Fasteignaleitin
Skráð 1. sept. 2024
Deila eign
Deila

Álmakór 10

EinbýlishúsHöfuðborgarsvæðið/Kópavogur-203
432 m2
7 Herb.
5 Svefnh.
3 Baðherb.
Verð
295.000.000 kr.
Fermetraverð
682.870 kr./m2
Fasteignamat
217.800.000 kr.
Brunabótamat
179.450.000 kr.
Mynd af Jón G. Sandholt
Jón G. Sandholt
Löggiltur fasteignasali
Byggt 2009
Þvottahús
Garður
Bílskúr
Útsýni
Gæludýr leyfð
Margir Inng.
Fasteignanúmer
2306180
Húsgerð
Einbýlishús
Byggingarefni
Steypt
Númer hæðar
1
Númer íbúðar
1
Vatnslagnir
Upprunalegt, 2009
Raflagnir
Upprunalegt, 2009
Frárennslislagnir
Upprunalegt, 2009
Gluggar / Gler
Upprunalegt, 2009
Þak
Upprunalegt, 2009
Svalir
Upphitun
Gólfhiti
Inngangur
Margir inngangar
Byggingarstig
7 - Fullgerð bygging
Matsstig
7 - Fullgerð bygging
REMAX og Jón G. Sandholt löggiltur fasteignasali kynna í einkasölu stórglæsilegt sjö herbergja einbýlishús á tveimur hæðum með flottu útsýni í Álmakór 10, 203 Kópavogi. Húsið er í heild sinni 432m2 að stærð, þar af er efri hæð 219,2m2 og neðri hæð 212,6m2. Á efri hæð er anddyri, gestasalerni, innbyggður bílskúr, hjónaherbergi með baðherbergi og fataherbergi, eldhús, stofu, borðstofu og skrifstofu. Neðri hæð skiptist í þrjú mjög rúmgóð svefnherbergi, baðherbergi, þvottahús, heitur pottur á verönd og búið að gera ráð fyrir Saunu á verönd. 

Skipti skoðuð á minna húsnæði möguleiki á að útbúa aukaíbúð með sérinngangi.

Gólfhiti er á rýmum efri og neðri hæðar, granít er á eldhúsbekk, eldhúseyju, baðherbergjum og gólfum að svefnherbergjum neðri hæðar undanskyldum en þar er gegnheil hnota sem og á stiga milli hæða. Sérverk sá um að sérsmíða innréttingar og innihurðar sem eru úr svartbæsaðri eik. Eldhústæki eru frá Smith&Norland, blöndunartæki frá Tengi/Ísleifi Jónssyni, lýsing er frá Lumex. Einnig var komið fyrir Jólaljósum utanhúss árið 2022 framan húss og að neðanverðu.

Bókið skoðun hjá Jóni G. Sandholt, löggiltum fasteignasala í síma 777-2288 eða jonsandholt@remax.is.

Fasteignamat næsta árs skv. Þjóðskrá Íslands er 217.800.000kr.

Skipulag milli hæða.

Efri hæð:
Anddyri er með granít á gólfi og sérsmíðuðum fataskápum.
Skrifstofa telur 10m2, granít á gólfi.
Gestasnyrting efri hæðar er með granít á gólfi og veggjum, vaskur úr granít, upphengt salerni.
Eldhús er mjög rúmgott með granít á eldhúseyju, eldhúsbekk, gott skápapláss, sérsmíðaðar innréttingar úr svartbæsaðri eik frá Sérverk. Blöndunartæki frá tengi og eldhústæki frá Smith&Norland, rennihurð út á verönd er úr eldhúsi.
Borðstofa er milli eldhúss og stofu, granít á gólfi, útgengt á svalir úr borðstofu.
Stofa er með granít á gólfi og aðgengi út á svalir með flottu útsýni til Norðurs.
Hjónaherbergi telur 37m2 og er glæsilegt með granít á gólfi, sérsmíðuðu fataherbergi, niðurfelldur vaskur úr granít er á baðherbergi, granít á gólfi og veggjum, innbyggð sturta, rennihurð er inn á baðherbergi. Útgengt á sér svalir úr hjónaherbergi.
Bílskúr telur 34m2 og er með rúmgóðri innréttingu sem myndar L.

Neðri hæð:
Svefnherbergi I telur 36m2 og er með sérsmíðuðu fataherbergi, gegnheil hnota á gólfi.
Svefnherbergi II telur 28m2 og er með gegnheilli hnotu á gólfi.
Svefnherbergi III telur 34m2, hægt að nýta sérinngang inn í herbergið af neðri hæð. Gegnheil hnota á gólfi.
Baðherbergi er með granít á gólfi og veggjum, innfelldum blöndunartækjum, baðkari, sturtu, upphengdu salerni og rúmgóðum innréttingum. 
Sjónvarpsherbergi telur 25m2 og er með granít á gólfi og sérsmíðaðri rennihurð.
Þvottahús telur 15m2 og er með granít á gólfi og vandaðri innréttingu. 
Þrír inngangar eru á neðri hæð, inn í eitt svefnherbergið, gang/geymslu og út á verönd.
Gegnheil hnota er á stiga á milli hæða.
Heitur pottur er á verönd. 

Athuga þarf að ekki sé hægt að gera ráð fyrir að öll lýsing fylgi eigninni sem og einstaka múr og naglfastar mublur/skápar, skal tilboðsgjafi afla sér upplýsinga um hvaða hlutir það eru sem ekki fylgja fyrir tilboðsgerð. Stýrikerfi fyrir lýsingu þarf að uppfæra. 

Nánari upplýsingar veitir Jón G. Sandholt, löggiltur fasteignasali í síma 777-2288 eða jonsandholt@remax.is.

----------------------------------------------------------------------- 
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:  
1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0.8% af heildarfasteignamati / 1.6% fyrir lögaðila  
    Fyrstu kaup - 0,4% af heildarfasteignamati 
2. Þinglýsingagjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, veðleyfi o.fl.- kr. 2.700 af hverju skjali. 
3. Lántökugjald lánastofnunar 
4. Umsýsluþóknun til fasteignasölu, sbr.kauptilboð. 
Engin gögn fundust fyrir þessa eign
Byggt 2009
39.7 m2
Fasteignanúmer
2306180
Byggingarefni
Steypt
Númer hæðar
01
Númer eignar
02
Húsmat
0 kr.
Lóðarmat
0 kr.
Fasteignamat samtals
0 kr.
Brunabótamat
11.500.000 kr.
Matsstig
7 - Fullgerð bygging
GötuheitiPóstnr.m2Verð
203
432
295
Fasteignaleitin
Öflugur fasteignaleitarvefur með einföldu og notendavænu viðmóti sem býður upp á ítarlegar upplýsingar um fasteignir, þróun verðlags og fróðleik um fasteignamarkaðinn.
Hafðu samband
© Copyright 2024 - Fasteignaleitin