Fasteignaleitin
Skráð 23. maí 2023
Deila eign
Deila

Staðarborg 22 D

RaðhúsSuðurnes/Vogar-190
131.2 m2
5 Herb.
4 Svefnh.
1 Baðherb.
Verð
82.900.000 kr.
Fermetraverð
631.860 kr./m2
Fasteignamat
5.100.000 kr.
Brunabótamat
0 kr.
Byggt 2023
Þvottahús
Garður
Útsýni
Gæludýr leyfð
Sérinng.
Fasteignanúmer
2525914_4
Húsgerð
Raðhús
Byggingarefni
Timbur
Númer hæðar
1
Hæðar í húsi
2
Hæðar í íbúð
2
Númer íbúðar
4
Vatnslagnir
Nýtt (2023)
Raflagnir
Nýtt (2023)
Frárennslislagnir
Nýtt (2023)
Gluggar / Gler
Nýtt (2023)
Þak
Nýtt (2023)
Lóðarréttindi
Leigulóð
Svalir
Svalir og sér garður
Lóð
25
Upphitun
Hitaveita
Inngangur
Sérinngangur
Byggingarstig
1 - Byggingarleyfi
Matsstig
1 - Samþykkt
Hafið samband og bókið tíma fyrir skoðun hjá Aðalsteini í síma 773-3532 eða adalsteinn@domusnova.is, eða hjá Margréti í síma 856-5858 eða margret@domusnova.is

DOMUSNOVA fasteignasala kynnir í sölu ný 5 herb raðhús við Staðarborg 22, sem er í spennandi nýju fjölskylduhverfi við sjávarsíðuna í Grænubyggð. Hvert hús er með fjórum fullbúnum íbúðum á tveimur hæðum. Stærðir verða á bilinu 129,2 - 131,2 m2, skv. samþykktum teikningum. 

Neðri hæð skiptist í rúmgott anddyri, skrifstofu/svefnherbergi, salerni og afar rúmgott alrými sem rúmar eldhús, borðstofu og stofu með útgengi út í sér garð. Gengið er upp stiga á efri hæð sem skiptist í tvö góð svefnherbergi, baðherbergi, þvottaherbergi og rúmgott hjónaherbergi með útgengi á sér svalir. Eigninni fylgir útigeymsla frama við hús þar sem gert er ráð fyrir uppsetningu á rafhleðslustöð og er hún utan birtra fermetra. Aðkoma að húsi er hellulögð og lóð tyrfð að hluta. Aftan við hús í bakgarði verður skjólveggur milli íbúða, og
gert ráð fyrir möguleiki á bæði heitum og köldum potti. Mikið var lagt upp úr því við hönnun húsanna að mæta þörfum nútíma fjölskyldna hvað varðar skipulag og heildar yfirbrag. 

* * *  BÓKA SKOÐUN  * * *

Nánari lýsing eignar skv. skilalýsingu seljanda:

Um er að ræða timburgrindarhús með einangrun á milli timburgrindar og eru á steyptum grunnum.  Milligólf er timburbitagólf og þak er hefðbundið timburþak. Húsið er klætt með bárumálm- og timburklæðningu. Eldhús afhentast fullbúin með innbyggðum ísskáp, ofni og helluborði. Borðplata í eldhúsi er úr hágæðakvartstein. Tvö flísalögð baðherbergi í hverri íbúð. Öllum íbúðum fylgir útigeymsla framan við hús þar sem gert er ráð fyrir hleðslustöð. Í bakgarði er skjólveggur á milli íbúða og lagt er út fyrir köldu og heitu vatni í garð (möguleiki á heitum og köldum pottum). Sorpgeymsluskýli eru við lóðarmörk aðkomusvæðis. Húsin koma í tilbúnum einingum og eru samsett á staðnum af byggingaraðila seljanda.

* * *  NÁNAR Á STADARBORGIN.IS  * * *

Grænabyggð - Fjölskylduvænt hverfi við sjávarsíðuna

Grænabyggð er nýtt  spennandi og fjölskylduvænt hverfi við sjávarsíðuna í nálægð við höfuðborgarsvæðið. Hverfið er tengt núverandi Vogabyggð og því stutt í alla helstu þjónustu. Gert er ráð fyrir að í Grænubyggð verði um 1500 íbúar og er áform um að að reisa þar alls um 800 íbúðir á næstu árum. Leikskóla- og skólamálum er mjög vel sinnt í sveitarfélaginu og hafa börn verið að fá inn á leikskóla við 12 mánaða aldur.  Þá stendur til að stækka núverandi skóla og reisa nýjan leikskóla í Grænubyggð samhliða stækkun hverfisins. Verslunar- og þjónustuaðilar frá höfuðborgarsvæðinu, þar á meðal Krónan, eru nú þegar farnir að þjónusta íbúa sveitarfélagsins.  Grænabyggð er vel staðsett fyrir þá sem vilja rólegt og fjölskylduvænt umhverfi.  Stutt er í óspillta náttúru, fallegar gönguleiðir og allir möguleikar til fjölbreyttrar útivistar og tómstunda. Þá má ekki gleyma Kálfatjarnarvelli sem er glæsilegur níu holu golfvöllur með fyrirmyndaraðstöðu fyrir kylfinginn.

Nánari upplýsingar veita:
Aðalsteinn Bjarnason - löggiltur fasteignasali í Félagi fasteignasala / s.773 3532adalsteinn@domusnova.is
Bergþóra Lárusdóttir - löggiltur fasteignasali / s.895-3868 / bergthora@domusnova.is
Margrét Rós Einarsdóttir - Aðstoðarm fasteignasala / s. 856-5858margret@domusnova.is

* * *  SÆKJA SÖLUYFIRLIT FYRIR EIGNINA  * * *

Frágangur utanhúss
Klæðning - Útveggir eru með timburgrind, einangraðir með 145mm steinull og lokaðir að utan með 9mm birkikrossvið. Settur er vatnsheldur öndunardúkur og öndunargrind með lektum (20mm). Veðurkápa er úr báruformaðri málmklæðningu að hluta og standandi  timburklæðningu að hluta. 
Gluggar - Timburálgluggar frá viðurkenndum framleiðanda (sjá nánar í handbók hússins)
Hurðar - Hurðar úr tré og áli og koma frá viðurkenndum framleiðanda (sjá nánar í handbók hússins)
Svalir - Handrið á svölum er timburhandrið, plötuklætt og 1026mm hátt. Gengið út á svalir innan af hjónaherbergi.
Þak - Hallandi timburbitaþak úr kertobitum, klætt með krossvið til afstífingar. Þak er heilklætt, pappalagt, og lokað með tveggja laga dúk (2 layer biturmen).

Frágangur innanhúss
Gólf - Íbúðum er skilað með vönduðu harðviðarparketi (askur) og flísum í baðherbergjum og anddyri. Um er að ræða vandaðar gerðir frá viðurkenndum framleiðendum.
Innihurðar - Innihurðar eru hvítlakkaðar timburflekahurðir frá Parka.
Veggir - Innveggir eru 95mm timburgrindarveggir, plötuklæddir í flokki 1 eða 2 og einangraðir með steinull. Allir veggir eru málaðir með 0500-N klæddir með gifsi. Veggir á milli íbúða eru léttir timburveggir með brunaþol REI-90, sem einnig uppfylla kröfur fyrir lofthljóðeinangrun innbyrðis á milli íbúðareininga samkvæmt ÍST 45:2016.  Brunaþol REI-90 veggja milli íbúða er tryggt á öllum samskeytum þar sem tvöfalt gifs mætist með eldvarnarþéttingum. Innveggir eru smíðaðir úr grind úr timbri eða blikkstoðum og klæddir með plötum í 1. eða 2. flokki. Innveggir uppfylla lágmarkskröfur fyrir lofthljóðeinangrun innbyrðis á milli herbergja innan íbúðareiningu samkvæmt ÍST 45:2016. Innan á timburgrind útveggja íbúðarhúss er rakavörn og raflagnagrind með klæðningu í flokki 1 eða 2. Neðan á þaksperrur íbúðarhúss er rakavörn og raflagnagrind með loftaklæðningu í flokki 1 eða 2.
Loft - Loft er fullfrágengið og málað með 0500 – N. Klætt með gifsplötum. 
Stigi - Handrið meðfram stigagati er viðarhandrið. Stigi á milli hæða er úr gegnheilum harðvið(askur) eins og parketið.
Skápar - Fataskápur er í hjónaherbergi af vandaðri gerð frá Parka. 
Eldhús - Innréttingar eru af vandaðri gerð frá Parka. Eldhúsinnrétting er með Quartz borðplötu. Heimilistæki verða frá Electrolux. Íbúðinni fylgja span helluborð, ofn, innbyggð uppþvottavél og ísskápur með frysti. Þá er lagt út fyrir viftu/háf yfir eldhúseyju.
Baðherbergi /Þvottahús - Hreinlætiskerfi verða af viðurkenndri gerð(Grohe). Innréttingar á baðherbergjum eru sprautulökkuð. Í aðalbaðherbergi er handklæðaofn og sturta. Boxen baðherbergi og þvottahús eru forframleiddar einingar byggðar skv. viðurkenndum stöðlum. Gólf og allir veggir í baðherbergjum og þvottahúsi eru flísalagðir. Þar til gerður rakavarnardúkur er undir flísalögðum veggflötum í rýmunum og tryggilega gengið frá í kverkum við sturtu.
Hitakerfi - Hitakerfi er hefðbundið ofnakerfi. Ofnalagnir eru í rörkerfi í gólfum.
Inntök - Inntök fyrir heitt og kalt vatn eru í útigeymslu. Tengigrind fyrir neysluvatn og hitalagnir eru í lagnaleið baðherbergis. Tengipunktar eru á vatnsheldum stöðum sem eykur öryggi. Neysluvatn er lagt í plötu að baðherbergjum og þaðan að aftöppunarstöðum. Upphitun er ofnakerfi. Hver íbúð hefur sjálfstæðan mæli í inntaksrými. Inntak rafmagns er í forstofu og þaðan eru raflagnir lagðar að tengidósum.
Loftræsikerfi - Loftventlar eru í útvegg til að tryggja loftskipti og jafna þrýsting. Útsog úr eldhúsi og baðherbergi sem leitt er upp úr þaki. Þá eru flestir gluggar íbúðar opnanlegir.
Lýsing - Íbúðir skilast fullbúnar með lýsingu (að undanskyldu ljósi yfir borðstofu og eldhúseyju) tenglum, rofum og fullfrágenginni töflu. 
Hljóðvist - Hljóðvist verður í samræmi við ÍST 45:2016, kafla 6 um íbúðarhúsnæði. 

Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. DOMUSNOVA fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun. Almennt getur kaupandi ekki borið fyrir sig að ástand eignar sé annað en það sem hann hefði mátt sjá við slíka skoðun.

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
  1. Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup) og 1,6% fyrir lögaðila.
  2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.700,- fyrir hvert skjal.
  3. Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
  4. Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá.
  5. Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamáti, þegar það er lagt á.
Engin gögn fundust fyrir þessa eign
Mynd af Aðalsteinn Bjarnason
Aðalsteinn Bjarnason
Löggiltur fasteignasali

Sambærilegar eignir

Skoða eignina Lyngholt 7
Bílskúr
Skoða eignina Lyngholt 7
Lyngholt 7
190 Vogar
170.5 m2
Parhús
34
469 þ.kr./m2
79.900.000 kr.
Skoða eignina Lyngholt 13
Bílskúr
Skoða eignina Lyngholt 13
Lyngholt 13
190 Vogar
170.5 m2
Parhús
4
469 þ.kr./m2
79.900.000 kr.
Skoða eignina Lyngholt 15
Bílskúr
Skoða eignina Lyngholt 15
Lyngholt 15
190 Vogar
170.5 m2
Parhús
4
469 þ.kr./m2
79.900.000 kr.
Skoða eignina Lyngholt 17
Bílskúr
Skoða eignina Lyngholt 17
Lyngholt 17
190 Vogar
170.5 m2
Parhús
4
469 þ.kr./m2
79.900.000 kr.
Fasteignaleitin
Öflugur fasteignaleitarvefur með einföldu og notendavænu viðmóti sem býður upp á ítarlegar upplýsingar um fasteignir, þróun verðlags og fróðleik um fasteignamarkaðinn.
Hafðu samband
© Copyright 2023 - FasteignaleitinPowered by Stellate, the GraphQL Edge Cache