Fasteignaleitin
Skráð 23. nóv. 2024
Deila eign
Deila

Úthlíð 15

HæðHöfuðborgarsvæðið/Reykjavík/Austurbær-105
166.6 m2
5 Herb.
3 Svefnh.
1 Baðherb.
Verð
133.500.000 kr.
Fermetraverð
801.321 kr./m2
Fasteignamat
109.300.000 kr.
Brunabótamat
67.060.000 kr.
HL
Hreiðar Levý Guðmundsson
Löggiltur fasteignasali
Byggt 1950
Þvottahús
Garður
Bílskúr
Sérinng.
Fasteignanúmer
2012958
Húsgerð
Hæð
Byggingarefni
Steypt
Númer hæðar
1
Hæðir í húsi
3
Hæðir í íbúð
1
Númer íbúðar
1
Svalir
Tvennar svalir
Upphitun
Hitaveita
Inngangur
Sérinngangur
Matsstig
7 - Fullgerð bygging
Fasteignamiðlun og Hreiðar Levý lögg. fasteignasali kynna glæsilega og vel skipulagða 166,6fm, 5 herbergja miðhæð með sérinngangi og bílskúr í fallegu og virðulegu húsi teiknað af Bárði Ísleifssyni arkitekt að Úthlíð 15, 105 Reykjavík. Sér bílastæði fyrir framan bílskúr. Afar gott skipulag með rúmgóðum og fallegum rýmum. Fallegur gróin og sólríkur garður í kringum hús sem hugsað hefur vel um. Eignin skiptist í forstofu, hol, 3 rúmgóð svefnherbergi, baðherbergi, tvær rúmgóðar fallegar samliggjandi stofur, fallegt uppgert eldhús, sérgeymslu í kjallara ásamt bílskúr. Bílskúrinn er með rafmagni ásamt heitu og köldu vatni. Bílskúrinn er með gluggum inní garð sem gefur því möguleika á að útbúa td. auka íbúð, vinnustofu eða bara nýta sem bílskúr. Frábær staðsetning í afar rólegu, vinsælu og fjölskylduvænu hverfi í Hlíðunum í Reykjavík. Stutt í fjölbreytta verslun og þjónustu, skólar á öllum stigum í göngufjarlægð, frábær útivistasvæði í nágrenninu og þá er miðborgin með allt sem hún hefur uppá að bjóða í göngufjarlægð.

Bókið skoðun hjá Hreiðari Levý lögg. fasteignasala í síma 661-6021 eða hreidar@fastm.is

Nánari lýsing:
Forstofa:
Gengið inn um sérinngang í forstofu. Flísar á gólfi.
Svefnherbergi I: Innaf forstofu. Gott barnaherbergi
Hol: Tengir saman flest rými hæðar. Innbyggður stór skápur í holi.
Eldhúsið: Innrétting endurnýjuð árið 2021 ásamt því að nýjar flísar lagðar á gólf. Gott skápa og vinnupláss. Ofn í vinnuhæð, spanhelluborð og innbyggð uppþvottavél. Góður borðkrókur. Tveir gluggar sem gefa fallega birtu í rýmið.
Baðherbergi: Flísalagt í hólf og gólf. Baðkar með sturtu. Opnanlegur gluggi. Fín innrétting með efri og neðri skápum og flísum á milli skápa. Upphengt salerni.
Svefnherbergi II: Rúmgott herbergi með parketi á gólfi og innbyggðum hvítum fataskáp.
Hjónaherbergi: Mjög rúmgott með innbyggðum hvítum fataskáp og útgengi út á austur svalir.
Stofur: Tvær samliggjandi afar fallegar og stórar stofur með rennihurð á milli. Stórir gluggar sem gefa fallega birtu í rýmið. Útgengi út á svalir til suðurs sem snúa út í fallegan garð. Fallegar rósettur í loftum og glæsilegur nýlega endurnýjaður franskur gluggi.
Geymsla: Köld geymsla undir stiga sem tilheyrir íbúðinni.

Bílskúr: 35,5fm með inngönguhurð og tveimur gluggum sem vísa út í garð. Heitt og kalt vatn, og rafmagn. Tilvalið að útbúa íbúð til útleigu.
Sameign: Innangegnt er frá forstofu niður stiga sem vísar niður í sameign þar sem að er þvottahús fyrir tvær íbúðir. Hver með sínar vélar.
Garður: Fallegur gróin og sólríkur garður sem hugsað hefur vel um. Alltaf verið í mjög góðri rækt og góðri umhirðu. Nýlega var gróðurmold sett í flest beð.

Helstu framkvæmdir síðastliðinna ára:
2002

*Húsið múrviðgert og öll eignin steinuð.
* Skipt var um allt þakjárn og pappa.
*Skipt um þakrennur og nýjir niðurfalssstammar tengdir frárennslislögn.
*Tröppur upp að anddyri íbúð á1.hæð og efri hæð voru brotnar upp og settar í þær snjóbræðsla og lagt í tröppur.
2011
* Gluggar og tréverk málað ásamt þvi að nokkrir gluggar á íbúðinni hafa verið málaðir eftir 2011.
2015
* Frárennslislagnir undir húsi og fráveitulögn frá húsinu og út í safnæð í götu endurgerðar með glasfiber fóðrun, verkið var unnið að GG lögnum. Einnig var komið upp lóðarbrunni á fráveitulögn inn á lóð hússins til þess að hægt sé að þjónusta hana.
2017
* Þakið var menjað að hluta með tveggja þátta grunni, síðan ein umferð af ryðvarnargrunni yfir allt þakið og málaðar tvær umferðir með þakmálningu. 2019
* Feld voru nokkur stór tré framan við götuna meðfram Úthlíð sem skyggðu orðið mjög á sól inn í garðinn. Í dag er garðurinn opnari og bjartari. Garðurinn hefur alltaf verið í mjög góðri rækt og góðri umhirðu. Nýlega var gróðurmold sett í flest beð.
2019 :
* Gert var við kaldavatnslögn í grunni hússins. Einnig var farið yfir snóbræðslu, varmaskiptir á henni settur í sýruþvott og fyllt á kerfið sem er lokað með frostlegi.
2021:
* Skipt um flísar á forstofu og eldhúsi, Eldhúsinnrétting endurnýjuð, allt parket pússað upp.
2022 :
* Stóri franski gluggi stofunnar endurnýjaður sem og gluggi á austurhlið og nýtt opnanlegt fag á hjónaherbergisglugga. 2024: bílskúrar málaðir.

Glæsileg eign í fallegu og virðulegu húsi. Einstök og eftirsótt staðsetning miðsvæðis í Reykjavík, í rólegu fjölskylduvænu hverfi. Þægileg göngufjarlægð í leik-, grunn- og menntaskóla og háskólarnir í næsta nágrenni. Stutt er í mannlíf og menningu miðborgarinnar, Sundhöllina og útivistarsvæðin á Klambratúni, í Laugardalnum og við Öskjuhlíð. Verslun og þjónustu allt um kring. Miðbær Reykjavíkur og Kringlan í göngufjarlægð. Þá er gott aðgengi út á helstu umferðaræðar borgarinnar og stutt í almenningssamgöngur með strætótengingar  við öll hverfi höfuðborgarsvæðisins.

Nánari upplýsingar veitir Hreiðar Levý Guðmundsson Löggiltur fasteignasali, í síma 6616021, tölvupóstur hreidar@fasteignamidlun.is.
DagsetningFasteignamatKaupverðStærðFermetraverðNothæfur samningur
22/04/202077.200.000 kr.79.000.000 kr.166.6 m2474.189 kr.
01/09/200624.260.000 kr.43.400.000 kr.166.6 m2260.504 kr.
Byggt á upplýsingum úr Þjóðskrá Íslands frá 2006-2024
Byggt 1950
35.5 m2
Fasteignanúmer
2012958
Byggingarefni
Steypt
Númer hæðar
01
Númer eignar
01
Húsmat
0 kr.
Lóðarmat
0 kr.
Fasteignamat samtals
0 kr.
Brunabótamat
9.660.000 kr.
Matsstig
7 - Fullgerð bygging

Sambærilegar eignir

Skoða eignina Borgartún 24 413
Bílastæði
Opið hús:26. nóv. kl 12:00-12:30
Borgartún 24 413
105 Reykjavík
117.1 m2
Fjölbýlishús
312
1075 þ.kr./m2
125.900.000 kr.
Skoða eignina Hjálmholt 2
Bílskúr
Opið hús:24. nóv. kl 13:15-13:45
Skoða eignina Hjálmholt 2
Hjálmholt 2
105 Reykjavík
201.1 m2
Fjölbýlishús
413
656 þ.kr./m2
132.000.000 kr.
Skoða eignina Miðtún (Þrjár íbúðir) 11
Bílskúr
Miðtún (Þrjár íbúðir) 11
105 Reykjavík
121.8 m2
Einbýlishús
5
1066 þ.kr./m2
129.800.000 kr.
Skoða eignina Heklureitur - íbúð 703
Bílastæði
Heklureitur - íbúð 703
105 Reykjavík
109.8 m2
Fjölbýlishús
312
1270 þ.kr./m2
139.500.000 kr.
Fasteignaleitin
Öflugur fasteignaleitarvefur með einföldu og notendavænu viðmóti sem býður upp á ítarlegar upplýsingar um fasteignir, þróun verðlags og fróðleik um fasteignamarkaðinn.
Hafðu samband
© Copyright 2024 - Fasteignaleitin