*** EIGNIN ER SELD MEÐ FYRIRVARA UM FJÁRMÖGNUN ***
Góður áhugi var fyrir eigninni.
Ef þú ert með sambærilega eign og hefur áhuga að að fá verðmat þér að kostnaðarlausu smelltu þá HÉR
Ef þú ert að leita að framtíðareign og vilt vera á lista fyrir sambærilegar eignir smelltu þá HÉR_________________________________________________________________________________________
RE/MAX, HERA BJÖRK Lgf. og BJARNÝ BJÖRG aðstoðarmaður fasteignasala / í löggildingarnámi kynna: Sérlega sjarmerandi, björt og mikið endurnýjuð 5 herbergja sérhæð og ris í fallegu húsi við Hjallaveg 42 í Reykjavík með sérinngangi og rúmgóðum geymsluskúr á sameiginlegri lóð með skjólsælum palli og matjurtargarði. Eign sem vert er að skoða.
Eignin er skráð 125,8 m² hjá Þjóðskrá og samanstendur af forstofu, alrými (eldhús/stofa/borðstofa), 4 góðum svefnherbergjum, sjónvarpsholi, baðherbergi, geymslum í risi, geymsluskúr (ekki inni í m² tölu) og sameiginlegu þvottahúsi.
Nánari lýsing eignar - NEÐRI HÆÐ:Forstofa - Komið er inn í flísalagða forstofu. Fataskápur með rennihurð. Hiti í gólfi og handklæðaofn. Úr forstofugangi er gengið niður í sameign og þvottahús.
Alrými (Stofa og borðstofa) - Úr forstofu er gengið inn í opið og bjart parketlagt alrými með fallegum frönskum gluggum til suðurs og vesturs. Úr alrými er gengið upp á rishæð íbúðarinnar um fallegan teppalagðan viðarstiga. Aukin lofthæð er á rishæð íbúðarinnar sem var byggð árið 2002.
Eldhús - Eldhús er rúmgott og bjart með nýrri og fallegri eldhúsinnréttingu frá IKEA með sérsmíðaðri borðplötu frá Fanntófell. Tveir Siemens ofnar með sjálfvirku eldunarkerfi og innbyggðum örbylgjuofni. Siemens spam helluborð og AirForce háfur með ljósi. Tvöfaldur Samsung kæli- og frystiskápur með vatnsskammtara og innbyggð uppþvottavél sem fylgir.
Baðherbergi - Endurnýjað og rúmgott með glugga til suðurs. Flísar á gólfi og veggjum. Stór flísalögð sturta með sandblásnu sturtugleri, vegghengt salerni, innrétting með vask og veggskápum ásamt rúmgóðum innbyggðum skápum.
Herbergi I - Er innaf forstofu, parketlagt og rúmgott með fataskáp.
Sameign - Er í kjallara með sameiginlegu þvottaherbergi með sér tenglum fyrir hverja íbúð. Hægt að ganga út á verandir á baklóð.
EFRI HÆÐ:
Sjónvarpshol - Parketlagt með geymslurými með hillum á tveim stöðum við og undir súð. Fallegt útsýni er frá rishæð og frá svölum út á sjóinn, að Esjunni og víðar.
Hjónaherbergi - Er á efri hæð, bjart og rúmgott með parketi á gólfi. Fataskápar með rennihurðum og góðum hirslum á heilum vegg.
Herbergi II - Rúmgott og bjart með útgengi á svalir til norðurs, austurs og vesturs með dýrindis útsýni út á sjóinn, að Esju og upp til fjalla til austurs og víðar. Parket á gólfi
Herbergi III - Bjart með fallegu útsýni yfir borgina og út á flóann. Parket á gólfi.
GARÐUR & LÓÐ Garðurinn við nr. 42 er fallega gróin með hellulagðri verönd og viðarpalli með skjólveggjum sunnan við húsið og matjurtargarði. Lóðin, sem er 1.034,5 m² að stærð, er fullfrágengin og sameiginleg með húsunum nr. 42 - 44 við Hjallaveg og er samkomulag á milli eigenda um skiptingu á umsjón, viðhaldi og afnotum til helminga.
Geymsluskúr - Er 12 m² og í séreign. Stendur á framanverði lóð með glugga á austurhlið. Rafmagn lagt utanhúss og að grindverki við bílatæði til hleðslu rafbíls.
Bílastæði - Er framan við hús.
Ástand eignarEignin er í góðu ástandi og hefur verið vel viðhaldið og innviðir endurnýjaðir á vandaðan máta í gegnum tíðina.
2021-2023- Veggur á milli eldhús og stofu felldur og opnað inn í alrými. Eldhús endurnýjað frá A-Ö með innréttingum og tækjum.
- Gólf neðri hæðar flotað og öll íbúðin parketlögð með slitsterku parketi frá Harðviðarval.
- Stigi upp á efri hæð teppalagður með Sisal teppi með fiskbeinamynstri frá Casa Mia.
- Rafmagn lagt utanhúss í geymsluskúr í garði og að grindverki við bílatæði til hleðslu rafbíls.
2018 - 2020- Húsið að utan var múrviðgert og málað 2018
- Skólplagnir voru fóðraðar og skipt um brunn í lóð
- Drenlagnir og neysluvatnslagnir endurbættar
- Raflagnir og tafla endurnýjuð.
Fyrri framkvæmdir- Þakhæð var byggð ofan á húsið árið 2002 og klætt að utan.
- Þak endurnýjað við sama tækifæri.
Hér er því um að ræða virkilega góða og vel staðsetta eign í þessu vinsæla og rólega gróna hverfi miðsvæðis í borginni og í mjög þægilegu göngufæri við skóla, verslanir, þjónustu og útivistarparadísina í Laugardalnum. Stutt í mannlíf og menningu miðborgarinnar og gott aðgengi út á helstu umferðaræðar og almenningssamgöngur.
Í 3D getur þú skoðað eignina hvar sem þú ert í þrívíðu umhverfi, ferðast auðveldlega á milli herbergja og kynnt þér rýmið. Allar nánari upplýsingar veitir Bjarný Björg Arnórsdóttir aðstoðarmaður fasteignasala / í lögg.námi í síma 694-2526 á milli kl. 10:00 og 17:00 alla virka daga eða á netfanginu bjarny@remax.is.
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Vill REMAX því skora á væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna: 1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0,8% af heildarfasteignamati hjá einstaklingum. Sé um fyrstu kaup að ræða er stimpilgjald af kaupsamningi 0,4% af heildarfasteignamati.
2. Stimpilgjald af kaupsamningi - 1,6% af heildarfasteignamati hjá lögaðilum.
3. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, veðleyfi og fl. 2.700 kr. af hverju skjali.
4. Lántökugjald lánastofnunar - samkvæmt gjaldskrá lánastofnunar.
5. Umsýslugjald til fasteignasölu 59.900 kr. m.vsk
_________________________________
Ertu í fasteignahugleiðingum?Ég hef starfað við fasteignasölu frá janúar 2017 þegar ég ákvað að venda mínu kvæði í kross og hefja störf sem fasteignasali.
Ég legg mig fram um að veita persónulega og góða þjónustu, viðhalda góðu upplýsingaflæði og vanda vinnubrögð fyrir seljendur og kaupendur.
Hjá mér færðu frítt sölumat og upplýsingar um ferlið án allra skuldbindinga.
Hafðu samband í dag í síma: 774-1477 eða á netfangið herabjork@remax.is