Giljatunga 34, heilsárshús ásamt bílskúr í landi Ásgarðs í Grímsnes-og Grafningshreppi. Glæsilegt útsýni.Fasteignaland kynnir: Sumarhús (heilsárshús) í landi Ásgarð við Giljatungu 34. Um er ræða 150 fm hús auk 40 fm bílskúr á 7.895 fm eignarlóð. Í þessu húsi er steypt plata með hitalögn (gólfhiti). Hítakútur er fyrir neysluvatn og hitatúpa fyrir gófhita. Húsið er klætt með áli og harðvið í bland. Staðsetning hússins er einstök, efsta húsið í Giljatungunni með útsýni í suður, vestur og norður.
Lýsing á eign: Forstofa með parketi á gólfi. Hol með parketi á gólfi og útgengi út á suðvestur sólpall. Fjögur herbergi eru í húsinu með parketi á gólfi. Öll með góðu skápaplássi. Hjónaherbergi er með útgengi út á norður sólpall inn af því er baðherbergi sem er með flísaplötum á gólfi og að hluta á veggjum. Sturta „Walk in“ viðarinnrétting með steinplötu (akríl). Gestabaðherbergi er með flísaplötum á gólfi og hluta til á veggjum, dökkri viðarinnréttingu með steinplötu (akríl). Sturta „Walk in“. Þvottahús er með parketi á gólfi, fallegri viðarinnréttingu og tengi fyrir þvottavél og þurrkara. Stofan og eldhúsið er í sama rými með parketi á gólfi og útgengi út á sólpall. Eldhúsið er með fallegri viðarinnaréttingu með steinplötu (akríl) og vönduðum tækjum. Eyja með steinplötu, (akríl). Gott skápapláss.
Bílskúr: Skráður 40 fm með Epoxi á gólfi, Háþrystidæla með þvottakerfi. Sjálfvirkur bílskúrðhurðaropnari.
Stórir og miklir sólpallar með girðingu (gler) og skjólgirðingu. Heitur pottur (rafmagnspottur).
Möguleiki er að fá hluta af innbúi með í kaupum á eigninni.
Góða aðkoma og stórt bílaplan með ljósastaurum sem eru á fótasellu.
Þetta er einstök eign afar vönduð og vel um gengin með útsýni eins og það gerist best í sveitinni.
Árgjald í félag sumarhúsaeiganda er kr. 70.000 á ári.
Svæðið er lokað með hliði (rafmagnshlið).
Upplýsingar gefa:
Heimir Eðvarðsson, löggiltur fasteignasali, s. 893 1485, netfang: heimir@fasteignaland.is
Jón Smári Einarsson, löggiltur fasteignasasli s. 8606400, netfang: jonsmari@fasteignaland.is
Árni Björn Erlingsson, löggiltur fasteignasali s. 8980508 netfang: arni@fasteignaland.isSkoðunarskylda kaupanda:Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Fasteignaland fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.
Forsendur söluyfirlits:Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni.
Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:1.Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup á íbúðarhúsnæði m.v. amk. 50% hlut) og 1,6% fyrir lögaðila.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.700,- fyrir hvert skjal.
3. Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
4. Umsýslugjald kaupanda kr. 69.900 .
5. Þegar um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af endanlegu brunabótamáti, þegar það er lagt á.