Vernharð Þorleifsson lgf. og REMAX kynna bjarta og vel skipulagða 4ra herbergja endaíbúð á 4. hæð, alls 115,5 fm, í nýlegu lyftuhúsi á þessum vinsæla stað í Kópavogi.
Gluggar á þrjá vegu úr íbúð en íbúðin nær í gegn frá austri til vesturs.
Fallegt útsýni yfir golfvöll GKG, Leirdalinn, til sjávar í vestri (kvöldsól) og út á Snæfellsness.
Íbúðin skiptist í: Forstofu, hol/gang, baðherbergi, þrjú svefnherbergi, stofu/borðstofu, eldhús, þvottaherbergi og sérgeymslu. Stæði í bílageymslu.Nánari lýsing á íbúð:
Forstofa með góðum fataskápum. Flísar.
Gangur/hol þaðan sem gengið er í önnur rými íbúðar.
Þrjú góð svefnherbergi, tvö þeirra með fataskápum. Harðparket á gólfi.
Stofa/borðstofa er eitt opið rými með gluggum á tvo vegu og er útgengi út á yfirbyggðar suðvestur-svalir úr stofu með glæsilegu útsýni út á golfvöll Kópavogs og Garðabæjar.
Eldhús er opið inn í stofurými, snyrtileg vönduð innrétting frá Inn-X með efri og neðri skápum og hálfri eyju, grantíplata í borði og meðfram hliðum. Á gólfi eru fallegar ljósar flísar sem leiða einnig inn meðfram holi.
Baðherbergi er með ljósum flísum á gólfum, baðkar með sturtu, vegghengt wc, falleg innrétting undir vaski, baðherbergisspegill með lýsingu. Vönduð blöndunartæki.
Þvottaherbergi er innan íbúðar, tengi fyrir þvottavél og þurrkara.
Sérgeymsla er á jarðhæð og sameiginleg hjóla/vagnageymsla ásamt
stæði í bílageymslu.
Gott umhverfi, margar gönguleiðir um Heiðmörk, örstutt í sundlaug.Frekari upplýsingar veitir Vernharð Þorleifsson löggiltur fasteignasali í síma 699-7372 eða venni@remax.isKíktu í heimsókn til mín á Facebook eða
á InstagramGjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi, fyrstu kaup (0,4%), almenn kaup (0,8%), lögaðilar (1,6%) af heildarfasteignamati.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.700 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar er skv. verðskrá viðkomandi lánastofnunar. Nánari upplýsingar á t.d. heimasíðu lánastofnana.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu skv. kauptilboði.