Eignatorg kynnir: Eign sem býður upp á mikla möguleika varðandi uppbyggingu og nýtingu. Um er að ræða lögbýlið Bjarkarhöfði, Bláskógarbyggð, landnr. L167731. landið er 5,3 hektarar og er sérlega skjólsælt. Það sem einkennir landið er óvenju mikill og fjölbreyttur trjágróður sem hefur verið í ræktun frá árinu 1970. Lögbýlið er samþykkt sem gróðrarstöð. Á landinu stendur sumarhús byggt árið 1978.
Skv. skráningu Þjóðskrár er sumarhúsið 46,3 fm og geymsla 9,9 fm. Samtals eru byggingar því 56,2 fm. Landið er skráð 53.450 fm.
Nánari lýsing: Sumarhúsið er rúmgott timburhús sem skiptist í forstofu, snyrtingu, stofu, eldhús með fallegri innréttingu, svefnherbergi og svefnloft. Stórir gluggar eru á stofurými og húsið því mjög bjart.
Geymsluhús er óeinangrað timburhús.
Allar nánari upplýsingar veitir Björgvin Guðjónsson löggiltur fasteignasali í síma 510-3500 / 615-1020 eða bjorgvin@eignatorg.is
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0,4% - 0,8% hjá einstaklingum og 1,6% hjá lögaðilum af heildarfasteignamati.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðflutningsskjölum, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.700 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar - almennt kr. 0 - 95.000.- Nánari upplýsingar á t.d. heimasíðu lánastofnana.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu, sbr. þjónustusamning.