***AFHENDING VIÐ KAUPSAMNING*** LIND fasteignasala kynnir bjarta og fallega þriggja herbergja íbúð á neðstu hæð við Framnesveg 34 í 101 Reykjavík. Tvö rúmgóð svefnherbergi, stofa, eldhús og baðherbergi. Sérgeymsla í sameign og sameiginlegt þvottahús á sömu hæð. Húsið hefur fengið gott viðhald í gegnum árin, frá 2013-2024 hefur m.a. þakjárn verið endurnýjað, drenað meðfram suðurhlið, gluggar endurnýjaðir að hluta og skolp yfirfarið. Falleg eign á besta stað í Vesturbæ Reykjavíkur þaðan sem stutt er í alla helstu þjónustu. Veitingastaðir, verslanir og fallegar gönguleiðir í næsta nágrenni. Íbúðin er laus til afhendingar.
Forstofa: Dúkur á gólfi.
Eldhús: Dúkflísar á gólfi, ljós innrétting með góðu skápaplássi, borðkrókur fyrir tvo stóla. Tengi fyrir uppþvottavél.
Stofa: Gegnheilt parket á gólfi.
Svefnherbergi 1: Gegnheilt parket á gólfi.
Svefnherbergi 2: Gegnheilt parket á gólfi.
Baðherbergi: Flotað gólf, flísar á veggjum. Salerni, handlaug og sturta.
Sérgeymsla (4,6 fm) í sameign.
Sameiginlegt þvottahús á sömu hæð, mjög snyrtilegt.
Allar nánari upplýsingar veitir:
Lára Þyri Eggertsdóttir, löggiltur fasteignasali/B.A. í lögfræði í síma 899-3335 eða lara@fastlind.is
Framkvæmdir undanfarið skv. upplýsingum frá húsfélagi:
2013 Frárennslislagnir sameignar fóðraðar að hluta.
2016 Þakjárn endurnýjað. Timbur þaks endurnýjað eftir þörfum, nýjir kvistar og þakgluggar. Þakrennur endurnýjaðar.
2017 Þvottahús og kjallaragangur málaður.
2018 Útihurð að framan gerð upp, bakhurð lagfærð og máluð að utan.
2018 Skipt um rofa og tengla í sameign, ný ljós í stigagang og forstofu.
2018 Nýtt dyrasímakerfi.
2018 Gluggi í sameign lagaður.
2020 Drenlagnir endurnýjaðar á suðurhlið.
2022 Viðgerðir á heitavatnskerfi í sameign.
2024 Endurbætur unnar á gluggum hússins, þar á meðal skipt um þrjá glugga í íbúðinni.
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Vill Lind fasteignasala því skora á væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun. Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna: 1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0,8% af heildarfasteignamati, lögaðili greiðir 1,6%
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.700 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar. Nánari upplýsingar á t.d. heimasíðu lánastofnana.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu skv. gjaldskrá.