Möguleiki er á að sitja við eyju.
Eitt
svefnherbergi er á neðri hæð.
Baðherbergi, sturta með innbyggðum Hansa blöndunartækjum, vegghengdu salerni, innbyggð Vola blöndunartæki við handlaug, handlaug á innréttingu, handklæðaofn og skápur ofan við salerni.
Þvottahús, tengi fyrir þvottavél og þurrkara undir borði, vegghillur, veggsnúrur, gluggi, handklæðaofn, innangengt er úr þvottahúsi í bílskúr. Tengimöguleiki er til staðar fyrir vask í þvottahúsi.
Bílskúr, rafmagnstafla, hitainntak og gólfhitagrind neðri hæðar er í bílskúr. Útgengt er úr aftanverðum bílskúr.
Efri hæð:
Hjónaherbergi með sexföldum fataskáp.
Tvö svefnherbergi bæði með tvöföldum fataskáp.
Sjónvarpshol, þaðan er útgengt út á svalir
yfir bílskúr.
Baðherbergi, sturta með innbyggðum Hansa blöndunartækjum, baðkar með innbyggðum Hansa blöndunartækjum, vegghengt salerni, innbyggð Vola blöndunartæki við handlaug, handlaug á innréttingu, skápur ofan við salerni.
Gangur, þaðan er lúga með fellistiga á loft.
Gólfefni; Vinylparket frá Agli Árnasyni er
á alrými, svefnherbergjum, sjónvarpsholi, göngum og anddyri. Flísar á baðherbergjum og þvottahúsi. Ullarteppi frá Parket og Gólf er á stiga.
Innihurðar eru frá Agli Árnasyni.
Gólfhiti er í öllu húsinu, hitastýringar eru í öllum rýmum.
Innfelld lýsing með hlýdimmi er í lofti í öllu húsinu nema í forstofuherbergi, baðherbergjum, þvottahúsi, bílskúr og geymslu.
Húsið er steypt parhús á tveimur hæðum, klætt að utan með sléttri álklæðningu. Gluggar eru ál/tré gluggar. Timburverönd er sunnan við húsið. Lóð er gróin.
Bílaplan og stétt að húsi eru steypt. Hitalagnir eru í stéttinni ekki er uppsett hitagrind fyrir það, hitalögnin er því ótengd.
Parhúsið stendur á Grímsstaðareit, sem staðsettur er í miðbæ Hveragerðis. Ýtið hér til að sjá greinagerð með deiliskipulagi, Skipulags og byggingaskilmála.