Fasteignaleitin
Skráð 4. júní 2023
Deila eign
Deila

Goðakór 12

EinbýlishúsHöfuðborgarsvæðið/Kópavogur-203
228 m2
5 Herb.
Verð
162.900.000 kr.
Fermetraverð
714.474 kr./m2
Fasteignamat
133.650.000 kr.
Brunabótamat
100.300.000 kr.
Byggt 2006
Bílskúr
Fasteignanúmer
2279620
Húsgerð
Einbýlishús
Byggingarefni
Steypt
Númer hæðar
1
Númer íbúðar
1
Byggingarstig
7 - Fullgerð bygging
Matsstig
7 - Fullgerð bygging
Berglind Hólm lgfs og RE/MAX kynna: Glæsilegt og sérlega vel byggt einbýlishús á besta stað í Kórahverfinu í Kópavogi. Um er að ræða 5 herbergja (4 svefnherbergi + stór stofa) fjölskylduhús með tveimur baðherbergjum, sér þvottaherbergi, góðu eldhúsi með borðkrók, stórri geymslu og bílskúr. Innangengt er í bílskúrinn frá neðri hæð hússins. Stór verönd sem snýr í suðvestur er afgirt fyrir framan húsið, sérlega skjólgott svæði. Gott hellulagt bílaplan með snjóbræðslu er fyrir framan bílskúrinn, bílaplanið rúmar vel þrjá til fjóra bíla.
 
Allar nánari upplýsingar veitir Berglind Hólm lögg.fasteignasali í síma 694-4000 eða berglind@remax.is
 
Nánari lýsing eignar:
Jarðhæð: pallur nr.1: Forstofa, eldhús, þvottaherbergi, baðherbergi, herbergi.

Forstofa: Komið er inn í forstofu með fallegum dökkum flísum á gólfi og góðum þreföldum eikarfataskáp sem nær upp í loft.
Eldhús: þegar komið er inn úr forstofunni er til hægri eldhús með borðkrók. Innrétting í eldhúsi er í U með fallegri eikarinnréttingu, ofan er í vinnuhæð. Innréttingin er vönduð og sérsmíðuð af Vinnustofu Guðnýjar. Í rýminu er góður borðkrókur við fallegan gólfsíðan glugga. Útgengt er frá eldhúsinu út á veröndina sem liggur fyrir framan húsið.
Þvottaherbergi: Sérþvottaherbergi er á hæðinni með góðri hvítri innréttingu og góðu skápaplássi. Útgengt er í garðinn á bak við húsið. Opnanlegur gluggi.
Baðherbergi nr.1: Baðherbergi er með fallegum dökkum flísum á gólfi og hvítum flísum á veggjum. Eikar innrétting er undir vaski við stóran spegil sem er á vegg. Sturta er í rýminu. Gólfhiti er í rýminu.  Opnanlegur gluggi.
Herbergi / vinnuherbergi: Á hæðinni er opið rými sem gert er ráð fyrir að hægt sé að loka af og nýta sem fjórða svefnherbergi hússins. Í dag er rýmið opið til hálfs og nýtt sem vinnurými.
Pallur nr.2:  Stofa + borðstofa.
Stofa + borðstofa: Gengið er upp hálfa hæð frá jarðhæðinni upp um fallegan stiga með eikarparketi á þrepum og glerhandriði að stóru stofurými. Stofan er stór með gluggum á þrjá vegu sem gerir rýmið sérlega bjart og skemmtilegt. Rýmið er rúmlega 45 fm og rúmar setustofu og borðstofu. Fallegt eikarparket er á gólfi. Útgengt er út á suðvestur svalir með glæsilegu útsýni.
Pallur nr.3: 3 x svefnherbergi , Baðherbergi.
Gengið er upp hálfa hæð frá stofurýminu upp á efstu hæðina.
Hjónaherbergi: Hjónaherbergið er rúmgott með miklu skápaplássi og eikarparketi á gólfi. Fataskáparnir ná veggja á milli og eru upp í loft.
Baðherbergi nr.2: Fallegar dökkar flísar eru gólfi og hvítar flísar á veggjum. Eikarinnrétting er undir vaski og speglaskápur er á vegg fyrir ofan vask. Bæði er baðkar og sér sturta inn á baðherberginu. Gólfhiti er í rýminu. Opnanlegur gluggi.
2 x barnaherbergi: Barnaherbergin eru tvö bæði með eikarparketi á gólfi og góðum eikarfataskápum.
Neðsta hæð: Geymsla, bílskúr.
Frá jarðhæðinni er gengið niður hálfa hæð að geymslu og bílskúr.
Geymsla: Rúmgóð geymsla með hillum 12,5fm.
Bílskúr: Inn af geymslunni er rúmgóður 32,8 fm bílskúr með epoxid á gólfi. Í skúrnum eru góðir gluggar, heitt og kalt vatn og sjálfvirkur hurðaopnari.
 
Um er að ræða vandað hús í góðu og fjölskylduhverfi þar sem stutt er í skóla, leikskóla, verslanir, Veitingastað og Íþróttamiðstöðina Kórinn. Einnig er hesthúsahverfi Spretts og einstakar gönguleiðir alveg við túnfótinn.
 
Allar nánari upplýsingar veitir Berglind Hólm lögg.fasteignasali í síma 694-4000 eða berglind@remax.is
DagsetningFasteignamatKaupverðStærðFermetraverðNothæfur samningur
22/02/201984.350.000 kr.72.000.000 kr.228 m2315.789 kr.Nei
Byggt á upplýsingum úr Þjóðskrá Íslands frá 2006-2023
Byggt 2006
38.6 m2
Fasteignanúmer
2279620
Byggingarefni
Steypt
Númer hæðar
01
Númer eignar
03
Byggingarstig
7 - Fullgerð bygging
Húsmat
0 kr.
Lóðarmat
0 kr.
Fasteignamat samtals
0 kr.
Brunabótamat
11.350.000 kr.
Matsstig
7 - Fullgerð bygging
Mynd af Berglind Hólm Birgisdóttir
Berglind Hólm Birgisdóttir
Löggiltur fasteignasali

Sambærilegar eignir

Skoða eignina Asparhvarf 17E
Asparhvarf 17E
203 Kópavogur
236.7 m2
Einbýlishús
825
675 þ.kr./m2
159.800.000 kr.
Skoða eignina Goðakór 6
Bílskúr
Skoða eignina Goðakór 6
Goðakór 6
203 Kópavogur
228.6 m2
Einbýlishús
524
721 þ.kr./m2
164.900.000 kr.
Skoða eignina Sæbólsbraut 41
Skoða eignina Sæbólsbraut 41
Sæbólsbraut 41
200 Kópavogur
209.9 m2
Raðhús
715
700 þ.kr./m2
146.900.000 kr.
Skoða eignina Logasalir 2
Bílskúr
Skoða eignina Logasalir 2
Logasalir 2
201 Kópavogur
267.5 m2
Einbýlishús
524
597 þ.kr./m2
159.800.000 kr.
Fasteignaleitin
Öflugur fasteignaleitarvefur með einföldu og notendavænu viðmóti sem býður upp á ítarlegar upplýsingar um fasteignir, þróun verðlags og fróðleik um fasteignamarkaðinn.
Hafðu samband
© Copyright 2023 - FasteignaleitinPowered by Stellate, the GraphQL Edge Cache