PRODOMO fasteignasala kynnir í einkasölu sumarhús til flutnings.
Húsið er byggt 2023 - 2024. Það er 56 m2 að grunnfleti ásamt 9 m2 millilofts ( gólfflötur um 22 m2 ).
Frágangur utanhúss:
Húsið er fullklætt að utan og klætt með 32 mm bjálkaklæðningu. Þak klætt með Alusink.
Frágangur innanhúss:
Veggir og loft í holi og herbergjum klædd með gifsplötum.
Loft yfir stofu og risi er panelklædd.
Gólf eru með 22mm nótuðum gólfplötum og klædd vínilparketi. Hvítir gólflistar.
Veggir spartlaðir og málaðir hvítir.
Fóðringar eru í dyragötum. Rúllugardínur í öllum gluggum. Innihurðar fylgja ekki.
Rafmang og einangrun:
Rafmagn er fullklárað með tilbúinni rafmangstöflu.
Gólf einangrað með 200mm steinull.
Útveggir einangraðir með 150mm steinull.
Þak einangrað með 200mm steinull.
Gluggar eru með tvöföldu K-gleri.
Allar nánari upplýsingar veita Lilja Valþórsdóttir Löggiltur fasteignasali í síma 420-4030 / 860-6886 eða lilja@prodomo.is og Hákon Ó. Hákonarsson Löggiltur fasteignasali í síma 420-4030 / 899-1298 eða hakon@prodomo.is
Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. PRODOMO fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.
Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlitið er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren skólp og þak.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
* Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup m.v. að lágmarki 50% eignarhlut) og 1,6% fyrir lögaðila.
* Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.700,- fyrir hvert skjal.
* Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
* Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá.